Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Árni Sæberg skrifar 17. janúar 2025 11:41 Maðurinn hafði bensínbrúsa við höndina þegar hann hótaði að kveikja í fjölskyldu sinni. GEtty/Mint images Karlmaður hefur verið dæmdur til sextíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hóta að kveikja í sambýliskonu sinni og stjúpsyni í herbergi í Reykjanesbæ, þar sem hann geymdi bensínbrúsa. Fyrir dómi kvaðst hann hafa verið á slæmum stað andlega eftir að hafa flúið stríðsástand í heimalandi sínu. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp í gær, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir íkamsárás, hótanir og barnaverndarlagabrot, með því að hafa, mánudaginn 14. nóvember 2022, í herbergi á ótilgreindum stað í Reykjanesbæ, hótað sambýliskonu sinni og stjúpsyni sínum lífláti. Það hafi hann gert með því að segja að hann myndi ganga frá þeim og brenna þau, en hann hafi á þeim tímapunkti verið með bensínbrúsa í herberginu. Þá hafi maðurinn kastað glerflösku í sambýliskonuna, ýtt henni og slegið hana einu sinni með flötum lófa í andlitið, allt í viðurvist stjúpsonarins. Olli fjölskyldunni ótta um líf hennar Með háttsemi sinni hafi maðurinn misþyrmt stjúpsyninum andlega þannig að lífi hans og heilsu væri hætta búin, auk þess sem hann hafi beitt hann hótunum, ógnunum og vanvirðandi háttsemi og sýnt honum yfirgang og ruddalegt athæfi. Afleiðingar af háttsemi mannsins hafi verið þær að sambýliskonan hlaut bólgu og verki hægra megin í andliti, auk þess sem háttsemin hafi verið til þess fallin að valda sambýliskonunni og stjúpsyninum ótta um líf sitt, heilbrigði og velferð sína. Sagðist ekki hafa verið á góðum stað Maðurinn hafi mætt fyrir dóm og játað brot sín skýlaust samkvæmt ákæru og krafist vægustu refsingar sem lög leyfa og að hún yrði alfarið bunfin skilorði. Með skýlausri játningu mannsins fyrir dómi, sem samrýmist rannsóknargögnum máls, sé sannað að hann hafi gerst sekurum þá háttsemi sem honum er gefið að sök í ákæru og þar þyki rétt heimfærð til refsiákvæða. Hann hafi ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Fyrir dómi hafi hann gefið þá skýringu fyrir háttsemi sinni að á þeim tíma sem brotið var framið hafi hann nýlega flúið erfiðar aðstæður í heimalandi sökum stríðs ásamt því að glíma við áfengisvanda. Hann hafi kveðist ekki hafa verið á góðum stað en hafi nú snúið baki við dapurlegum kafla í sínu lífi og unnið að því að koma lífi sínu í réttan farveg og hann hafi kveðist iðrast gjörða sinna. Með vísan til þess væri refsing hans hæfilega ákveðin sextíu daga fangelsisvist, skilorðsbundin til tveggja ára. Þá var honum gert að greiða allan málskostnað alls 635 þúsund krónur. Heimilisofbeldi Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp í gær, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir íkamsárás, hótanir og barnaverndarlagabrot, með því að hafa, mánudaginn 14. nóvember 2022, í herbergi á ótilgreindum stað í Reykjanesbæ, hótað sambýliskonu sinni og stjúpsyni sínum lífláti. Það hafi hann gert með því að segja að hann myndi ganga frá þeim og brenna þau, en hann hafi á þeim tímapunkti verið með bensínbrúsa í herberginu. Þá hafi maðurinn kastað glerflösku í sambýliskonuna, ýtt henni og slegið hana einu sinni með flötum lófa í andlitið, allt í viðurvist stjúpsonarins. Olli fjölskyldunni ótta um líf hennar Með háttsemi sinni hafi maðurinn misþyrmt stjúpsyninum andlega þannig að lífi hans og heilsu væri hætta búin, auk þess sem hann hafi beitt hann hótunum, ógnunum og vanvirðandi háttsemi og sýnt honum yfirgang og ruddalegt athæfi. Afleiðingar af háttsemi mannsins hafi verið þær að sambýliskonan hlaut bólgu og verki hægra megin í andliti, auk þess sem háttsemin hafi verið til þess fallin að valda sambýliskonunni og stjúpsyninum ótta um líf sitt, heilbrigði og velferð sína. Sagðist ekki hafa verið á góðum stað Maðurinn hafi mætt fyrir dóm og játað brot sín skýlaust samkvæmt ákæru og krafist vægustu refsingar sem lög leyfa og að hún yrði alfarið bunfin skilorði. Með skýlausri játningu mannsins fyrir dómi, sem samrýmist rannsóknargögnum máls, sé sannað að hann hafi gerst sekurum þá háttsemi sem honum er gefið að sök í ákæru og þar þyki rétt heimfærð til refsiákvæða. Hann hafi ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Fyrir dómi hafi hann gefið þá skýringu fyrir háttsemi sinni að á þeim tíma sem brotið var framið hafi hann nýlega flúið erfiðar aðstæður í heimalandi sökum stríðs ásamt því að glíma við áfengisvanda. Hann hafi kveðist ekki hafa verið á góðum stað en hafi nú snúið baki við dapurlegum kafla í sínu lífi og unnið að því að koma lífi sínu í réttan farveg og hann hafi kveðist iðrast gjörða sinna. Með vísan til þess væri refsing hans hæfilega ákveðin sextíu daga fangelsisvist, skilorðsbundin til tveggja ára. Þá var honum gert að greiða allan málskostnað alls 635 þúsund krónur.
Heimilisofbeldi Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira