Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Samúel Karl Ólason skrifar 18. janúar 2025 08:26 Tvær konur virða fyrir sér myndir af gíslum sem munu enn vera í haldi Hamas. AP/Oded Balilty Ríkisstjórn Ísrael samþykkti seint í gærkvöldi vopnahléstillögu við Hamas-samtökin á Gasaströndinni. Útlit er því fyrir að vopnahléið muni taka gildi á sunnudaginn og að fyrstu gíslunum verði sleppt úr haldi strax þann dag. 24 ráðherrar eru sagðir hafa samþykkt vopnahléið en átta munu hafa greitt atkvæði gegn því. Ríkisstjórnarfundurinn stóð yfir í rúmar sex klukkustundir og í kjölfarið sendi Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, út stutta yfirlýsingu um að vopnahlé hefði verið samþykkt og að það tæki gildi á sunnudaginn. Tekur gildi í fyrramálið Nánar tiltekið mun vopnahléið taka gildi snemma á sunnudagsmorgun og er búist við því að þremur konum verði sleppt úr haldi Hamas seinna á morgun. Talið er að um hundrað manns séu enn í haldi Hamas, af þeim 250 sem teknir voru í gíslingu þann 7. október 2023, en að þriðjungur þeirra sé dáinn, samkvæmt AP fréttaveitunni. Fram hefur komið að samkvæmt þessu þriggja fasa samkomulagi myndu Hamas-liðar sleppa fjölda gísla í skiptum fyrir það að Ísraelar sleppi Palestínumönnum úr fangelsi. Í fyrsta fasanum eiga Hamas-liðar að sleppa 33 gíslum yfir sex vikna tímabil og Ísraelar eiga að sleppa fjölmörgum Palestínumönnum úr fangelsum og þar á meðal dæmda hryðjuverkamenn. Ísraelskir hermenn eiga einnig að hörfa frá byggðum Gasastrandarinnar á þessu tímabili. Sjá einnig: Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Á meðan á fyrsta fasanum stendur eiga að fara fram frekari viðræður um að sleppa þeim 65 gíslum sem enn eru í haldi Hamas-liða en að minnsta kosti 36 þeirra eru taldir látnir. Í frétt Kan í Ísrael segir að Bezalel Smotrich, leiðtogi Trúarlegs síonístaflokks Ísrael, hafi gert það að skilyrði fyrir því að flokkur hans sliti ekki stjórnarsamstarfinu að stríðsrekstri muni halda áfram að fyrsta fasanum loknum og að Ísraelar myndu halda stjórn á flæði neyðaraðstoðar til Gasa. Netanjahú er sagður hafa samþykkt þessi skilyrði. Trump sagður hafa heitið fullum stuðning Í frétt Times of Israel er vitnað í aðra ísraelska fjölmiðla um að Netanjahú hafi heitið því á ríkisstjórnarfundinum að Donald Trump, sem tekur við embætti forseta Bandaríkjanna á mánudaginn, hafi heitið Ísrael fullum stuðningi verði brotið gegn skilmálum vopnahlésins. Því hefur einnig verið haldið fram að Netanjahú hafi tilkynnt að Trump myndi hefja aftur vopnasendingar til Ísrael sem Biden stöðvaði. Það sé gífurlega mikilvægt því ef samkomulagið nái ekki á annan fasa muni Ísraelar hafa nægt vopn á höndum. Kannanir sýna að Ísraelar eru flestir hlynnti því að fylgja samkomulaginu eftir að öðrum fasa en margir efast um að það muni ganga eftir. Frá því erindrekar Ísrael og pólitískir leiðtogar Hamas samþykktu vopnahléstillögur hafa Ísraelar gert umfangsmiklar loftárásir á Gasaströndina. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stýrt er af Hamas, segja að minnsta kosti 46 þúsund manns liggja í valnum eftir árásir Ísraela undanfarna fimmtán mánuði. Aðstæður þar eru sagðar verulega slæmar en eftir að vopnahléið tekur gildi er búist við því að flæði neyðaraðstoðar inná Gasaströndina muni aukast til muna. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Skrifstofa forsætisráðherra Ísraels, Benjamíns Netanjahú, segir nú að samkomulag sé í höfn við Hamas samtökin um lausn þeirra gísla sem enn eru í haldi samtakanna. 17. janúar 2025 06:47 Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Vopnahléið á Gasa mun hefjast á sunnudag þótt svo að viðsemjendur þurfi að hnýta í lausa enda á síðustu stundu. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi að samkomulagði stæðist og tæki gildi á sunnudag. 16. janúar 2025 21:26 Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Ísrael og Hamas hafa komist að samkomulagi um vopnahlé sem á að binda á enda á fimmtán mánaða átök á Gasa. Vopnahléið á að hefjast formlega á sunnudag. 15. janúar 2025 17:37 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Sjá meira
24 ráðherrar eru sagðir hafa samþykkt vopnahléið en átta munu hafa greitt atkvæði gegn því. Ríkisstjórnarfundurinn stóð yfir í rúmar sex klukkustundir og í kjölfarið sendi Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, út stutta yfirlýsingu um að vopnahlé hefði verið samþykkt og að það tæki gildi á sunnudaginn. Tekur gildi í fyrramálið Nánar tiltekið mun vopnahléið taka gildi snemma á sunnudagsmorgun og er búist við því að þremur konum verði sleppt úr haldi Hamas seinna á morgun. Talið er að um hundrað manns séu enn í haldi Hamas, af þeim 250 sem teknir voru í gíslingu þann 7. október 2023, en að þriðjungur þeirra sé dáinn, samkvæmt AP fréttaveitunni. Fram hefur komið að samkvæmt þessu þriggja fasa samkomulagi myndu Hamas-liðar sleppa fjölda gísla í skiptum fyrir það að Ísraelar sleppi Palestínumönnum úr fangelsi. Í fyrsta fasanum eiga Hamas-liðar að sleppa 33 gíslum yfir sex vikna tímabil og Ísraelar eiga að sleppa fjölmörgum Palestínumönnum úr fangelsum og þar á meðal dæmda hryðjuverkamenn. Ísraelskir hermenn eiga einnig að hörfa frá byggðum Gasastrandarinnar á þessu tímabili. Sjá einnig: Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Á meðan á fyrsta fasanum stendur eiga að fara fram frekari viðræður um að sleppa þeim 65 gíslum sem enn eru í haldi Hamas-liða en að minnsta kosti 36 þeirra eru taldir látnir. Í frétt Kan í Ísrael segir að Bezalel Smotrich, leiðtogi Trúarlegs síonístaflokks Ísrael, hafi gert það að skilyrði fyrir því að flokkur hans sliti ekki stjórnarsamstarfinu að stríðsrekstri muni halda áfram að fyrsta fasanum loknum og að Ísraelar myndu halda stjórn á flæði neyðaraðstoðar til Gasa. Netanjahú er sagður hafa samþykkt þessi skilyrði. Trump sagður hafa heitið fullum stuðning Í frétt Times of Israel er vitnað í aðra ísraelska fjölmiðla um að Netanjahú hafi heitið því á ríkisstjórnarfundinum að Donald Trump, sem tekur við embætti forseta Bandaríkjanna á mánudaginn, hafi heitið Ísrael fullum stuðningi verði brotið gegn skilmálum vopnahlésins. Því hefur einnig verið haldið fram að Netanjahú hafi tilkynnt að Trump myndi hefja aftur vopnasendingar til Ísrael sem Biden stöðvaði. Það sé gífurlega mikilvægt því ef samkomulagið nái ekki á annan fasa muni Ísraelar hafa nægt vopn á höndum. Kannanir sýna að Ísraelar eru flestir hlynnti því að fylgja samkomulaginu eftir að öðrum fasa en margir efast um að það muni ganga eftir. Frá því erindrekar Ísrael og pólitískir leiðtogar Hamas samþykktu vopnahléstillögur hafa Ísraelar gert umfangsmiklar loftárásir á Gasaströndina. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stýrt er af Hamas, segja að minnsta kosti 46 þúsund manns liggja í valnum eftir árásir Ísraela undanfarna fimmtán mánuði. Aðstæður þar eru sagðar verulega slæmar en eftir að vopnahléið tekur gildi er búist við því að flæði neyðaraðstoðar inná Gasaströndina muni aukast til muna.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Skrifstofa forsætisráðherra Ísraels, Benjamíns Netanjahú, segir nú að samkomulag sé í höfn við Hamas samtökin um lausn þeirra gísla sem enn eru í haldi samtakanna. 17. janúar 2025 06:47 Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Vopnahléið á Gasa mun hefjast á sunnudag þótt svo að viðsemjendur þurfi að hnýta í lausa enda á síðustu stundu. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi að samkomulagði stæðist og tæki gildi á sunnudag. 16. janúar 2025 21:26 Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Ísrael og Hamas hafa komist að samkomulagi um vopnahlé sem á að binda á enda á fimmtán mánaða átök á Gasa. Vopnahléið á að hefjast formlega á sunnudag. 15. janúar 2025 17:37 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Sjá meira
Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Skrifstofa forsætisráðherra Ísraels, Benjamíns Netanjahú, segir nú að samkomulag sé í höfn við Hamas samtökin um lausn þeirra gísla sem enn eru í haldi samtakanna. 17. janúar 2025 06:47
Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Vopnahléið á Gasa mun hefjast á sunnudag þótt svo að viðsemjendur þurfi að hnýta í lausa enda á síðustu stundu. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi að samkomulagði stæðist og tæki gildi á sunnudag. 16. janúar 2025 21:26
Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Ísrael og Hamas hafa komist að samkomulagi um vopnahlé sem á að binda á enda á fimmtán mánaða átök á Gasa. Vopnahléið á að hefjast formlega á sunnudag. 15. janúar 2025 17:37
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent