Fótbolti

Misstu niður tveggja marka for­ystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ísak Bergmann Jóhannesson og félagar í Fortuna Düsseldorf misstu frá sér sigurinn í þýsku b-deildinni í kvöld.
Ísak Bergmann Jóhannesson og félagar í Fortuna Düsseldorf misstu frá sér sigurinn í þýsku b-deildinni í kvöld. Getty/Frederic Scheidemann

Íslendingaliðið Fortuna Düsseldorf misstu í kvöld frá sér fyrsta sigur sinn á nýju ári.

Fortuna Düsseldorf gerði þá 2-2 jafntefli á heimavelli á móti Darmstadt í þýsku b-deildinni í fótbolta. Düsseldorf var 2-0 yfir þegar 67 mínútur voru liðnar af leiknum.

Gestirnir í Darmstadt jöfnuðu metin með tveimur mörkum á þriggja mínútna kafla en fyrra markið kom úr vítaspyrnu.

Ísak Bergmann Jóhannesson og Valgeir Lunddal Friðriksson voru báðir í byrjunarliði Düsseldorf. Valgeir fékk gult spjald á 76. mínútu og var tekinn af velli sex mínútum síðar.

Mörk liðsins skoruðu þeir Myron van Brederode á 41. mínútu og Giovanni Haag á 61. mínútu.

Fortuna Düsseldorf hefur gefið eftir en liðið hefur ekki fagnað sigri í síðustu þremur leikjum og aðeins unnið einn af síðustu sex leikjum. Fyrir vikið er liðið dottið niður í áttunda sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×