Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar 17. janúar 2025 07:30 Alþjóðastofnanir mæla með skimunum fyrir brjóstakrabbameinum hjá konum. Á Íslandi stendur hún konum á aldursbilinu 40 – 74 ára til boða. Regluleg þátttaka kvenna í brjóstaskimunum getur lækkað dánartíðni þeirra af völdum brjóstakrabbameina um allt að 40%. Með skimun er hægt að greina meinin snemma, áður en þau valda einkennum. Það getur gert mögulegt að beita minna íþyngjandi meðferð með minni aukaverkunum, minni skerðingu á lífsgæðum og auknum möguleikum á endurkomu til vinnu, svo eitthvað sé nefnt. Mein sem greinast svo snemma, í skimun, eru líka ólíklegri til að taka sig upp en þau mein sem greinast utan skimunar. Mikið vantar upp á að þátttaka kvenna í brjóstaskimunum hér á landi sé nægilega góð. Á árinu 2023 var hún ekki nema 56% meðan alþjóðleg viðmið kveða á um a.m.k. 75%. Ástæðan er ekki sú að konur vilji ekki nýta sér skimunina heldur miklu frekar sú að konum er ekki gert nægilega auðvelt að taka þátt. Komugjald kom í veg fyrir þátttöku hjá ákveðnum hópi kvenna þar til í október sl. þegar það var lækkað niður í 500 krónur. Krabbameinsfélagið og Íslandsbanki hafa nú tekið höndum saman um að ryðja úr vegi stærstu hindruninni sem eftir stendur. Með kaupum á nýju bókunarkerfi fyrir Brjóstamiðstöð Landspítala, sérhæfðri, stafrænni lausn, verður hægt að senda konum bókun með boði í skimun. Bókuninni geta þær svo sjálfar breytt rafrænt, með auðveldum hætti. Við vitum að þetta mun auka þátttöku kvenna í brjóstaskimunum. Krabbameinsfélagið styður verkefnið með Íslandsbanka sem aðalstyrktaraðila en leitar eftir stuðningi fleiri fyrirtækja. Íslandsbanki leggur krónu á móti hverri krónu sem safnast. Málefnið varðar okkur öll. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein hjá konum. Að meðaltali greinast 266 konur á hverju ári. Konurnar eru tiltölulega ungar, meðalaldurinn er ekki nema 61 ár. Margar eru í blóma lífsins, konur sem hafa stóru hlutverki að gegna í samfélaginu, hvort sem er á vinnumarkaði eða meðal fjölskyldu og vina. Þrátt fyrir miklar framfarir í meðferð missum við á hverju ári að meðaltali 50 konur úr brjóstakrabbameini og því miður þarf fjöldi annarra að takast á við miklar aukaverkanir og lífsgæðaskerðingu vegna sjúkdómsins og meðferðarinnar. Framtíðarsýn Krabbameinsfélagsins er að færri fái krabbamein, fleiri lifi af og lifi sem bestu lífi í kjölfar krabbameins. Við viljum lengri tíma fyrir fleiri, góðan tíma. Með stefnu Krabbameinsfélagsins til ársins 2030 setti félagið sér það markmið að bæta árangur varðandi krabbamein þannig að 80% fólks sem fær krabbamein sé á lífi fimm árum síðar. Til að það náist þarf margt að koma til, meðal annars að krabbamein greinist snemma sem við viljum að verði raunin í þremur af hverjum fjórum tilvikum. Það eykur batahorfur og gerir minna íþyngjandi meðferð mögulega. Stóraukin þátttaka í skimunum er einn liður í að þetta markmið náist. Konur á Íslandi vilja hugsa vel um heilsuna. Regluleg þátttaka í krabbameinsskimunum er hluti þess. Enginn getur verið öruggur um að fá ekki krabbamein og brjóstaskimun veitir því miður ekki tryggingu gegn því. Því vill félagið líka ítreka nauðsyn þess að konur þreifi brjóst sín reglulega. Saman getum við bjargað mannslífum. Við treystum á ykkar stuðning, því lífið liggur við. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Skimun fyrir krabbameini Krabbamein Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Alþjóðastofnanir mæla með skimunum fyrir brjóstakrabbameinum hjá konum. Á Íslandi stendur hún konum á aldursbilinu 40 – 74 ára til boða. Regluleg þátttaka kvenna í brjóstaskimunum getur lækkað dánartíðni þeirra af völdum brjóstakrabbameina um allt að 40%. Með skimun er hægt að greina meinin snemma, áður en þau valda einkennum. Það getur gert mögulegt að beita minna íþyngjandi meðferð með minni aukaverkunum, minni skerðingu á lífsgæðum og auknum möguleikum á endurkomu til vinnu, svo eitthvað sé nefnt. Mein sem greinast svo snemma, í skimun, eru líka ólíklegri til að taka sig upp en þau mein sem greinast utan skimunar. Mikið vantar upp á að þátttaka kvenna í brjóstaskimunum hér á landi sé nægilega góð. Á árinu 2023 var hún ekki nema 56% meðan alþjóðleg viðmið kveða á um a.m.k. 75%. Ástæðan er ekki sú að konur vilji ekki nýta sér skimunina heldur miklu frekar sú að konum er ekki gert nægilega auðvelt að taka þátt. Komugjald kom í veg fyrir þátttöku hjá ákveðnum hópi kvenna þar til í október sl. þegar það var lækkað niður í 500 krónur. Krabbameinsfélagið og Íslandsbanki hafa nú tekið höndum saman um að ryðja úr vegi stærstu hindruninni sem eftir stendur. Með kaupum á nýju bókunarkerfi fyrir Brjóstamiðstöð Landspítala, sérhæfðri, stafrænni lausn, verður hægt að senda konum bókun með boði í skimun. Bókuninni geta þær svo sjálfar breytt rafrænt, með auðveldum hætti. Við vitum að þetta mun auka þátttöku kvenna í brjóstaskimunum. Krabbameinsfélagið styður verkefnið með Íslandsbanka sem aðalstyrktaraðila en leitar eftir stuðningi fleiri fyrirtækja. Íslandsbanki leggur krónu á móti hverri krónu sem safnast. Málefnið varðar okkur öll. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein hjá konum. Að meðaltali greinast 266 konur á hverju ári. Konurnar eru tiltölulega ungar, meðalaldurinn er ekki nema 61 ár. Margar eru í blóma lífsins, konur sem hafa stóru hlutverki að gegna í samfélaginu, hvort sem er á vinnumarkaði eða meðal fjölskyldu og vina. Þrátt fyrir miklar framfarir í meðferð missum við á hverju ári að meðaltali 50 konur úr brjóstakrabbameini og því miður þarf fjöldi annarra að takast á við miklar aukaverkanir og lífsgæðaskerðingu vegna sjúkdómsins og meðferðarinnar. Framtíðarsýn Krabbameinsfélagsins er að færri fái krabbamein, fleiri lifi af og lifi sem bestu lífi í kjölfar krabbameins. Við viljum lengri tíma fyrir fleiri, góðan tíma. Með stefnu Krabbameinsfélagsins til ársins 2030 setti félagið sér það markmið að bæta árangur varðandi krabbamein þannig að 80% fólks sem fær krabbamein sé á lífi fimm árum síðar. Til að það náist þarf margt að koma til, meðal annars að krabbamein greinist snemma sem við viljum að verði raunin í þremur af hverjum fjórum tilvikum. Það eykur batahorfur og gerir minna íþyngjandi meðferð mögulega. Stóraukin þátttaka í skimunum er einn liður í að þetta markmið náist. Konur á Íslandi vilja hugsa vel um heilsuna. Regluleg þátttaka í krabbameinsskimunum er hluti þess. Enginn getur verið öruggur um að fá ekki krabbamein og brjóstaskimun veitir því miður ekki tryggingu gegn því. Því vill félagið líka ítreka nauðsyn þess að konur þreifi brjóst sín reglulega. Saman getum við bjargað mannslífum. Við treystum á ykkar stuðning, því lífið liggur við. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun