Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2025 14:02 Frá fundi öryggisráðs Ísrael í dag. AP/Koby Gideon Öryggisráð Ísrael hefur lagt til að ríkisstjórn og þing ríkisins samþykki vopnahléstillögu í átökum Ísraela við Hamas-samtökin á Gasaströndinni. Ríkisstjórnin tekur tillöguna næst fyrir og er vonast til þess að vopnahléið taki gildi á sunndag og yrði fyrstu gíslum Hamas sleppt þá. Itamar Ben Gvir, íhaldssamur þjóðaröryggisráðherra Ísrael, kallaði eftir því að samkomulaginu yrði hafnað af ríkisstjórninni. Vísaði hann til þess að Ísraelar myndu sleppa fjölda palestínskra fanga úr haldi vegna samkomulagsins. „Allir vita að þessir hryðjuverkamenn munu reyna að skaða okkur aftur, reyna að drepa aftur,“ sagði hann. Gvir viðurkenndi á dögunum að hafa ítrekað komið í veg fyrir samþykkt vopnahlés í fyrra með því að hóta því að slíta ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú. Í gær ítrekaði hann að hann myndi draga flokk sinn úr stjórnarsamstarfinu en fleiri flokkar hafa bæst við það og getur Gvir því ekki slitið stjórnarsamstarfinu einn síns liðs. Sjá einnig: Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Þess vegna hefur hann kallað eftir því að aðrir íhaldssamir meðlimir ríkisstjórnarinnar fari með honum. „Ég biðla til vina minna í Líkúd og Trúarlegum síonístum, þetta er ekki of seint. Við höfum enn ríkisstjórnarfundinn, við getum enn stöðvað þetta samkomulag. Gangið til liðs við mig, við getum stöðvað það,“ sagði Gvir í ávarpi, samkvæmt frétt Times of Israel. Frestuðu og flýttu svo fundi Til stóð að halda ríkisstjórnarfund um samkomulagið í gær en þeim fundi var frestað til laugardags vegna þess að Bezalel Smotrich, leiðtogi Trúarlegs síonístaflokks Ísrael, hótaði því að draga flokk sinn úr ríkisstjórninni. Smotrich hefur sagt að hann muni ekki veita samkomulaginu samþykkt sína en hann er sagður ætla að halda áfram í ríkisstjórn. Þrátt fyrir það er búist við því að samkomulagið verði samþykkt á ríkisstjórnarfundinum og var fundinum flýtt svo frelsun gísla Hamas myndi ekki tefjast, samkvæmt frétt Kan í Ísrael. Fram hefur komið að samkvæmt þessu þriggja fasa samkomulagi myndu Hamas-liðar sleppa fjölda gísla í skiptum fyrir það að Ísraelar sleppi Palestínumönnum úr fangelsi. Í fyrsta fasanum eiga Hamas-liðar að sleppa 33 gíslum yfir sex vikna tímabil og Ísraelar eiga að sleppa fimmtíu Palestínumönnum. Á meðan á fyrsta fasanum stendur eiga að fara fram frekari viðræður um að sleppa þeim 65 gíslum sem enn eru í haldi Hamas-liða en að minnsta kosti 36 þeirra eru taldir látnir. Sjá einnig: Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Verði samkomulagið samþykkt af ríkisstjórninni mun Hæstiréttur Ísrael þurfa að taka fyrir mótmæli gegn samkomulaginu en búist er við því að það muni ekki stranda þar. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Skrifstofa forsætisráðherra Ísraels, Benjamíns Netanjahú, segir nú að samkomulag sé í höfn við Hamas samtökin um lausn þeirra gísla sem enn eru í haldi samtakanna. 17. janúar 2025 06:47 Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Vopnahléið á Gasa mun hefjast á sunnudag þótt svo að viðsemjendur þurfi að hnýta í lausa enda á síðustu stundu. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi að samkomulagði stæðist og tæki gildi á sunnudag. 16. janúar 2025 21:26 Deila um ákvæði um fangaskipti Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur sakað leiðtoga Hamas-samtakanna um að skorast undan ákvæði um fangaskipti í vopnahléssamkomulagi sem samþykkt var í gær. Hann segist ekki ætla að boða til fundar öryggisráðs Ísrael þar sem greiða á atkvæði um samkomulagið fyrr en málið hafi verið leyst. 16. janúar 2025 09:25 Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Samningamenn Hamas-samtakanna eru sagðir hafa samþykkt drög að samkomulagi um vopnahlé á Gasaströndinni í skiptum fyrir það að fjölda gísla verði sleppt úr haldi samtakanna. Samkomulagið myndi koma á friði yfir nokkurra vikna tímabil. 14. janúar 2025 15:50 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Fleiri fréttir Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Sjá meira
Itamar Ben Gvir, íhaldssamur þjóðaröryggisráðherra Ísrael, kallaði eftir því að samkomulaginu yrði hafnað af ríkisstjórninni. Vísaði hann til þess að Ísraelar myndu sleppa fjölda palestínskra fanga úr haldi vegna samkomulagsins. „Allir vita að þessir hryðjuverkamenn munu reyna að skaða okkur aftur, reyna að drepa aftur,“ sagði hann. Gvir viðurkenndi á dögunum að hafa ítrekað komið í veg fyrir samþykkt vopnahlés í fyrra með því að hóta því að slíta ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú. Í gær ítrekaði hann að hann myndi draga flokk sinn úr stjórnarsamstarfinu en fleiri flokkar hafa bæst við það og getur Gvir því ekki slitið stjórnarsamstarfinu einn síns liðs. Sjá einnig: Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Þess vegna hefur hann kallað eftir því að aðrir íhaldssamir meðlimir ríkisstjórnarinnar fari með honum. „Ég biðla til vina minna í Líkúd og Trúarlegum síonístum, þetta er ekki of seint. Við höfum enn ríkisstjórnarfundinn, við getum enn stöðvað þetta samkomulag. Gangið til liðs við mig, við getum stöðvað það,“ sagði Gvir í ávarpi, samkvæmt frétt Times of Israel. Frestuðu og flýttu svo fundi Til stóð að halda ríkisstjórnarfund um samkomulagið í gær en þeim fundi var frestað til laugardags vegna þess að Bezalel Smotrich, leiðtogi Trúarlegs síonístaflokks Ísrael, hótaði því að draga flokk sinn úr ríkisstjórninni. Smotrich hefur sagt að hann muni ekki veita samkomulaginu samþykkt sína en hann er sagður ætla að halda áfram í ríkisstjórn. Þrátt fyrir það er búist við því að samkomulagið verði samþykkt á ríkisstjórnarfundinum og var fundinum flýtt svo frelsun gísla Hamas myndi ekki tefjast, samkvæmt frétt Kan í Ísrael. Fram hefur komið að samkvæmt þessu þriggja fasa samkomulagi myndu Hamas-liðar sleppa fjölda gísla í skiptum fyrir það að Ísraelar sleppi Palestínumönnum úr fangelsi. Í fyrsta fasanum eiga Hamas-liðar að sleppa 33 gíslum yfir sex vikna tímabil og Ísraelar eiga að sleppa fimmtíu Palestínumönnum. Á meðan á fyrsta fasanum stendur eiga að fara fram frekari viðræður um að sleppa þeim 65 gíslum sem enn eru í haldi Hamas-liða en að minnsta kosti 36 þeirra eru taldir látnir. Sjá einnig: Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Verði samkomulagið samþykkt af ríkisstjórninni mun Hæstiréttur Ísrael þurfa að taka fyrir mótmæli gegn samkomulaginu en búist er við því að það muni ekki stranda þar.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Skrifstofa forsætisráðherra Ísraels, Benjamíns Netanjahú, segir nú að samkomulag sé í höfn við Hamas samtökin um lausn þeirra gísla sem enn eru í haldi samtakanna. 17. janúar 2025 06:47 Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Vopnahléið á Gasa mun hefjast á sunnudag þótt svo að viðsemjendur þurfi að hnýta í lausa enda á síðustu stundu. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi að samkomulagði stæðist og tæki gildi á sunnudag. 16. janúar 2025 21:26 Deila um ákvæði um fangaskipti Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur sakað leiðtoga Hamas-samtakanna um að skorast undan ákvæði um fangaskipti í vopnahléssamkomulagi sem samþykkt var í gær. Hann segist ekki ætla að boða til fundar öryggisráðs Ísrael þar sem greiða á atkvæði um samkomulagið fyrr en málið hafi verið leyst. 16. janúar 2025 09:25 Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Samningamenn Hamas-samtakanna eru sagðir hafa samþykkt drög að samkomulagi um vopnahlé á Gasaströndinni í skiptum fyrir það að fjölda gísla verði sleppt úr haldi samtakanna. Samkomulagið myndi koma á friði yfir nokkurra vikna tímabil. 14. janúar 2025 15:50 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Fleiri fréttir Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Sjá meira
Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Skrifstofa forsætisráðherra Ísraels, Benjamíns Netanjahú, segir nú að samkomulag sé í höfn við Hamas samtökin um lausn þeirra gísla sem enn eru í haldi samtakanna. 17. janúar 2025 06:47
Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Vopnahléið á Gasa mun hefjast á sunnudag þótt svo að viðsemjendur þurfi að hnýta í lausa enda á síðustu stundu. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi að samkomulagði stæðist og tæki gildi á sunnudag. 16. janúar 2025 21:26
Deila um ákvæði um fangaskipti Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur sakað leiðtoga Hamas-samtakanna um að skorast undan ákvæði um fangaskipti í vopnahléssamkomulagi sem samþykkt var í gær. Hann segist ekki ætla að boða til fundar öryggisráðs Ísrael þar sem greiða á atkvæði um samkomulagið fyrr en málið hafi verið leyst. 16. janúar 2025 09:25
Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Samningamenn Hamas-samtakanna eru sagðir hafa samþykkt drög að samkomulagi um vopnahlé á Gasaströndinni í skiptum fyrir það að fjölda gísla verði sleppt úr haldi samtakanna. Samkomulagið myndi koma á friði yfir nokkurra vikna tímabil. 14. janúar 2025 15:50
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“