Handbolti

Óttast að fyrir­liði Dags sé illa meiddur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Domagoj Duvnjak í leiknum gegn Argentínu.
Domagoj Duvnjak í leiknum gegn Argentínu. epa/ANTONIO BAT

Domagoj Duvnjak, fyrirliði króatíska handboltalandsliðsins, fór meiddur af velli í leiknum gegn Argentínu á HM í gær. Óttast er að hann sé illa meiddur.

Duvnjak er á sínu síðasta stórmóti með króatíska landsliðinu sem Dagur Sigurðsson þjálfar. Hann hefur spilað með landsliðinu í tæpa tvo áratugi.

Svo gæti farið að Duvnjak hafi spilað sinn síðasta leik á stórmóti en óttast er að meiðslin sem hann varð fyrir gegn Argentínu séu alvarleg.

Dagur hefur allavega hóað í reynsluboltann Igor Karacic til vonar og vara. Hann kemur til liðs við króatíska hópinn í dag.

Króatía vann Argentínu örugglega, 33-18, og er öruggt með sæti í milliriðli. Á morgun mæta Króatar Egyptum í úrslitaleik um sigurinn í H-riðli.

Uppfært klukkan 11:40

Dagur hefur staðfest að Duvnjak spili ekki meira með Króatíu á HM vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×