Handbolti

Aron ekki skráður inn á HM

Aron Guðmundsson skrifar
Aron Pálmarsson er að glíma við smávægileg meiðsli en vonir standa til að hann geti hjálpað íslenska landsliðinu í milliriðlum HM 
Aron Pálmarsson er að glíma við smávægileg meiðsli en vonir standa til að hann geti hjálpað íslenska landsliðinu í milliriðlum HM  Getty/Tom Weller

Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta hefur valið 17 manna hóp fyrir komandi Heimsmeistaramót. Ísland leikur fyrsta leik sinn á mótinu í kvöld gegn Grænhöfðaeyjum. Aron Pálmarsson er ekki skráður inn í mótið en hægt er að bæta honum við leikmannahópinn seinna meir.

Aron hefur verið að glíma við meiðsli í aðdraganda mótsins og er ljóst að hann getur ekki spilað með Íslandi í leikjum liðsins í riðlakeppninni. Vonir standa hins vegar til að hann geti lagt sín lóð á vogaskálarnar í milliriðlum komist liðið þangað sem verður að teljast ansi líklegt. 

Leyfilegt að bæta aukaleikmanni inn í leikmannahópinn hvenær sem er á meðan á mótinu stendur. Einnig eru 5 skiptingar leyfðar á meðan móti stendur.

Leikmannahópur Íslands á HM er eftirfarandi: 

Markverðir:

Björgvin Páll Gústavsson

Viktor Gísli Hallgrímsson

Aðrir leikmenn:

Bjarki Már Elísson

Einar Þorsteinn Ólafsson

Elliði Snær Viðarsson

Elvar Örn Jónsson

Gísli Þorgeir Kristjánsson

Haukur Þrastarson

Janus Daði Smárason

Orri Freyr Þorkelsson

Óðinn Þór Ríkharðsson

Sigvaldi Björn Guðjónsson

Sveinn Jóhannsson

Teitur Örn Einarsson

Viggó Kristjánsson

Ýmir Örn Gíslason

Þorsteinn Leó Gunnarsson


Tengdar fréttir

Bein útsending frá HR stofunni: Spálíkan kynnt og rætt við Patrek og Arnar

Háskólinn í Reykjavík hitar upp fyrir heimsmeistaramótið í handbolta í HR stofunni, í tilefni þess að íslenska karlalandsliðið leikur sinn fyrsta leik á mótinu í dag. Gestir HR stofunnar eru Patrekur Jóhannesson og Arnar Pétursson og þá kynnir Dr. Peter O‘Donoghue, prófessor við íþróttafræðideild HR, spálíkan sem hann hefur gert fyrir mótið.

Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum

Kristján Andrésson, fyrrum landsliðsmaður Íslands og landsliðsþjálfari Svíþjóðar frá 2016 til 2020, telur að strákarnir okkar fari í undanúrslit á HM í handbolta. Ísland hefur leik gegn Grænhöfðaeyjum í Zagreb í dag.

HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana

Ljóst er að fjölmargir stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta hafa sett stefnuna til Zagreb í Króatíu, vegna HM, en þó er ekki búist við að margir verði á fyrsta leiknum, við Grænhöfðaeyjar í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×