Níutíu Palestínumenn látnir lausir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. janúar 2025 06:40 Meðal þeirra sem látnir voru lausir úr Ofer fangelsinu var nokkur fjöldi ungs fólks. Getty/Anadolu/Issam Rimawi Ísraelsmenn hafa látið 90 Palestínumenn lausa í staðinn fyrir gíslana þrjá sem Hamas samtökin leystu úr haldi um helgina. Flestum palestínsku fanganna var sleppt úr Ofer-fangelsinu í Ramallah nú í morgunsárið. Þúsundir tóku á móti hinum frelsuðu, veifandi fánum Palestínu og Hamas. Meðal þeirra voru mæður, feður og vinir sem höfðu beðið í margar klukkustundir eftir að fangarnir yrðu látnir lausir. Virtist fólk láta sér það í léttu rúmi liggja þótt yfirvöld í Ísrael hefðu sagst ekki myndu líða fagnaðarlæti við lausn fanganna. „Ég er mjög glöð! Þökk sé guði að ég er laus. Þeir fóru afar illa með mig í fangelsinu. Það var hræðilegt,“ sagði Shatha Jarabaa, 24 ára, í samtali við Guardian. Hún var handtekinn vegna færslu á samfélagsmiðlum þar sem hún gagnrýndi hörku Ísraelsmanna á Gasa. Beðið eftir lausn fanganna.Getty/Anadolu/Issam Rimawi Faðir Jarabaa sagðist glaður en ekki of glaður. Dóttir hans hefði verið handtekin fyrir það eitt að tjá skoðanir sínar og sannleikurinn væri sá að þessa framgöngu Ísraelsmanna mætti ekki aðeins rekja til árása Hamas 7. október 2023, heldur hefðu þeir alltaf hegðað sér svona gagnvart Palestínumönnum. Annar faðir, Osama Shadeh, sagðist vera að bíða eftir sautján ára dóttur sinni. Hún hefði skotin í fótinn og handtekinn þar sem hún var að mótmæla því að verið væri að drepa börn á Gasa. Guardian hefur eftir heimildarmanni í Egyptalandi að um 260 flutningabifreiðar fullar af neyðargögnum og sextán eldsneytisflutningabifreiðar hefðu ekið inn á Gasa í gegnum Kerem Shalom landamærin. Þá hafa þúsundir íbúa Gasa á vergangi hafið heimför. „Við erum loksins heima. Það er ekkert heimili eftir, bara rústir, en þetta er heimilið okkar,“ sagði Rana Mohsen, 43 ára, í Jabalia. Talið er að um níu af hverjum tíu heimilum á Gasa séu rústir einar eftir árásir Ísraelsmanna, auk verslana, skóla, sjúkrahúsa og moska. Annar áfangi vopnahlésins sem Ísraelsmenn og Hamas hafa undirritað kveður á um lausn allar þeirra gísla sem enn eru á lífi gegn lausn fjölda palestínskra fanga. Þá munu Ísraelsmenn draga sig alfarið frá Gasa. Hvernig þessu verður háttað er þó óljóst og háð viðræðum sem hefjast eftir tvær vikur. Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Sjá meira
Þúsundir tóku á móti hinum frelsuðu, veifandi fánum Palestínu og Hamas. Meðal þeirra voru mæður, feður og vinir sem höfðu beðið í margar klukkustundir eftir að fangarnir yrðu látnir lausir. Virtist fólk láta sér það í léttu rúmi liggja þótt yfirvöld í Ísrael hefðu sagst ekki myndu líða fagnaðarlæti við lausn fanganna. „Ég er mjög glöð! Þökk sé guði að ég er laus. Þeir fóru afar illa með mig í fangelsinu. Það var hræðilegt,“ sagði Shatha Jarabaa, 24 ára, í samtali við Guardian. Hún var handtekinn vegna færslu á samfélagsmiðlum þar sem hún gagnrýndi hörku Ísraelsmanna á Gasa. Beðið eftir lausn fanganna.Getty/Anadolu/Issam Rimawi Faðir Jarabaa sagðist glaður en ekki of glaður. Dóttir hans hefði verið handtekin fyrir það eitt að tjá skoðanir sínar og sannleikurinn væri sá að þessa framgöngu Ísraelsmanna mætti ekki aðeins rekja til árása Hamas 7. október 2023, heldur hefðu þeir alltaf hegðað sér svona gagnvart Palestínumönnum. Annar faðir, Osama Shadeh, sagðist vera að bíða eftir sautján ára dóttur sinni. Hún hefði skotin í fótinn og handtekinn þar sem hún var að mótmæla því að verið væri að drepa börn á Gasa. Guardian hefur eftir heimildarmanni í Egyptalandi að um 260 flutningabifreiðar fullar af neyðargögnum og sextán eldsneytisflutningabifreiðar hefðu ekið inn á Gasa í gegnum Kerem Shalom landamærin. Þá hafa þúsundir íbúa Gasa á vergangi hafið heimför. „Við erum loksins heima. Það er ekkert heimili eftir, bara rústir, en þetta er heimilið okkar,“ sagði Rana Mohsen, 43 ára, í Jabalia. Talið er að um níu af hverjum tíu heimilum á Gasa séu rústir einar eftir árásir Ísraelsmanna, auk verslana, skóla, sjúkrahúsa og moska. Annar áfangi vopnahlésins sem Ísraelsmenn og Hamas hafa undirritað kveður á um lausn allar þeirra gísla sem enn eru á lífi gegn lausn fjölda palestínskra fanga. Þá munu Ísraelsmenn draga sig alfarið frá Gasa. Hvernig þessu verður háttað er þó óljóst og háð viðræðum sem hefjast eftir tvær vikur.
Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Sjá meira