Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. janúar 2025 11:33 Henry Birgir Gunnarsson ljómaði eftir að hafa keypt vindla af leikmanni kúbverska landsliðsins, Osmani Miniet. vísir/vilhelm Ef Grænhöfðaeyjar voru lítil fyrirstaða fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta ætti mótspyrnan frá Kúbu að vera enn minni. Liðin mætast í G-riðli heimsmeistaramótsins í kvöld. Kúba er með á HM í fyrsta sinn í sextán ár og fór ekki vel út úr fyrsta leik sínum á mótinu. Slóvenar tóku þá Kúbverja í kennslustund, 41-19. Vanmat er ein af höfuðsyndum íþróttanna og auðvitað á að bera virðingu fyrir hverju verkefni. En C-lið Íslands myndi sennilega vinna Kúbu. Íslendingar verða með fjögur stig eftir leikinn í kvöld. Eina spurningin er hversu stór sigurinn verður. Kúbumenn hafa átt góða handboltamenn í gegnum tíðina en þeir hafa flestir spilað fyrir önnur lönd. Við Íslendingar nutum auðvitað góðs af kröftum Róberts Julian Duranona og Jaliesky García, sælla minninga. Í fjölþjóða liði Katar eru tveir Kúbverjar og hafa verið lengi; Rafael Capote og Frankis Carol. Þá er línumaður portúgalska landsliðsins, Victor Iturriza, frá Kúbu. Leikmenn kúbverska liðsins eru lítt þekktir og ekki beint þekktar stærðir. Til marks um það er enginn í kúbverska hópnum með enska Wikipedia-síðu. Tveir í kúbverska liðinu eiga samherja í því íslenska. Maiko Vázquez leikur með Orra Frey Þorkelssyni hjá Sporting og Freddy Lafonton og Þorsteinn Leó Gunnarsson leika saman hjá Porto. Vázquez skoraði tvö mörk gegn Slóveníu en Lafonton var ekki á meðal markaskorara. Dariel Garcia í leiknum gegn Slóveníu.epa/ANTONIO BAT Dariel García, vinstri hornamaður Bidasoa á Spáni, var markahæstur Kúbverja gegn Slóvenum en hann skoraði fjögur mörk. Markahæsti leikmaðurinn í kúbverska liðinu er vinstri skyttan Frank Cordies sem leikur með Huesca á Spáni. Marksækinn markvörður og vinur hans Villa Sé rýnt í fjölda landsleikja og marka hjá leikmönnum Kúbu vekur athygli að markvörðurinn og fyrirliðinn Magnol Suárez hefur skorað sex mörk í 32 landsleikjum. Þessi marksækni markvörður varði hins vegar lítið gegn Slóveníu enda í afar erfiðri stöðu. Stærsta nafnið í leikmannahópi Kúbu er sennilega vinstri hornamaðurinn Hanser Rodríguez sem leikur með Vardar í Norður-Makedóníu. Hann gerði tvö mörk gegn Slóveníu. Síðan er það Osmani Miniet sem var sessunautur Vilhelms Gunnarssonar, ljósmyndara Vísis, í flugvélinni á leið frá Frankfurt til Zagreb þar sem G-riðilinn er leikinn. Miniet, sem er aðeins átján ára, fékk ekki peninga frá foreldrum sínum til að taka með sér. Hann dó þó ekki ráðalaus og hafði með sér öskju af kúbverskum vindlum eins og fjallað var um í HM í dag. Miniet kom ekkert við sögu gegn Slóveníu. Miniet er byrjaður að græða á vindlasölunni því okkar menn í Zagreb keyptu nokkur stykki af honum. Miniet er þó ekki eini Kúbverjinn sem stundar vindlaviðskipti meðfram handboltaiðkun því fleiri samherjar hans í landsliðinu mættu með vindla til að selja í Zagreb. Leikur Íslands og Kúbu hefst klukkan 19:30 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Leikurinn verður svo gerður ítarlega upp á Vísi. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Kúba Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Sjá meira
Kúba er með á HM í fyrsta sinn í sextán ár og fór ekki vel út úr fyrsta leik sínum á mótinu. Slóvenar tóku þá Kúbverja í kennslustund, 41-19. Vanmat er ein af höfuðsyndum íþróttanna og auðvitað á að bera virðingu fyrir hverju verkefni. En C-lið Íslands myndi sennilega vinna Kúbu. Íslendingar verða með fjögur stig eftir leikinn í kvöld. Eina spurningin er hversu stór sigurinn verður. Kúbumenn hafa átt góða handboltamenn í gegnum tíðina en þeir hafa flestir spilað fyrir önnur lönd. Við Íslendingar nutum auðvitað góðs af kröftum Róberts Julian Duranona og Jaliesky García, sælla minninga. Í fjölþjóða liði Katar eru tveir Kúbverjar og hafa verið lengi; Rafael Capote og Frankis Carol. Þá er línumaður portúgalska landsliðsins, Victor Iturriza, frá Kúbu. Leikmenn kúbverska liðsins eru lítt þekktir og ekki beint þekktar stærðir. Til marks um það er enginn í kúbverska hópnum með enska Wikipedia-síðu. Tveir í kúbverska liðinu eiga samherja í því íslenska. Maiko Vázquez leikur með Orra Frey Þorkelssyni hjá Sporting og Freddy Lafonton og Þorsteinn Leó Gunnarsson leika saman hjá Porto. Vázquez skoraði tvö mörk gegn Slóveníu en Lafonton var ekki á meðal markaskorara. Dariel Garcia í leiknum gegn Slóveníu.epa/ANTONIO BAT Dariel García, vinstri hornamaður Bidasoa á Spáni, var markahæstur Kúbverja gegn Slóvenum en hann skoraði fjögur mörk. Markahæsti leikmaðurinn í kúbverska liðinu er vinstri skyttan Frank Cordies sem leikur með Huesca á Spáni. Marksækinn markvörður og vinur hans Villa Sé rýnt í fjölda landsleikja og marka hjá leikmönnum Kúbu vekur athygli að markvörðurinn og fyrirliðinn Magnol Suárez hefur skorað sex mörk í 32 landsleikjum. Þessi marksækni markvörður varði hins vegar lítið gegn Slóveníu enda í afar erfiðri stöðu. Stærsta nafnið í leikmannahópi Kúbu er sennilega vinstri hornamaðurinn Hanser Rodríguez sem leikur með Vardar í Norður-Makedóníu. Hann gerði tvö mörk gegn Slóveníu. Síðan er það Osmani Miniet sem var sessunautur Vilhelms Gunnarssonar, ljósmyndara Vísis, í flugvélinni á leið frá Frankfurt til Zagreb þar sem G-riðilinn er leikinn. Miniet, sem er aðeins átján ára, fékk ekki peninga frá foreldrum sínum til að taka með sér. Hann dó þó ekki ráðalaus og hafði með sér öskju af kúbverskum vindlum eins og fjallað var um í HM í dag. Miniet kom ekkert við sögu gegn Slóveníu. Miniet er byrjaður að græða á vindlasölunni því okkar menn í Zagreb keyptu nokkur stykki af honum. Miniet er þó ekki eini Kúbverjinn sem stundar vindlaviðskipti meðfram handboltaiðkun því fleiri samherjar hans í landsliðinu mættu með vindla til að selja í Zagreb. Leikur Íslands og Kúbu hefst klukkan 19:30 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Leikurinn verður svo gerður ítarlega upp á Vísi.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Kúba Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Sjá meira