Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Kjartan Kjartansson skrifar 21. janúar 2025 13:03 Teikning listamanns af því hvernig WASP-127b gæti litið út. Reikistjarna er útbólginn gasrisi sem er aðeins stærri en Júpíter en mun massaminni. Skotvindur í kringum miðbaug plánetunnar blæs á um níu þúsund metra hraða á sekúndu. ESO/L. Calçada Skotvindur á fjarlægri fjarreikistjörnu er sá sterkasti sem nokkru sinni hefur mælst, yfir níu kílómetrar á sekúndu. Ný tækni er sögð gera stjörnufræðingum kleift að gera nákvæmari athuganir á veðri á fjarreikistjörnum á næstu árum. Vísindamenn sem rannsökuðu lofthjúp WASP-127b, gasrisa í um fimm hundruð ljósára fjarlægð frá jörðinni, tóku eftir því að hluti hans ferðaðist hratt í áttina að jörðinni en annar hluti jafnhratt frá henni. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að gríðarlega öflugur skotvindur eða háloftaröst í kringum miðbaug reikistjörnunnar væri líklegasta skýringin. Vindhraðinn sem stjörnufræðingarnir mældu með VLT-sjónauka Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO) reyndist margfaldur hljóðhraði á jörðinni, um 33.000 kílómetrar á klukkustund eða um níu kílómetrar á sekúndu. Til samanburðar er hraðasti skotvindur sem mælst hefur í sólkerfinu okkar á Neptúnusi, um fimm hundruð metrar á sekúndu eða 1.800 kílómetrar á klukkustund. Skotvindar á jörðinni geta náð yfir fjögur hundruð kílómetra hraða á klukkustund samkvæmt upplýsingum á vef Haf- og loftlagsstofnunar Bandaríkjanna. Skotvindurinn á WASP-127b blæs tæplega sexfalt hraðar en reikistjarnan snýst um eigin möndul. Þótt það hafi ekki verið staðfest enn með mælingum telja vísindamennirnir að möndulsnúningur reikistjörnunnar sé bundinn þannig að hún snúi alltaf sömu hliðinni að móðurstjörnu sinni. Þá kom í ljós að pólar reikistjörnunnar eru aðeins svalari en lægri breiddargráður og örlítill hitamunur væri á dag- og næturhlið hennar. „Þetta sýnir að reikistjarnan er með flókin veðurkerfi alveg eins og jörðin og hinar reikistjörnurnar í sólkerfinu okkar,“ segir Fei Yan, prófessor við Vísinda- og tækniháskólann í Kína og einn höfunda greinar um rannsóknina. Gætu rannsakað lofthjúpa bergreikistjarna með næstu kynslóð sjónauka Miklar framfarir hafa orðið í rannsókn manna á fjarreikistjörnum á undanförnum árum. Áður takmörkuðust þær við stærð og massa reikistjarna en ný tækni gerir stjörnufræðingum kleift að gera athuganir á lofthjúpi þeirra. Uppgötvunin á skotvindinum á WASP-127b var gerð þegar vísindamenn rannsökuðu efnasamsetningu lofthjúps hennar. Með litrófsmælingu á ljósi móðurstjörnunnar þegar það skín í gegnum lofthjúpinn séð frá jörðinni komust vísindamennirnir að því að í honum væri vatnsgufa og kolmónoxíð. Vindurinn uppgötvaðist þegar mælingar leiddu í ljós hvers hratt sameindirnar ferðuðust, að því er kemur fram í tilkynningu frá ESO. Búast má við frekari framförum í fjarreikistjörnurannsóknum með ELT-sjónauka ESO sem er nú í smíðum í Atacama-eyðimörkinni í Síle. Þá muni menn geta rannsakað efnasamsetningu og veðurfar í lofthjúpi minni bergreikistjarna. Geimurinn Vísindi Veður Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Vísindamenn sem rannsökuðu lofthjúp WASP-127b, gasrisa í um fimm hundruð ljósára fjarlægð frá jörðinni, tóku eftir því að hluti hans ferðaðist hratt í áttina að jörðinni en annar hluti jafnhratt frá henni. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að gríðarlega öflugur skotvindur eða háloftaröst í kringum miðbaug reikistjörnunnar væri líklegasta skýringin. Vindhraðinn sem stjörnufræðingarnir mældu með VLT-sjónauka Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO) reyndist margfaldur hljóðhraði á jörðinni, um 33.000 kílómetrar á klukkustund eða um níu kílómetrar á sekúndu. Til samanburðar er hraðasti skotvindur sem mælst hefur í sólkerfinu okkar á Neptúnusi, um fimm hundruð metrar á sekúndu eða 1.800 kílómetrar á klukkustund. Skotvindar á jörðinni geta náð yfir fjögur hundruð kílómetra hraða á klukkustund samkvæmt upplýsingum á vef Haf- og loftlagsstofnunar Bandaríkjanna. Skotvindurinn á WASP-127b blæs tæplega sexfalt hraðar en reikistjarnan snýst um eigin möndul. Þótt það hafi ekki verið staðfest enn með mælingum telja vísindamennirnir að möndulsnúningur reikistjörnunnar sé bundinn þannig að hún snúi alltaf sömu hliðinni að móðurstjörnu sinni. Þá kom í ljós að pólar reikistjörnunnar eru aðeins svalari en lægri breiddargráður og örlítill hitamunur væri á dag- og næturhlið hennar. „Þetta sýnir að reikistjarnan er með flókin veðurkerfi alveg eins og jörðin og hinar reikistjörnurnar í sólkerfinu okkar,“ segir Fei Yan, prófessor við Vísinda- og tækniháskólann í Kína og einn höfunda greinar um rannsóknina. Gætu rannsakað lofthjúpa bergreikistjarna með næstu kynslóð sjónauka Miklar framfarir hafa orðið í rannsókn manna á fjarreikistjörnum á undanförnum árum. Áður takmörkuðust þær við stærð og massa reikistjarna en ný tækni gerir stjörnufræðingum kleift að gera athuganir á lofthjúpi þeirra. Uppgötvunin á skotvindinum á WASP-127b var gerð þegar vísindamenn rannsökuðu efnasamsetningu lofthjúps hennar. Með litrófsmælingu á ljósi móðurstjörnunnar þegar það skín í gegnum lofthjúpinn séð frá jörðinni komust vísindamennirnir að því að í honum væri vatnsgufa og kolmónoxíð. Vindurinn uppgötvaðist þegar mælingar leiddu í ljós hvers hratt sameindirnar ferðuðust, að því er kemur fram í tilkynningu frá ESO. Búast má við frekari framförum í fjarreikistjörnurannsóknum með ELT-sjónauka ESO sem er nú í smíðum í Atacama-eyðimörkinni í Síle. Þá muni menn geta rannsakað efnasamsetningu og veðurfar í lofthjúpi minni bergreikistjarna.
Geimurinn Vísindi Veður Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira