Að þessu sinni fær Kristján til sín Jón Atla Benediktsson, fráfarandi rektor Háskóla Íslands. Hann mun ræða fjármögnun skólans og ýmislegt fleira en hann er á síðustu mánuðunum eftir tíu ára starf sem rektor.
Jón Steinar Gunnlaugsson og Finnur Beck ræða nýfallinn dóm Héraðsdóms um Hvammsvirkjun en virkjunarleyfi Landsvirkjunar hefur nú verið fellt úr gildi og óvissa um framhaldið.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er ein þeirra sem helst eru nefnd til formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Hún verður spurð hverskonar Sjálfstæðisflokk vill hún sjá, í hvaða átt á hann að fara?
Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, ræðir tímamót í húsnæðismálum. VR afhenti tuttugu íbúðir til félagsmanna sinna en það eru íbúðir sem leigðar verða á lágu verð og er arðsemiskrafa hógvær. Hún ræðir lika sparnað i ríkisrekstrinum í kjölfar tillagna sem almenningur hefur sent á vef að ósk ríkisstjórnar.