Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Lovísa Arnardóttir skrifar 15. janúar 2025 20:46 Benedikta og Katrín fóru yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Stöð 2 Hátt í fimm þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að stöðva leyfisveitingu til sjókvíaeldis á Seyðisfirði. Formaður félagasamtaka sem stendur fyrir söfnuninni segist vonast til þess að landsmenn skrifi undir og félagið fái umboð til að sýna stjórnvöldum að framkvæmdin fari gegn vilja landsmanna. Þann 12. desember gaf Matvælastofnun út tillögu að rekstrarleyfi Kaldvíkur hf til fiskeldis í Seyðisfirði. Frestur til að skila inn athugasemdum við tillöguna er til 20. janúar næstkomandi. Í ljósi þessa setti VÁ - félag um vernd fjarðar, af stað undirskriftasöfnun þar sem biðlað er til nýrrar ríkisstjórnar um að stöðva áformin. Benedikta Guðrún Svavarsdóttir fer fyrir félaginu. Hún ræddi málið, ásamt Katrínu Oddsdóttur lögmanni, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Benedikta segir íbúa í Seyðisfirði hafa barist fyrir gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði í fjögur ár. Hún segir samtökin koma fram fyrir meirihluta íbúa bæjarins. Þau hafi tekið þátt í öllu samráði sem þeim hefur staðið til boða að taka þátt í en það hafi ekki dugað. Ekki hafi verið hlustað á þau. „Svo er þetta bara náttúra og lífríki Íslands sem er undir og okkur ber að vernda, en ekki afhenda á silfurfati til aðila sem vilja eyðileggja hana og græða heilmikla fjármuni á henni.“ Katrín Oddsdóttir lögmaður segir það skipta sig miklu máli að koma í veg fyrir að þessi framkvæmd verði að raunveruleika. „Ég elska Seyðisfjörð og held að það skipti verulega miklu máli að fólk fái að taka ákvarðanir um sitt nærumhverfi sjálft. Ég held það sé ekkert hægt að segja fólkinu á Seyðisfirði að það eigi að fá sjókvíaeldi, hvort sem það vill það ekki ekki. Það er fráleitt.“ Stjórnsýslan gölluð Katrín segist hafa kynnt sér þennan málaflott ítarlega síðastliðið ár og segir stjórnsýsluna í kringum málaflokkinn mjög gallaða. Fyrir vikið skili hún gölluðum niðurstöðum, gölluðum leyfum og ólögmætum framkvæmdum. „Það gengur ekki að hafa það þannig lengur,“ segir hún og að hún vonist til þess að það verði hægt að breyta henni. Umsagnarfrestur vegna framkvæmdarinnar rennur út næsta mánudag. Katrín segir að í fyrra hafi hún látið reyna á nokkuð mál hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála og í kjölfarið einhver leyfi frá MAST ógild. „Það er ekki þannig að þetta er fullkomin stjórnsýsla og við þurfum bara að treysta þessum stofnunum. Því miður,“ segir hún og að það hafi til dæmis verið erfitt að nálgast gögn um sjókvíaeldi. Benedikta segist þó bjartsýn á framhaldið, þó svo að málið sé komið í þetta ferli. Hún bendir á að fyrir kosningar hafi fulltrúar frá öllum flokkum sem nú sitja í ríkisstjórn, á fundi Landverndar, að þau myndu vilja stöðva þessa leyfisveitingu. „Nú erum við því komin með þessa undirskriftasöfnun í gang og við viljum fá umboð landsmanna til að fara með það mál áfram og þá veit ég að þau geta gert það sem er rétt í þessu máli,“ segir Benedikta að lokum. Múlaþing Sjókvíaeldi Fiskeldi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Formaður VÁ, Félags um verndun fjarðar, segir tillögu MAST að rekstrarleyfi Kaldvíkur til fiskeldis í Seyðisfirði vera áfall fyrir alla sem hafa barist gegn áformunum. Hún segir þennan tímapunkt einstaklega vondan fyrir tillöguna, nú sé starfsstjórn og korter í jól. Hún kveðst handviss um að landsmenn standi með Seyðfirðingum. 13. desember 2024 13:07 Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Hámark lífmassa af frjóum laxi má vera allt að 6.500 tonn. Tillagan byggir á matsskýrslu frá árinu 2020 um 10.000 tonna laxeldi í Seyðisfirði. 13. desember 2024 09:42 Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Ný könnun leiðir í ljós að mikill meirihluti spurðra er andvígur fyrirhuguðu 10 þúsund tonna laxeldi í opnum sjókvíum í Seyðisfirði. 22. nóvember 2024 15:06 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Þann 12. desember gaf Matvælastofnun út tillögu að rekstrarleyfi Kaldvíkur hf til fiskeldis í Seyðisfirði. Frestur til að skila inn athugasemdum við tillöguna er til 20. janúar næstkomandi. Í ljósi þessa setti VÁ - félag um vernd fjarðar, af stað undirskriftasöfnun þar sem biðlað er til nýrrar ríkisstjórnar um að stöðva áformin. Benedikta Guðrún Svavarsdóttir fer fyrir félaginu. Hún ræddi málið, ásamt Katrínu Oddsdóttur lögmanni, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Benedikta segir íbúa í Seyðisfirði hafa barist fyrir gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði í fjögur ár. Hún segir samtökin koma fram fyrir meirihluta íbúa bæjarins. Þau hafi tekið þátt í öllu samráði sem þeim hefur staðið til boða að taka þátt í en það hafi ekki dugað. Ekki hafi verið hlustað á þau. „Svo er þetta bara náttúra og lífríki Íslands sem er undir og okkur ber að vernda, en ekki afhenda á silfurfati til aðila sem vilja eyðileggja hana og græða heilmikla fjármuni á henni.“ Katrín Oddsdóttir lögmaður segir það skipta sig miklu máli að koma í veg fyrir að þessi framkvæmd verði að raunveruleika. „Ég elska Seyðisfjörð og held að það skipti verulega miklu máli að fólk fái að taka ákvarðanir um sitt nærumhverfi sjálft. Ég held það sé ekkert hægt að segja fólkinu á Seyðisfirði að það eigi að fá sjókvíaeldi, hvort sem það vill það ekki ekki. Það er fráleitt.“ Stjórnsýslan gölluð Katrín segist hafa kynnt sér þennan málaflott ítarlega síðastliðið ár og segir stjórnsýsluna í kringum málaflokkinn mjög gallaða. Fyrir vikið skili hún gölluðum niðurstöðum, gölluðum leyfum og ólögmætum framkvæmdum. „Það gengur ekki að hafa það þannig lengur,“ segir hún og að hún vonist til þess að það verði hægt að breyta henni. Umsagnarfrestur vegna framkvæmdarinnar rennur út næsta mánudag. Katrín segir að í fyrra hafi hún látið reyna á nokkuð mál hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála og í kjölfarið einhver leyfi frá MAST ógild. „Það er ekki þannig að þetta er fullkomin stjórnsýsla og við þurfum bara að treysta þessum stofnunum. Því miður,“ segir hún og að það hafi til dæmis verið erfitt að nálgast gögn um sjókvíaeldi. Benedikta segist þó bjartsýn á framhaldið, þó svo að málið sé komið í þetta ferli. Hún bendir á að fyrir kosningar hafi fulltrúar frá öllum flokkum sem nú sitja í ríkisstjórn, á fundi Landverndar, að þau myndu vilja stöðva þessa leyfisveitingu. „Nú erum við því komin með þessa undirskriftasöfnun í gang og við viljum fá umboð landsmanna til að fara með það mál áfram og þá veit ég að þau geta gert það sem er rétt í þessu máli,“ segir Benedikta að lokum.
Múlaþing Sjókvíaeldi Fiskeldi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Formaður VÁ, Félags um verndun fjarðar, segir tillögu MAST að rekstrarleyfi Kaldvíkur til fiskeldis í Seyðisfirði vera áfall fyrir alla sem hafa barist gegn áformunum. Hún segir þennan tímapunkt einstaklega vondan fyrir tillöguna, nú sé starfsstjórn og korter í jól. Hún kveðst handviss um að landsmenn standi með Seyðfirðingum. 13. desember 2024 13:07 Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Hámark lífmassa af frjóum laxi má vera allt að 6.500 tonn. Tillagan byggir á matsskýrslu frá árinu 2020 um 10.000 tonna laxeldi í Seyðisfirði. 13. desember 2024 09:42 Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Ný könnun leiðir í ljós að mikill meirihluti spurðra er andvígur fyrirhuguðu 10 þúsund tonna laxeldi í opnum sjókvíum í Seyðisfirði. 22. nóvember 2024 15:06 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Formaður VÁ, Félags um verndun fjarðar, segir tillögu MAST að rekstrarleyfi Kaldvíkur til fiskeldis í Seyðisfirði vera áfall fyrir alla sem hafa barist gegn áformunum. Hún segir þennan tímapunkt einstaklega vondan fyrir tillöguna, nú sé starfsstjórn og korter í jól. Hún kveðst handviss um að landsmenn standi með Seyðfirðingum. 13. desember 2024 13:07
Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Hámark lífmassa af frjóum laxi má vera allt að 6.500 tonn. Tillagan byggir á matsskýrslu frá árinu 2020 um 10.000 tonna laxeldi í Seyðisfirði. 13. desember 2024 09:42
Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Ný könnun leiðir í ljós að mikill meirihluti spurðra er andvígur fyrirhuguðu 10 þúsund tonna laxeldi í opnum sjókvíum í Seyðisfirði. 22. nóvember 2024 15:06