Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. janúar 2025 09:57 Gagnrýnendur frumvarpsins hafa einnig bent á að það sé ekki gott að stuðla að því að fólk gangi síður í lögformlegt hjónaband og fari þannig á mis við ákveðin réttindi. Getty Sérfræðingar segja nýtt frumvarp um bann gegn hjónböndum systkinabarna bæði óframfylgjanlegt og til þess fallið að skapa sundrung í samfélaginu. Richard Holden, þingmaður Íhaldsflokksins fyrir Basildon og Billericay, er flutningsmaður frumvarpsins en hann segir hjónabönd systkinabarna ógn við heilsu, frelsi og samfélagið í heild. Líkt og fjallað er um á Vísindavef Háskóla Íslands eykur skyldleikaæxlun líkurnar á að barn erfi sjaldgæfar víkjandi stökkbreytingar sem finna má hjá báðum foreldrum. Þetta getur leitt til sjúkdóma á borð við dreyrasýki, slímseigjusjúkdóms og ýmissa vöðvarýrnunar- og hrörnunarsjúkdóma. Umfangsmikil rannsókn á heilsufari íbúa í Bradford í Vestur-Jórvíkurskíri, Born in Bradford, leiddi í ljós að sex af hverjum 100 börnum sem fæddust systkinabörnum hefðu erft víkjandi stökkbreytingu eða erfðagalla. Hjónaböndum systkinabarna hefur fækkað verulega en þau eru algengust meðal múslima. Talsmaður Ahmadiyya Muslim Community UK, sem um 30 þúsund múslimar tilheyra, segir bann myndu grafa undan réttindum hópsins og kynda undir fordóma. Hjónabönd innan fjölskyldna væru oft til þess gerð að stykja fjölskylduna og ýta undir stöðugleika og samheldni. Sérfræðingar, til að mynda prófessorinn Neil Small, sem er einn höfunda Born in Bradford, eru einnig á móti banninu. Small segir hjónabönd systkinabarna vissulega ýta undir hættuna á ungbarnadauða og veikindum en önnur ráð séu til en bann. Small og fleiri hafa stungið upp á því að auka fræðslu og að aðgengi að erfðaprófum verði aukið, til að hjálpa fólki að taka upplýstar ákvarðanir. Önnur umræða um frumvarpið fer fram í dag. Guardian fjallar um málið. Bretland Trúmál Heilbrigðismál Fjölskyldumál Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira
Richard Holden, þingmaður Íhaldsflokksins fyrir Basildon og Billericay, er flutningsmaður frumvarpsins en hann segir hjónabönd systkinabarna ógn við heilsu, frelsi og samfélagið í heild. Líkt og fjallað er um á Vísindavef Háskóla Íslands eykur skyldleikaæxlun líkurnar á að barn erfi sjaldgæfar víkjandi stökkbreytingar sem finna má hjá báðum foreldrum. Þetta getur leitt til sjúkdóma á borð við dreyrasýki, slímseigjusjúkdóms og ýmissa vöðvarýrnunar- og hrörnunarsjúkdóma. Umfangsmikil rannsókn á heilsufari íbúa í Bradford í Vestur-Jórvíkurskíri, Born in Bradford, leiddi í ljós að sex af hverjum 100 börnum sem fæddust systkinabörnum hefðu erft víkjandi stökkbreytingu eða erfðagalla. Hjónaböndum systkinabarna hefur fækkað verulega en þau eru algengust meðal múslima. Talsmaður Ahmadiyya Muslim Community UK, sem um 30 þúsund múslimar tilheyra, segir bann myndu grafa undan réttindum hópsins og kynda undir fordóma. Hjónabönd innan fjölskyldna væru oft til þess gerð að stykja fjölskylduna og ýta undir stöðugleika og samheldni. Sérfræðingar, til að mynda prófessorinn Neil Small, sem er einn höfunda Born in Bradford, eru einnig á móti banninu. Small segir hjónabönd systkinabarna vissulega ýta undir hættuna á ungbarnadauða og veikindum en önnur ráð séu til en bann. Small og fleiri hafa stungið upp á því að auka fræðslu og að aðgengi að erfðaprófum verði aukið, til að hjálpa fólki að taka upplýstar ákvarðanir. Önnur umræða um frumvarpið fer fram í dag. Guardian fjallar um málið.
Bretland Trúmál Heilbrigðismál Fjölskyldumál Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira