Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Árni Sæberg skrifar 17. janúar 2025 11:41 Maðurinn hafði bensínbrúsa við höndina þegar hann hótaði að kveikja í fjölskyldu sinni. GEtty/Mint images Karlmaður hefur verið dæmdur til sextíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hóta að kveikja í sambýliskonu sinni og stjúpsyni í herbergi í Reykjanesbæ, þar sem hann geymdi bensínbrúsa. Fyrir dómi kvaðst hann hafa verið á slæmum stað andlega eftir að hafa flúið stríðsástand í heimalandi sínu. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp í gær, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir íkamsárás, hótanir og barnaverndarlagabrot, með því að hafa, mánudaginn 14. nóvember 2022, í herbergi á ótilgreindum stað í Reykjanesbæ, hótað sambýliskonu sinni og stjúpsyni sínum lífláti. Það hafi hann gert með því að segja að hann myndi ganga frá þeim og brenna þau, en hann hafi á þeim tímapunkti verið með bensínbrúsa í herberginu. Þá hafi maðurinn kastað glerflösku í sambýliskonuna, ýtt henni og slegið hana einu sinni með flötum lófa í andlitið, allt í viðurvist stjúpsonarins. Olli fjölskyldunni ótta um líf hennar Með háttsemi sinni hafi maðurinn misþyrmt stjúpsyninum andlega þannig að lífi hans og heilsu væri hætta búin, auk þess sem hann hafi beitt hann hótunum, ógnunum og vanvirðandi háttsemi og sýnt honum yfirgang og ruddalegt athæfi. Afleiðingar af háttsemi mannsins hafi verið þær að sambýliskonan hlaut bólgu og verki hægra megin í andliti, auk þess sem háttsemin hafi verið til þess fallin að valda sambýliskonunni og stjúpsyninum ótta um líf sitt, heilbrigði og velferð sína. Sagðist ekki hafa verið á góðum stað Maðurinn hafi mætt fyrir dóm og játað brot sín skýlaust samkvæmt ákæru og krafist vægustu refsingar sem lög leyfa og að hún yrði alfarið bunfin skilorði. Með skýlausri játningu mannsins fyrir dómi, sem samrýmist rannsóknargögnum máls, sé sannað að hann hafi gerst sekurum þá háttsemi sem honum er gefið að sök í ákæru og þar þyki rétt heimfærð til refsiákvæða. Hann hafi ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Fyrir dómi hafi hann gefið þá skýringu fyrir háttsemi sinni að á þeim tíma sem brotið var framið hafi hann nýlega flúið erfiðar aðstæður í heimalandi sökum stríðs ásamt því að glíma við áfengisvanda. Hann hafi kveðist ekki hafa verið á góðum stað en hafi nú snúið baki við dapurlegum kafla í sínu lífi og unnið að því að koma lífi sínu í réttan farveg og hann hafi kveðist iðrast gjörða sinna. Með vísan til þess væri refsing hans hæfilega ákveðin sextíu daga fangelsisvist, skilorðsbundin til tveggja ára. Þá var honum gert að greiða allan málskostnað alls 635 þúsund krónur. Heimilisofbeldi Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp í gær, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir íkamsárás, hótanir og barnaverndarlagabrot, með því að hafa, mánudaginn 14. nóvember 2022, í herbergi á ótilgreindum stað í Reykjanesbæ, hótað sambýliskonu sinni og stjúpsyni sínum lífláti. Það hafi hann gert með því að segja að hann myndi ganga frá þeim og brenna þau, en hann hafi á þeim tímapunkti verið með bensínbrúsa í herberginu. Þá hafi maðurinn kastað glerflösku í sambýliskonuna, ýtt henni og slegið hana einu sinni með flötum lófa í andlitið, allt í viðurvist stjúpsonarins. Olli fjölskyldunni ótta um líf hennar Með háttsemi sinni hafi maðurinn misþyrmt stjúpsyninum andlega þannig að lífi hans og heilsu væri hætta búin, auk þess sem hann hafi beitt hann hótunum, ógnunum og vanvirðandi háttsemi og sýnt honum yfirgang og ruddalegt athæfi. Afleiðingar af háttsemi mannsins hafi verið þær að sambýliskonan hlaut bólgu og verki hægra megin í andliti, auk þess sem háttsemin hafi verið til þess fallin að valda sambýliskonunni og stjúpsyninum ótta um líf sitt, heilbrigði og velferð sína. Sagðist ekki hafa verið á góðum stað Maðurinn hafi mætt fyrir dóm og játað brot sín skýlaust samkvæmt ákæru og krafist vægustu refsingar sem lög leyfa og að hún yrði alfarið bunfin skilorði. Með skýlausri játningu mannsins fyrir dómi, sem samrýmist rannsóknargögnum máls, sé sannað að hann hafi gerst sekurum þá háttsemi sem honum er gefið að sök í ákæru og þar þyki rétt heimfærð til refsiákvæða. Hann hafi ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Fyrir dómi hafi hann gefið þá skýringu fyrir háttsemi sinni að á þeim tíma sem brotið var framið hafi hann nýlega flúið erfiðar aðstæður í heimalandi sökum stríðs ásamt því að glíma við áfengisvanda. Hann hafi kveðist ekki hafa verið á góðum stað en hafi nú snúið baki við dapurlegum kafla í sínu lífi og unnið að því að koma lífi sínu í réttan farveg og hann hafi kveðist iðrast gjörða sinna. Með vísan til þess væri refsing hans hæfilega ákveðin sextíu daga fangelsisvist, skilorðsbundin til tveggja ára. Þá var honum gert að greiða allan málskostnað alls 635 þúsund krónur.
Heimilisofbeldi Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira