Kannast ekki við að vera látinn Jakob Bjarnar skrifar 17. janúar 2025 11:15 Jakob R. Möller kannast ekki við að vera látinn. Eða, það væri þá sérstakt að hann væri í síma að spjalla við blaðamann Vísis og búinn að geispa golunni. Slíkt gerist bara á miðilsfundum. vísir/vilhelm Jakob R. Möller, einn kunnasti lögmaður landsins, var úrskurðaður látinn af vefmiðlinum Mannlíf. Þar var andlátsfregn af andláti Jakobs Þ. Möller úr Mogganum afrituð en mynd af Jakobi R sett við. Mörgum brá í brún. Vísi bárust þegar ábendingar þess efnis að Jakob væri sprelllifandi og það kom á daginn að svo var þegar Vísir hringdi í Jakob. „Nei, ég kannast ekki við að vera látinn. En við vorum bræðrasynir,“ segir Jakob sem nú syrgir frænda sinn sem var fjórum árum eldri en hann sjálfur. Andlátsfregn Mannlífs, sem vefmiðillinn sópaði upp úr Morgunblaðinu. En myndin er af Jakobi R. ekki Jakobi Þ. og varð ýmsum brugðið, þeim sem fara inn á Mannlífsvefinn. „Já, ég er allaveganna ekki dáinn. Það er frekar sjaldgæft að látnir menn tali við aðra í síma. Kannski á miðilsfundum. En Kobbi dó 14. þessa mánaðar.“ Jakob segir að þeir nafnar hafi verið miklir vinir alla tíð. „Þetta er í raun og veru þannig að það er eins og ég hafi misst eldri bróður minn. En þegar menn eru komnir á þennan aldur er við þessu að búast.“ Fyrir hefur komið að þeim hafi áður verið ruglað saman en Jakob sá sem lifandi er heitir Jakob Ragnar en frændi hans Jakob Þórir. Báðir eru þeir svo Möller. „Og til að gera þetta enn „auðveldara“ erum við báðir lögfræðingar.“ Andlátsfregn Morgunblaðsins en blaðið hefur haldið vel utan um andlátsfregnir og minningargreinar. Þetta eru því að einhverju leyti skiljanleg en meinleg mistök hjá Mannlífi sem hefur reyndar átt í stökustu vandræðum með að segja andlátsfréttir, sem Mannlíf vill greinilega standa í. Nýverið tapaði Reynir Traustason ritstjóri máli gegn Atla Þorsteinssyni sem vildi ekki una því að minningargrein sem hann hafði ritað um bróður sinn hafi verið endurbirt í Mannlíf. Þó þessi mistök hafi orðið til að ýmsum hafi verið brugðið við dvelur Jakob ekki við þetta. „Hann var 88 ára, fæddur 1936. Okkur er öllum útmældur einhver tími og við ráðum engu um það.“ Jakob segir að hann hafi farið á eftirlaun fyrir tíu árum og sé sestur í helgan stein. „Þetta eru kannski skiljanleg mistök. Ég veit ekki hvernig þetta gerist. En, já. Menn eiga að minnsta kosti að gá. Verð ég ekki að segja, eins og Mark Twain: Fréttir af andláti mínu eru stórlega ýktar.“ Fjölmiðlar Andlát Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Sjá meira
Vísi bárust þegar ábendingar þess efnis að Jakob væri sprelllifandi og það kom á daginn að svo var þegar Vísir hringdi í Jakob. „Nei, ég kannast ekki við að vera látinn. En við vorum bræðrasynir,“ segir Jakob sem nú syrgir frænda sinn sem var fjórum árum eldri en hann sjálfur. Andlátsfregn Mannlífs, sem vefmiðillinn sópaði upp úr Morgunblaðinu. En myndin er af Jakobi R. ekki Jakobi Þ. og varð ýmsum brugðið, þeim sem fara inn á Mannlífsvefinn. „Já, ég er allaveganna ekki dáinn. Það er frekar sjaldgæft að látnir menn tali við aðra í síma. Kannski á miðilsfundum. En Kobbi dó 14. þessa mánaðar.“ Jakob segir að þeir nafnar hafi verið miklir vinir alla tíð. „Þetta er í raun og veru þannig að það er eins og ég hafi misst eldri bróður minn. En þegar menn eru komnir á þennan aldur er við þessu að búast.“ Fyrir hefur komið að þeim hafi áður verið ruglað saman en Jakob sá sem lifandi er heitir Jakob Ragnar en frændi hans Jakob Þórir. Báðir eru þeir svo Möller. „Og til að gera þetta enn „auðveldara“ erum við báðir lögfræðingar.“ Andlátsfregn Morgunblaðsins en blaðið hefur haldið vel utan um andlátsfregnir og minningargreinar. Þetta eru því að einhverju leyti skiljanleg en meinleg mistök hjá Mannlífi sem hefur reyndar átt í stökustu vandræðum með að segja andlátsfréttir, sem Mannlíf vill greinilega standa í. Nýverið tapaði Reynir Traustason ritstjóri máli gegn Atla Þorsteinssyni sem vildi ekki una því að minningargrein sem hann hafði ritað um bróður sinn hafi verið endurbirt í Mannlíf. Þó þessi mistök hafi orðið til að ýmsum hafi verið brugðið við dvelur Jakob ekki við þetta. „Hann var 88 ára, fæddur 1936. Okkur er öllum útmældur einhver tími og við ráðum engu um það.“ Jakob segir að hann hafi farið á eftirlaun fyrir tíu árum og sé sestur í helgan stein. „Þetta eru kannski skiljanleg mistök. Ég veit ekki hvernig þetta gerist. En, já. Menn eiga að minnsta kosti að gá. Verð ég ekki að segja, eins og Mark Twain: Fréttir af andláti mínu eru stórlega ýktar.“
Fjölmiðlar Andlát Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Sjá meira