Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ Aron Guðmundsson skrifar 18. janúar 2025 09:30 Frá leik Vals á tímabilinu Vísir/Anton Brink Valskonur geta með sigri á heimavelli í dag gegn spænska liðinu Malaga tryggt sér sæti í átta liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar í handbolta. Um seinni leik liðanna er að ræða, þeim fyrri lauk með jafntefli úti á Spáni. Boðið verður upp á alvöru Evrópustemningu á Hlíðarenda. Ótrúlegri sigurgöngu Vals hér heima lauk á dögunum en hvergi betra en að svara því á heimavelli í Evrópukeppni. „Þetta leggst vel í mig. Andstæðingurinn er feyki öflugur en við gerðum jafntefli við þær á útivelli sem var kannski frekar óvænt en við ætlum að vera vel undirbúin, reyna að klára einvígið,“ segir Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals. „Þær eru í 2.sæti í deildinni í dag, eru með portúgalska landsliðsmenn bæði á miðjunni og vinstra megin, spænskan landsliðsmann á línunni og brasilíska örvhenta skyttu sem er í A-landsliðinu þar líka ásamt því að vera með tvær spænskar í viðbót. Hornamann og markmann sem eru fyrrverandi landsliðsmenn. Þetta er mjög reynslumikið lið sem við erum að mæta, mjög vel spilandi, gott lið sem spilar sterka 6-0 vörn og eru með góðar skyttur. Við þurfum bara að hitta á góðan dag. Með því að við séum á okkar besta degi og með góðan stuðning áhorfenda, getum við vel gert góða hluti.“ Frammistaða Vals í fyrri leiknum gefi góð fyrirheit þar sem að Hlíðarenda liðið var óheppið að fara ekki af hólmi með sigur. „Við leiddum meira og minna allan leikinn. Ég var mjög ánægður með úrslitin en eins og leikurinn þróaðist hefði ekkert verið óeðlilegt ef við hefðum unnið hann með tveimur til þremur mörkum. Við þurfum auðvitað að hitta á góðan leik, vera vel undirbúin sem og við verðum og ég vona virkilega að fólk fjölmenni á pallana. Þetta er frábært lið, gaman fyrir unga og efnilega handboltakrakka að koma og sjá þessa leikmenn. Ég vona að foreldrarnir drífi sig á völlinn, taki krakkana með og að við fáum hérna alvöru Evrópustemningu. Við tökum vonandi bara Spánverjana á taugum með fullt hús hérna og alvöru Evrópustemningu.“ Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari ValsVísir/Vilhelm Vissu að á einhverjum tímapunkti kæmi að tapleik Ótrúlegri sigurgöngu Vals hér heima, sem stóð yfir í 452 daga og taldi 40 leiki lauk á miðvikudaginn síðastliðinn gegn Haukum. „Þær voru bara mun betri en við. Það er ekkert til að skammast sín fyrir. Við vissum auðvitað að á einhverjum tímapunkti kæmi að þessu tapi, kannski var það bara ágætt til þess að ýta aðeins við okkur og koma okkur aðeins aftur upp á tær. Það breytir engu við mætum á fullu gasi á morgun. Það er ekkert auðvelt, þó að við séum með sterkt og vel skipað lið, að koma í alla leiki á fullu gasi en það hafa þær alltaf gert. Það er stórt hrós til liðsins. Faglegar í allri sinni nálgun Ekki á hverjum degi sem lið fer á slíka sigurgöngu. „Þetta er auðvitað einstakt, mjög stórt og þetta er ekkert auðvelt. Ég hef bara sagt það um leikmannahópinn hjá mér að þetta eru mjög reynslumiklir leikmenn í bland við mjög unga og efnilega. Þær eru mjög agaðar, vinnusamar og mjög faglegar í allri sinni nálgun. Það er ekkert auðvelt, þó að við séum með sterkt og vel skipað lið, að koma í alla leiki á fullu gasi en það hafa þær alltaf gert. “ Ágúst Þór með sínu liðivísir/hulda „Það er stórt hrós til liðsins. Það eru auðvitað á sama tíma mörg önnur góð lið í deildinni. Haukarnir voru feikilega öflugar á móti okkur og áttu bara skilið að vinna en við höldum áfram og ætlum okkur að vera áfram á toppnum.“ Seinni leikur Vals og Malaga fer fram í N1-höllinni að Hlíðarenda í dag og hefst klukkan hálf fimm. Sæti í átta liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar bíður sigurliðsins. Valur Handbolti Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Fleiri fréttir Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Sjá meira
„Þetta leggst vel í mig. Andstæðingurinn er feyki öflugur en við gerðum jafntefli við þær á útivelli sem var kannski frekar óvænt en við ætlum að vera vel undirbúin, reyna að klára einvígið,“ segir Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals. „Þær eru í 2.sæti í deildinni í dag, eru með portúgalska landsliðsmenn bæði á miðjunni og vinstra megin, spænskan landsliðsmann á línunni og brasilíska örvhenta skyttu sem er í A-landsliðinu þar líka ásamt því að vera með tvær spænskar í viðbót. Hornamann og markmann sem eru fyrrverandi landsliðsmenn. Þetta er mjög reynslumikið lið sem við erum að mæta, mjög vel spilandi, gott lið sem spilar sterka 6-0 vörn og eru með góðar skyttur. Við þurfum bara að hitta á góðan dag. Með því að við séum á okkar besta degi og með góðan stuðning áhorfenda, getum við vel gert góða hluti.“ Frammistaða Vals í fyrri leiknum gefi góð fyrirheit þar sem að Hlíðarenda liðið var óheppið að fara ekki af hólmi með sigur. „Við leiddum meira og minna allan leikinn. Ég var mjög ánægður með úrslitin en eins og leikurinn þróaðist hefði ekkert verið óeðlilegt ef við hefðum unnið hann með tveimur til þremur mörkum. Við þurfum auðvitað að hitta á góðan leik, vera vel undirbúin sem og við verðum og ég vona virkilega að fólk fjölmenni á pallana. Þetta er frábært lið, gaman fyrir unga og efnilega handboltakrakka að koma og sjá þessa leikmenn. Ég vona að foreldrarnir drífi sig á völlinn, taki krakkana með og að við fáum hérna alvöru Evrópustemningu. Við tökum vonandi bara Spánverjana á taugum með fullt hús hérna og alvöru Evrópustemningu.“ Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari ValsVísir/Vilhelm Vissu að á einhverjum tímapunkti kæmi að tapleik Ótrúlegri sigurgöngu Vals hér heima, sem stóð yfir í 452 daga og taldi 40 leiki lauk á miðvikudaginn síðastliðinn gegn Haukum. „Þær voru bara mun betri en við. Það er ekkert til að skammast sín fyrir. Við vissum auðvitað að á einhverjum tímapunkti kæmi að þessu tapi, kannski var það bara ágætt til þess að ýta aðeins við okkur og koma okkur aðeins aftur upp á tær. Það breytir engu við mætum á fullu gasi á morgun. Það er ekkert auðvelt, þó að við séum með sterkt og vel skipað lið, að koma í alla leiki á fullu gasi en það hafa þær alltaf gert. Það er stórt hrós til liðsins. Faglegar í allri sinni nálgun Ekki á hverjum degi sem lið fer á slíka sigurgöngu. „Þetta er auðvitað einstakt, mjög stórt og þetta er ekkert auðvelt. Ég hef bara sagt það um leikmannahópinn hjá mér að þetta eru mjög reynslumiklir leikmenn í bland við mjög unga og efnilega. Þær eru mjög agaðar, vinnusamar og mjög faglegar í allri sinni nálgun. Það er ekkert auðvelt, þó að við séum með sterkt og vel skipað lið, að koma í alla leiki á fullu gasi en það hafa þær alltaf gert. “ Ágúst Þór með sínu liðivísir/hulda „Það er stórt hrós til liðsins. Það eru auðvitað á sama tíma mörg önnur góð lið í deildinni. Haukarnir voru feikilega öflugar á móti okkur og áttu bara skilið að vinna en við höldum áfram og ætlum okkur að vera áfram á toppnum.“ Seinni leikur Vals og Malaga fer fram í N1-höllinni að Hlíðarenda í dag og hefst klukkan hálf fimm. Sæti í átta liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar bíður sigurliðsins.
Valur Handbolti Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Fleiri fréttir Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn