Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar 17. janúar 2025 07:30 Alþjóðastofnanir mæla með skimunum fyrir brjóstakrabbameinum hjá konum. Á Íslandi stendur hún konum á aldursbilinu 40 – 74 ára til boða. Regluleg þátttaka kvenna í brjóstaskimunum getur lækkað dánartíðni þeirra af völdum brjóstakrabbameina um allt að 40%. Með skimun er hægt að greina meinin snemma, áður en þau valda einkennum. Það getur gert mögulegt að beita minna íþyngjandi meðferð með minni aukaverkunum, minni skerðingu á lífsgæðum og auknum möguleikum á endurkomu til vinnu, svo eitthvað sé nefnt. Mein sem greinast svo snemma, í skimun, eru líka ólíklegri til að taka sig upp en þau mein sem greinast utan skimunar. Mikið vantar upp á að þátttaka kvenna í brjóstaskimunum hér á landi sé nægilega góð. Á árinu 2023 var hún ekki nema 56% meðan alþjóðleg viðmið kveða á um a.m.k. 75%. Ástæðan er ekki sú að konur vilji ekki nýta sér skimunina heldur miklu frekar sú að konum er ekki gert nægilega auðvelt að taka þátt. Komugjald kom í veg fyrir þátttöku hjá ákveðnum hópi kvenna þar til í október sl. þegar það var lækkað niður í 500 krónur. Krabbameinsfélagið og Íslandsbanki hafa nú tekið höndum saman um að ryðja úr vegi stærstu hindruninni sem eftir stendur. Með kaupum á nýju bókunarkerfi fyrir Brjóstamiðstöð Landspítala, sérhæfðri, stafrænni lausn, verður hægt að senda konum bókun með boði í skimun. Bókuninni geta þær svo sjálfar breytt rafrænt, með auðveldum hætti. Við vitum að þetta mun auka þátttöku kvenna í brjóstaskimunum. Krabbameinsfélagið styður verkefnið með Íslandsbanka sem aðalstyrktaraðila en leitar eftir stuðningi fleiri fyrirtækja. Íslandsbanki leggur krónu á móti hverri krónu sem safnast. Málefnið varðar okkur öll. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein hjá konum. Að meðaltali greinast 266 konur á hverju ári. Konurnar eru tiltölulega ungar, meðalaldurinn er ekki nema 61 ár. Margar eru í blóma lífsins, konur sem hafa stóru hlutverki að gegna í samfélaginu, hvort sem er á vinnumarkaði eða meðal fjölskyldu og vina. Þrátt fyrir miklar framfarir í meðferð missum við á hverju ári að meðaltali 50 konur úr brjóstakrabbameini og því miður þarf fjöldi annarra að takast á við miklar aukaverkanir og lífsgæðaskerðingu vegna sjúkdómsins og meðferðarinnar. Framtíðarsýn Krabbameinsfélagsins er að færri fái krabbamein, fleiri lifi af og lifi sem bestu lífi í kjölfar krabbameins. Við viljum lengri tíma fyrir fleiri, góðan tíma. Með stefnu Krabbameinsfélagsins til ársins 2030 setti félagið sér það markmið að bæta árangur varðandi krabbamein þannig að 80% fólks sem fær krabbamein sé á lífi fimm árum síðar. Til að það náist þarf margt að koma til, meðal annars að krabbamein greinist snemma sem við viljum að verði raunin í þremur af hverjum fjórum tilvikum. Það eykur batahorfur og gerir minna íþyngjandi meðferð mögulega. Stóraukin þátttaka í skimunum er einn liður í að þetta markmið náist. Konur á Íslandi vilja hugsa vel um heilsuna. Regluleg þátttaka í krabbameinsskimunum er hluti þess. Enginn getur verið öruggur um að fá ekki krabbamein og brjóstaskimun veitir því miður ekki tryggingu gegn því. Því vill félagið líka ítreka nauðsyn þess að konur þreifi brjóst sín reglulega. Saman getum við bjargað mannslífum. Við treystum á ykkar stuðning, því lífið liggur við. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Skimun fyrir krabbameini Krabbamein Mest lesið Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Sjá meira
Alþjóðastofnanir mæla með skimunum fyrir brjóstakrabbameinum hjá konum. Á Íslandi stendur hún konum á aldursbilinu 40 – 74 ára til boða. Regluleg þátttaka kvenna í brjóstaskimunum getur lækkað dánartíðni þeirra af völdum brjóstakrabbameina um allt að 40%. Með skimun er hægt að greina meinin snemma, áður en þau valda einkennum. Það getur gert mögulegt að beita minna íþyngjandi meðferð með minni aukaverkunum, minni skerðingu á lífsgæðum og auknum möguleikum á endurkomu til vinnu, svo eitthvað sé nefnt. Mein sem greinast svo snemma, í skimun, eru líka ólíklegri til að taka sig upp en þau mein sem greinast utan skimunar. Mikið vantar upp á að þátttaka kvenna í brjóstaskimunum hér á landi sé nægilega góð. Á árinu 2023 var hún ekki nema 56% meðan alþjóðleg viðmið kveða á um a.m.k. 75%. Ástæðan er ekki sú að konur vilji ekki nýta sér skimunina heldur miklu frekar sú að konum er ekki gert nægilega auðvelt að taka þátt. Komugjald kom í veg fyrir þátttöku hjá ákveðnum hópi kvenna þar til í október sl. þegar það var lækkað niður í 500 krónur. Krabbameinsfélagið og Íslandsbanki hafa nú tekið höndum saman um að ryðja úr vegi stærstu hindruninni sem eftir stendur. Með kaupum á nýju bókunarkerfi fyrir Brjóstamiðstöð Landspítala, sérhæfðri, stafrænni lausn, verður hægt að senda konum bókun með boði í skimun. Bókuninni geta þær svo sjálfar breytt rafrænt, með auðveldum hætti. Við vitum að þetta mun auka þátttöku kvenna í brjóstaskimunum. Krabbameinsfélagið styður verkefnið með Íslandsbanka sem aðalstyrktaraðila en leitar eftir stuðningi fleiri fyrirtækja. Íslandsbanki leggur krónu á móti hverri krónu sem safnast. Málefnið varðar okkur öll. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein hjá konum. Að meðaltali greinast 266 konur á hverju ári. Konurnar eru tiltölulega ungar, meðalaldurinn er ekki nema 61 ár. Margar eru í blóma lífsins, konur sem hafa stóru hlutverki að gegna í samfélaginu, hvort sem er á vinnumarkaði eða meðal fjölskyldu og vina. Þrátt fyrir miklar framfarir í meðferð missum við á hverju ári að meðaltali 50 konur úr brjóstakrabbameini og því miður þarf fjöldi annarra að takast á við miklar aukaverkanir og lífsgæðaskerðingu vegna sjúkdómsins og meðferðarinnar. Framtíðarsýn Krabbameinsfélagsins er að færri fái krabbamein, fleiri lifi af og lifi sem bestu lífi í kjölfar krabbameins. Við viljum lengri tíma fyrir fleiri, góðan tíma. Með stefnu Krabbameinsfélagsins til ársins 2030 setti félagið sér það markmið að bæta árangur varðandi krabbamein þannig að 80% fólks sem fær krabbamein sé á lífi fimm árum síðar. Til að það náist þarf margt að koma til, meðal annars að krabbamein greinist snemma sem við viljum að verði raunin í þremur af hverjum fjórum tilvikum. Það eykur batahorfur og gerir minna íþyngjandi meðferð mögulega. Stóraukin þátttaka í skimunum er einn liður í að þetta markmið náist. Konur á Íslandi vilja hugsa vel um heilsuna. Regluleg þátttaka í krabbameinsskimunum er hluti þess. Enginn getur verið öruggur um að fá ekki krabbamein og brjóstaskimun veitir því miður ekki tryggingu gegn því. Því vill félagið líka ítreka nauðsyn þess að konur þreifi brjóst sín reglulega. Saman getum við bjargað mannslífum. Við treystum á ykkar stuðning, því lífið liggur við. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun