Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. janúar 2025 22:52 Það var létt yfir strákunum eftir leik. vísir/vilhelm Ísland er komið þægilega inn í milliriðla HM í handbolta eftir stórsigur, 40-19, á arfaslöku liði Kúbverja. Nú er þessum bullleikjum lokið og alvaran bíður handan við hornið. Góðu tíðindin fyrir leik voru þau að landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson var mættur aftur í liðið. Fyrr en áður hafði verið búist við. Fyrirliðinn stökk beint í byrjunarliðið. Setti upp sýningu í korter, hneigði sig og yfirgaf sviðið. Hann kom inn í liðið á kostnað Hauks Þrastarsonar. Margir horfðu til þess að Haukur kæmi sterkur inn í liðið á þessu móti og myndi jafnvel fá þennan leik til þess að skjóta sig í gang. Svo fór ekki og þjálfarinn virðist hafa meiri trú á öðrum leikmönnum sem vissulega eru allir gæðamiklir. Verður áhugavert að sjá hvort Haukur komi aftur inn í hópinn á mótinu. Ef við rýnum í þennan fáranlega handboltaleik að þá voru vissulega framfarir. Liðið hélt haus allan leikinn og gerði það sem það átti að gera - rústa þessu hörmulega kúbverska liði. Það komu allir með sitt að borðinu og þetta var virkilega fagmannlega gert hjá strákunum okkar. Viktor Gísli lítur vel út í markinu og virkar í frábæru standi. Gamli maðurinn á bekknum hefur líka heilmikið fram að færa. Það var sömuleiðis gott að sjá að Aron virðist vera laus við meiðslin en ekki var annað að sjá en að hann hefði beitt sér af fullum krafti og væri heill heilsu. Það lá alltaf fyrir að þessir tveir fyrstu leikir væru algjör skylduverkefni. Heilt yfir segja þeir okkur ekkert sérstaklega mikið en það sem við sjáum lofar þó góðu. Nú byrjar fjörið. Fram undan er leikur við Slóvena sem er ekki bara lokaleikur riðilsins því hann er í raun líka fyrsti leikur milliriðils þar sem sigurvegari leiksins fær mikilvæg stig með sér inn í milliriðilinn. Í þeim slag duga engin vettlingatök og í þeim leik fáum við raunverulega einhver svör við þvi hvar okkar lið er statt. Nú má loksins byrja að poppa. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Sjá meira
Góðu tíðindin fyrir leik voru þau að landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson var mættur aftur í liðið. Fyrr en áður hafði verið búist við. Fyrirliðinn stökk beint í byrjunarliðið. Setti upp sýningu í korter, hneigði sig og yfirgaf sviðið. Hann kom inn í liðið á kostnað Hauks Þrastarsonar. Margir horfðu til þess að Haukur kæmi sterkur inn í liðið á þessu móti og myndi jafnvel fá þennan leik til þess að skjóta sig í gang. Svo fór ekki og þjálfarinn virðist hafa meiri trú á öðrum leikmönnum sem vissulega eru allir gæðamiklir. Verður áhugavert að sjá hvort Haukur komi aftur inn í hópinn á mótinu. Ef við rýnum í þennan fáranlega handboltaleik að þá voru vissulega framfarir. Liðið hélt haus allan leikinn og gerði það sem það átti að gera - rústa þessu hörmulega kúbverska liði. Það komu allir með sitt að borðinu og þetta var virkilega fagmannlega gert hjá strákunum okkar. Viktor Gísli lítur vel út í markinu og virkar í frábæru standi. Gamli maðurinn á bekknum hefur líka heilmikið fram að færa. Það var sömuleiðis gott að sjá að Aron virðist vera laus við meiðslin en ekki var annað að sjá en að hann hefði beitt sér af fullum krafti og væri heill heilsu. Það lá alltaf fyrir að þessir tveir fyrstu leikir væru algjör skylduverkefni. Heilt yfir segja þeir okkur ekkert sérstaklega mikið en það sem við sjáum lofar þó góðu. Nú byrjar fjörið. Fram undan er leikur við Slóvena sem er ekki bara lokaleikur riðilsins því hann er í raun líka fyrsti leikur milliriðils þar sem sigurvegari leiksins fær mikilvæg stig með sér inn í milliriðilinn. Í þeim slag duga engin vettlingatök og í þeim leik fáum við raunverulega einhver svör við þvi hvar okkar lið er statt. Nú má loksins byrja að poppa.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Sjá meira