Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Aron Guðmundsson skrifar 20. janúar 2025 09:30 Jonas Wille í leikhléi með sínum mönnum gegn Portúgal á HM í gær Vísir/EPA Það er orðið ljós að norska karlalandsliðið í handbolta fer með ekkert stig í milliriðla eftir tap gegn Portúgal í E-riðli á HM í handbolta eftir tap gegn Portúgal í gær. Það var annað tap liðsins í þremur leikjum í riðlakeppninni. Óhætt er að segja að Norðmenn séu í sárum yfir gengi liðsins en bjartsýni ríkti í Noregi fyrir heimsmeistaramót, sér í lagi þar sem að norska landsliðið hefur leikið sína leiki í riðlakeppninni á heimavelli en HM fer þetta árið fram í Danmörku, Króatíu og Noregi. Keppni í E-riðli lauk í gær. Norðmenn töpuðu opnunarleik sínum gegn Brasilíu, unnu Bandaríkjamenn í næsta leik en töpuðu í gær með þriggja marka mun gegn Portúgal. Þeir enda því í 3.sæti E-riðils og fara í milliriðil með ekkert stig og nær enga von um að komast upp úr honum í átta liða úrslit. Fjallað er um stöðuna í norskum miðlum í morgun. Jonas Wille situr í sjóðandi heitu sæti þessa dagana og kallað eftir því að nýr þjálfari taki við stjórnartaumunum hjá norska landsliðinu.Vísir/EPA Verdens Gang segir gengi liðsins á HM hreint og klárt fíaskó. Norska landsliðinu hafi verið slátrað á heimavelli og sérfræðingar miðilsins kalla eftir breytingum á þjálfarateymi liðsins, að þjálfarinn Jonas Wille verði látinn fara. „Þetta er hans fjórða stórmót, jafnvel þó að liðið hafi átt sína spretti er mín tilfinning sú að við höfum aldrei verið eins langt frá okkar markmiðum. Það þarf að breyta einhverju. Það er þjálfarinn sem ber mestu ábyrgðina,“ segir Ole Erevik, sérfræðingur Viaplay um málið. Og ekki er bara fjallað um málið í norskum miðlum. Slæmt gengi norska landsliðsins vekur athygli út fyrir norska landhelgi. „Þetta er mikið sjokk fyrir norska karlalandsliðið. Að þeir skyldu ekki rísa undir nafni á heimavelli. Ég er í sjokki yfir þessu. Þeir geta ekki staðið sig þegar að það skiptir mestu máli og eru þess í stað aðhlátursefni fyrir framan sína eigin stuðningsmenn,“ skrifar Johnny Wojciech Kokborg, sérfræðingur danska miðilsins BT. Sander Sagosen í leiknum gegn Portúgal í gærVísir/EPA Og stórstjarna liðsins, Sander Sagosen, segir gengið til þessa mikil vonbrigði. „Við höfðum sett okkur háleit markmið fyrir mótið og okkur hefur hlakkað til þess að taka þátt á þessu móti í nokkur ár.“ „Við ætluðum okkur að fara með fjögur stig í milliriðil, það var markmiðið. Núna er ég vonsvikinn og sorgmæddur…Ég hef verið á toppnum, en núna þarf ég að vera hér á botninum.“ HM karla í handbolta 2025 Handbolti Noregur Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Sport Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Sjá meira
Óhætt er að segja að Norðmenn séu í sárum yfir gengi liðsins en bjartsýni ríkti í Noregi fyrir heimsmeistaramót, sér í lagi þar sem að norska landsliðið hefur leikið sína leiki í riðlakeppninni á heimavelli en HM fer þetta árið fram í Danmörku, Króatíu og Noregi. Keppni í E-riðli lauk í gær. Norðmenn töpuðu opnunarleik sínum gegn Brasilíu, unnu Bandaríkjamenn í næsta leik en töpuðu í gær með þriggja marka mun gegn Portúgal. Þeir enda því í 3.sæti E-riðils og fara í milliriðil með ekkert stig og nær enga von um að komast upp úr honum í átta liða úrslit. Fjallað er um stöðuna í norskum miðlum í morgun. Jonas Wille situr í sjóðandi heitu sæti þessa dagana og kallað eftir því að nýr þjálfari taki við stjórnartaumunum hjá norska landsliðinu.Vísir/EPA Verdens Gang segir gengi liðsins á HM hreint og klárt fíaskó. Norska landsliðinu hafi verið slátrað á heimavelli og sérfræðingar miðilsins kalla eftir breytingum á þjálfarateymi liðsins, að þjálfarinn Jonas Wille verði látinn fara. „Þetta er hans fjórða stórmót, jafnvel þó að liðið hafi átt sína spretti er mín tilfinning sú að við höfum aldrei verið eins langt frá okkar markmiðum. Það þarf að breyta einhverju. Það er þjálfarinn sem ber mestu ábyrgðina,“ segir Ole Erevik, sérfræðingur Viaplay um málið. Og ekki er bara fjallað um málið í norskum miðlum. Slæmt gengi norska landsliðsins vekur athygli út fyrir norska landhelgi. „Þetta er mikið sjokk fyrir norska karlalandsliðið. Að þeir skyldu ekki rísa undir nafni á heimavelli. Ég er í sjokki yfir þessu. Þeir geta ekki staðið sig þegar að það skiptir mestu máli og eru þess í stað aðhlátursefni fyrir framan sína eigin stuðningsmenn,“ skrifar Johnny Wojciech Kokborg, sérfræðingur danska miðilsins BT. Sander Sagosen í leiknum gegn Portúgal í gærVísir/EPA Og stórstjarna liðsins, Sander Sagosen, segir gengið til þessa mikil vonbrigði. „Við höfðum sett okkur háleit markmið fyrir mótið og okkur hefur hlakkað til þess að taka þátt á þessu móti í nokkur ár.“ „Við ætluðum okkur að fara með fjögur stig í milliriðil, það var markmiðið. Núna er ég vonsvikinn og sorgmæddur…Ég hef verið á toppnum, en núna þarf ég að vera hér á botninum.“
HM karla í handbolta 2025 Handbolti Noregur Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Sport Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Sjá meira