Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Valur Páll Eiríksson skrifar 19. janúar 2025 19:32 Aron þurfti að þola svekkjandi tap í kvöld. Hann segir möguleika Íslands velta mikið á úrslitum gegn Slóveníu. TF-Images/TF-Images via Getty Images „Þetta er auðvitað bara svekkelsi,“ sagði Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari Barein, eftir naumt 26-25 tap hans manna fyrir Argentínu í H-riðli HM karla í handbolta í Zagreb. Argentína leiddi lengi vel og með töluverða forystu. Sterkur lokakafli Bareina var nálægt því að skila liðinu jafntefli eða sigri sem hefði dugað þeim í milliriðil Íslands á kostnað Argentínumanna. Eins marks tap niðurstaðan og Bareinar því á leið til Porec í Forsetabikarinn. „Það sem skipti mestu máli í þessu öllu saman voru þessir tæknifeilar. Við erum að henda boltanum frá okkur hvað eftir annað, mjög einfaldlega. Á línumann sem var ekki frír, hvað eftir annað, tveggja metra sendingar manna á milli. Ég verð að segja það var eiginlega ótrúlegt hvað við vorum nálægt því að komast áfram með svona marga tæknifeila í svona leik,“ „Það munaði litlu, jafntefli hefði verið nóg fyrir okkur,“ segir Aron. Leikur morgundagsins skipti öllu fyrir Ísland Aðspurður um hvort hann hafi fylgst með íslenska liðinu hér í borg segir Aron: „Alltof lítið. Maður hefur verið á fullu að vinna og undirbúa sig. En við erum með frábært lið, hins vegar, mér finnst vera góður andi í liðinu og finnst menn fullir huga að ætla að gera gott mót. Mér líst bara vel á þetta.“ Ísland hefur unnið fyrstu tvo leikina við Grænhöfðaeyjar og Kúbu, lið sem Slóvenar hafa einnig unnið, og ljóst að liðið sem vinnur leik Íslands og Slóveníu annað kvöld kemst í góða stöðu fyrir milliriðilinn. „Það er algjör lykilleikur upp á framhaldið. Við þurfum að vinna þann leik til að eiga von á átta liða úrslitum. En við skulum átta okkur á því að Slóvenar eru með mjög gott lið, klóka og reynda leikmenn, en mér finnst við vera aðeins betri í dag. Þeir eiga til að vera svolítið upp og niður. Þeir voru frábærir á ÓL en kannski ekki verið eins sterkir í aðdraganda þessa móts. Það er kannski erfitt að meta þá frá fyrstu tveimur leikjunum,“ segir Aron. Viðtalið má sjá að ofan. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira
Argentína leiddi lengi vel og með töluverða forystu. Sterkur lokakafli Bareina var nálægt því að skila liðinu jafntefli eða sigri sem hefði dugað þeim í milliriðil Íslands á kostnað Argentínumanna. Eins marks tap niðurstaðan og Bareinar því á leið til Porec í Forsetabikarinn. „Það sem skipti mestu máli í þessu öllu saman voru þessir tæknifeilar. Við erum að henda boltanum frá okkur hvað eftir annað, mjög einfaldlega. Á línumann sem var ekki frír, hvað eftir annað, tveggja metra sendingar manna á milli. Ég verð að segja það var eiginlega ótrúlegt hvað við vorum nálægt því að komast áfram með svona marga tæknifeila í svona leik,“ „Það munaði litlu, jafntefli hefði verið nóg fyrir okkur,“ segir Aron. Leikur morgundagsins skipti öllu fyrir Ísland Aðspurður um hvort hann hafi fylgst með íslenska liðinu hér í borg segir Aron: „Alltof lítið. Maður hefur verið á fullu að vinna og undirbúa sig. En við erum með frábært lið, hins vegar, mér finnst vera góður andi í liðinu og finnst menn fullir huga að ætla að gera gott mót. Mér líst bara vel á þetta.“ Ísland hefur unnið fyrstu tvo leikina við Grænhöfðaeyjar og Kúbu, lið sem Slóvenar hafa einnig unnið, og ljóst að liðið sem vinnur leik Íslands og Slóveníu annað kvöld kemst í góða stöðu fyrir milliriðilinn. „Það er algjör lykilleikur upp á framhaldið. Við þurfum að vinna þann leik til að eiga von á átta liða úrslitum. En við skulum átta okkur á því að Slóvenar eru með mjög gott lið, klóka og reynda leikmenn, en mér finnst við vera aðeins betri í dag. Þeir eiga til að vera svolítið upp og niður. Þeir voru frábærir á ÓL en kannski ekki verið eins sterkir í aðdraganda þessa móts. Það er kannski erfitt að meta þá frá fyrstu tveimur leikjunum,“ segir Aron. Viðtalið má sjá að ofan.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira