Sérfræðingar í setti að þessu sinni voru þeir Pavel Ermolinskij og Teitur Örlygsson og Pavel byrjaði á að rifja upp að Böðvar Guðjónsson, fyrrum formaður KR, hafi margoft reynt að skipta Pavel í önnur lið.
„Böðvar Guðjónsson, gamli formaðurinn minn, reyndi margt oft að „trade-a“ mér.“ - Sagði Pavel og glotti.
„Var stanslaust að tala um hvað hann gæti fengið fyrir mig. Hann vildi fá unga leikmenn, ætlaði að „trade-a“ mér í Stjörnuna fyrir unglingalfokkinn.“ - Bætti Pavel við og hló dátt.
Kom svo í ljós að Pavel var búinn að hugsa um möguleg skipti án þess að vita af þrautinni og var með tvö í handraðanum, en þau fyrri voru skipti á þjálfarateymum.
„Þjálfarateymi Álftaness. Við ætlum að gera þetta í landsleikjahléinu. Þetta er ekki að eilífu, þetta er bara í tvær vikur meðan deildin er stopp. Þá ætla ég að senda þjálfarateymi Álftaness yfir í Keflavík og ég ætla að senda þjálfarateymið í Keflavík yfir á Álftanes. Ég held að allir hefðu gott af því.“
Leikmannaskiptin sem Pavel stakk svo upp á voru ekki síður áhugaverð. Þar lagði hann til að Valur og Grindavík myndu skipta á tveimur sterkum póstum og myndu þau skipti að hans mati fleyta þessum tveimur liðum í úrslitaeinvígið. Þetta eru þeir DeAndre Kane og Taiwo Badmus.
Hægt er að horfa á innslagið í heild sinni hér að neðan og rökstuðning Pavels fyrir því af hverju þessi skipti myndu henta báðum liðum.