Gaf flotta jakkann sinn í beinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2025 23:31 Deion Sanders var væntanlega mjög þakklátur þegar hann fékk jakkann í hendurnar. Getty/Ronald Cortes Greg Anthony er fyrrum NBA leikmaður sem starfar nú sem sjónvarpsmaður hjá TNT sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum. Hann var að lýsa leik í NBA á dögunum þegar hann ákvað að gefa jakkann sem hann var í. Ástæðan? Jú NFL-goðsögnin og núverandi háskólaboltaþjálfarinn Deion Sanders sá hann í honum í sjónvarpinu og langaði svo í hann. Þetta var vissulega flottur jakki og maðurinn sem kallar sig Coach Prime var greinilega ofboðslega spenntur fyrir honum. Deion Sanders tjáði sig nefnilega af aðdáun um jakkann á samfélagmiðlinum X. „Ég þarf að komast yfir jakkann sem Greg Anthony klæðist í útsendingu TNT í kvöld,“ skrifaði Coach Prime. Það er óhætt að segja að Anthony hafi brugðist hratt við þessari beiðni. Hann gaf jakkann sinn hreinlega í beinni. Shedeur Sanders, efnilegur fótboltamaður og sonur Deion, var staddur á leiknum og ekki langt frá þeim sem voru að lýsa leiknum á TNT. Anthony kallaði á aðstoðarmann sinn og lét hann taka fyrir sig jakkann til Shedeur sem myndi svo koma honum áfram á föður sinn. Shedeur skildi ekki alveg hvað var í gangi í fyrstu en jakkinn hefur væntanlega komist á réttan stað á endanum. Hér fyrir neðan má sjá Greg Anthony gefa jakkann sinn í beinni. View this post on Instagram A post shared by Yahoo Sports (@yahoosports) NBA NFL Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu úrslitin ráðast í æsispennandi vítakeppni í Vestmannaeyjum Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Dagskráin: Meistararnir mæta í Mosfellsbæ og Orkumótið í Eyjum Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Skórnir hennar seldust upp á mínútu Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Sjá meira
Ástæðan? Jú NFL-goðsögnin og núverandi háskólaboltaþjálfarinn Deion Sanders sá hann í honum í sjónvarpinu og langaði svo í hann. Þetta var vissulega flottur jakki og maðurinn sem kallar sig Coach Prime var greinilega ofboðslega spenntur fyrir honum. Deion Sanders tjáði sig nefnilega af aðdáun um jakkann á samfélagmiðlinum X. „Ég þarf að komast yfir jakkann sem Greg Anthony klæðist í útsendingu TNT í kvöld,“ skrifaði Coach Prime. Það er óhætt að segja að Anthony hafi brugðist hratt við þessari beiðni. Hann gaf jakkann sinn hreinlega í beinni. Shedeur Sanders, efnilegur fótboltamaður og sonur Deion, var staddur á leiknum og ekki langt frá þeim sem voru að lýsa leiknum á TNT. Anthony kallaði á aðstoðarmann sinn og lét hann taka fyrir sig jakkann til Shedeur sem myndi svo koma honum áfram á föður sinn. Shedeur skildi ekki alveg hvað var í gangi í fyrstu en jakkinn hefur væntanlega komist á réttan stað á endanum. Hér fyrir neðan má sjá Greg Anthony gefa jakkann sinn í beinni. View this post on Instagram A post shared by Yahoo Sports (@yahoosports)
NBA NFL Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu úrslitin ráðast í æsispennandi vítakeppni í Vestmannaeyjum Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Dagskráin: Meistararnir mæta í Mosfellsbæ og Orkumótið í Eyjum Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Skórnir hennar seldust upp á mínútu Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Sjá meira