Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Valur Páll Eiríksson skrifar 15. janúar 2025 17:15 Nú er tíminn kominn og ég ætla að grípa þetta segir Sveinn Jóhannsson sem koma óvænt inn í íslenska hópinn. Vísir/Vilhelm „Þetta er fínt hótel, fínn matur, fín æfingaaðstaða. Þetta er bara topp,“ segir línumaðurinn Sveinn Jóhannsson sem kom óvænt inn í landsliðshóp Íslands fyrir komandi heimsmeistaramót. Hann kveðst afar spenntur fyrir komandi móti. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Zagreb Sveinn kom inn í hópinn fyrir Arnar Frey Arnarsson sem meiddist í æfingaleik Íslands við Svíþjóð um helgina. Sveinn var á leið frá Íslandi heim til Noregs, hvar hann spilar með liði Kolstad, þegar hann fékk símtal frá landsliðsþjálfaranum. „Ég var bókstaflega að labba inn í flugvél. Þá fæ ég símtal. Þá var ég búinn að sjá að Arnar hefði meiðst í leiknum og maður gerði sér vonir um að kallið væri að koma. Svo kom kallið og þá var flugvélin eiginlega byrjuð að keyra út á flugbraut þannig að það var ekki aftur snúið,“ segir Sveinn sem þurfti því að fara heim áður en hann gat komið til móts við landsliðið í Svíþjóð. Klippa: Á leið upp í flugvél þegar kallið kom „Við skutumst heim ég og konan til Þrándheims og náðum í dót, umpökkuðum í töskunum og svo bara af stað aftur í fyrramálið,“ segir Sveinn. En var þetta ekki hektískt allt saman? „Ég fór frá Þrándheimi til Kristianstad í Svíþjóð fyrst. Hektískir og ekki hektískir, maður er bara klár þegar landsliðið kallar. Mér var alveg sama hvort ferðalagið yrði langt eða stutt eða maður væri þreyttur. Það skiptir engu máli, maður er bara klár og bara frábært að fá kallið í landsliðið. Það er það sem mann dreymir um,“ segir Sveinn. Fjölnismenn mætast á HM Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha var kallaður inn í leikmannahóp Grænhöfðaeyja í vikunni en Ísland mætir Grænhöfðaeyjum í fyrsta leik mótsins á morgun. Hafsteinn heilsaði upp á íslensku strákana í þann mund sem viðtalið við Svein var tekið og áttu þeir gott spjall. Þeir félagar eru Fjölnismenn og ekki á hverjum degi sem tveir Grafarvogsbúar mætast á heimsmeistaramóti. „Við erum náttúrulega báðir uppaldir í Fjölni. Það er gaman að það séu tveir leikmenn uppaldir í Fjölni á heimsmeistaramótinu í handbolta. Við þekkjumst þaðan, spiluðum saman mikið. Hann er fínn strákur, við erum góðir félagar,“ Ætla að vinna riðilinn Sveinn hefur lagt sig fram við að auka samskiptin við þá sem stýra spili Íslands til að skapa betri tengingu innan vallar.Vísir/Vilhelm Sveinn segir þá markmið íslenska liðsins skýrt. Stefnt sé að því að vinna leikina þrjá í riðlinum, við Grænhöfðaeyjar, Kúbu og Slóveníu og fara með fullt hús stiga í milliriðil. „Við ætlum að vinna riðilinn. Það er númer eitt, tvö og þrjú. Við eigum að geta gert það en það krefst þess að við mætum eins og menn til leiks. Maður veit það sjálfur að það er miklu meiri stemning í því að mæta og klára þessa leiki eins og fagmenn og gera litlu smáatriðin vel. Þá fer maður sáttur frá borði sem hefur áhrif á fílinginn í framhaldinu,“ segir Sveinn. „Þetta er bara handbolti, þetta er bara basic“ Sveinn leikur sem línumaður en hefur verið inn og út úr landsliðshópnum að undanförnu en tók þó þátt í síðasta verkefni í nóvember. Hann segir örlitla vinnu fylgja því að ná tengingu við þá sem leika fyrir utan bardagalínuna en er bjartsýnn á gott samstarf. „Ég er duglegur að tala við gæjana sem eru fyrir utan, Aron [Pálmarsson] og Gísla [Þorgeir Kristjánsson] og alla þessa gæja til að fá fíling fyrir hvorum öðrum. Ég hef engar áhyggjur af því, þetta er bara handbolti, þetta er bara basic. Maður er bara með eitthvað kerfi sem er spilað meira og minna allsstaðar,“ „En þetta er aðallega að þekkja hvorn annan, hvað fíla ég, hvað fílar hann og hvað vill hann. Línumaður og útileikmaður þurfa að hafa ákveðna tengingu, auðvitað tekur smá tíma að byggja það upp en við erum bara duglegir að eiga samskipti og þá verður það allt í góðu,“ segir Sveinn sem er harðákveðinn í því að grípa tækifærið sem gefst á komandi móti báðum höndum. „Alveg klárlega. Það er engin spurning. Nú er tíminn kominn og ég ætla að grípa þetta.“ Leikur Íslands og Grænhöfðaeyja er klukkan 19:30 annað kvöld. Strákunum okkar verður fylgt vel á eftir á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni fram að leik. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Svíar telja nýtt fyrirkomulag HM karla í handbolta afar ósanngjarnt. Jim Gottfridsson segir Svíþjóð eiga fyrir höndum mun erfiðara verk við að komast í úrslit mótsins, í samanburði við lið á borð við Frakkland og Ísland. 15. janúar 2025 12:00 Svona verður Ísland heimsmeistari Ísland hefur keppni á HM karla í handbolta á morgun og því löngu tímabært fyrir aðdáendur liðsins að fara fram úr sjálfum sér í vangaveltum um leiðina að heimsmeistaratitlinum. 15. janúar 2025 09:03 Dagur og Aron mætast í kvöld og gætu mætt Íslandi Dagur Sigurðsson og Aron Kristjánsson, gömlu liðsfélagarnir úr íslenska handboltalandsliðinu, leiða saman hesta sína á HM í handbolta í kvöld þegar lið Króatíu og Barein hefja keppni. 15. janúar 2025 10:31 Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Zagreb Sveinn kom inn í hópinn fyrir Arnar Frey Arnarsson sem meiddist í æfingaleik Íslands við Svíþjóð um helgina. Sveinn var á leið frá Íslandi heim til Noregs, hvar hann spilar með liði Kolstad, þegar hann fékk símtal frá landsliðsþjálfaranum. „Ég var bókstaflega að labba inn í flugvél. Þá fæ ég símtal. Þá var ég búinn að sjá að Arnar hefði meiðst í leiknum og maður gerði sér vonir um að kallið væri að koma. Svo kom kallið og þá var flugvélin eiginlega byrjuð að keyra út á flugbraut þannig að það var ekki aftur snúið,“ segir Sveinn sem þurfti því að fara heim áður en hann gat komið til móts við landsliðið í Svíþjóð. Klippa: Á leið upp í flugvél þegar kallið kom „Við skutumst heim ég og konan til Þrándheims og náðum í dót, umpökkuðum í töskunum og svo bara af stað aftur í fyrramálið,“ segir Sveinn. En var þetta ekki hektískt allt saman? „Ég fór frá Þrándheimi til Kristianstad í Svíþjóð fyrst. Hektískir og ekki hektískir, maður er bara klár þegar landsliðið kallar. Mér var alveg sama hvort ferðalagið yrði langt eða stutt eða maður væri þreyttur. Það skiptir engu máli, maður er bara klár og bara frábært að fá kallið í landsliðið. Það er það sem mann dreymir um,“ segir Sveinn. Fjölnismenn mætast á HM Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha var kallaður inn í leikmannahóp Grænhöfðaeyja í vikunni en Ísland mætir Grænhöfðaeyjum í fyrsta leik mótsins á morgun. Hafsteinn heilsaði upp á íslensku strákana í þann mund sem viðtalið við Svein var tekið og áttu þeir gott spjall. Þeir félagar eru Fjölnismenn og ekki á hverjum degi sem tveir Grafarvogsbúar mætast á heimsmeistaramóti. „Við erum náttúrulega báðir uppaldir í Fjölni. Það er gaman að það séu tveir leikmenn uppaldir í Fjölni á heimsmeistaramótinu í handbolta. Við þekkjumst þaðan, spiluðum saman mikið. Hann er fínn strákur, við erum góðir félagar,“ Ætla að vinna riðilinn Sveinn hefur lagt sig fram við að auka samskiptin við þá sem stýra spili Íslands til að skapa betri tengingu innan vallar.Vísir/Vilhelm Sveinn segir þá markmið íslenska liðsins skýrt. Stefnt sé að því að vinna leikina þrjá í riðlinum, við Grænhöfðaeyjar, Kúbu og Slóveníu og fara með fullt hús stiga í milliriðil. „Við ætlum að vinna riðilinn. Það er númer eitt, tvö og þrjú. Við eigum að geta gert það en það krefst þess að við mætum eins og menn til leiks. Maður veit það sjálfur að það er miklu meiri stemning í því að mæta og klára þessa leiki eins og fagmenn og gera litlu smáatriðin vel. Þá fer maður sáttur frá borði sem hefur áhrif á fílinginn í framhaldinu,“ segir Sveinn. „Þetta er bara handbolti, þetta er bara basic“ Sveinn leikur sem línumaður en hefur verið inn og út úr landsliðshópnum að undanförnu en tók þó þátt í síðasta verkefni í nóvember. Hann segir örlitla vinnu fylgja því að ná tengingu við þá sem leika fyrir utan bardagalínuna en er bjartsýnn á gott samstarf. „Ég er duglegur að tala við gæjana sem eru fyrir utan, Aron [Pálmarsson] og Gísla [Þorgeir Kristjánsson] og alla þessa gæja til að fá fíling fyrir hvorum öðrum. Ég hef engar áhyggjur af því, þetta er bara handbolti, þetta er bara basic. Maður er bara með eitthvað kerfi sem er spilað meira og minna allsstaðar,“ „En þetta er aðallega að þekkja hvorn annan, hvað fíla ég, hvað fílar hann og hvað vill hann. Línumaður og útileikmaður þurfa að hafa ákveðna tengingu, auðvitað tekur smá tíma að byggja það upp en við erum bara duglegir að eiga samskipti og þá verður það allt í góðu,“ segir Sveinn sem er harðákveðinn í því að grípa tækifærið sem gefst á komandi móti báðum höndum. „Alveg klárlega. Það er engin spurning. Nú er tíminn kominn og ég ætla að grípa þetta.“ Leikur Íslands og Grænhöfðaeyja er klukkan 19:30 annað kvöld. Strákunum okkar verður fylgt vel á eftir á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni fram að leik.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Svíar telja nýtt fyrirkomulag HM karla í handbolta afar ósanngjarnt. Jim Gottfridsson segir Svíþjóð eiga fyrir höndum mun erfiðara verk við að komast í úrslit mótsins, í samanburði við lið á borð við Frakkland og Ísland. 15. janúar 2025 12:00 Svona verður Ísland heimsmeistari Ísland hefur keppni á HM karla í handbolta á morgun og því löngu tímabært fyrir aðdáendur liðsins að fara fram úr sjálfum sér í vangaveltum um leiðina að heimsmeistaratitlinum. 15. janúar 2025 09:03 Dagur og Aron mætast í kvöld og gætu mætt Íslandi Dagur Sigurðsson og Aron Kristjánsson, gömlu liðsfélagarnir úr íslenska handboltalandsliðinu, leiða saman hesta sína á HM í handbolta í kvöld þegar lið Króatíu og Barein hefja keppni. 15. janúar 2025 10:31 Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Svíar telja nýtt fyrirkomulag HM karla í handbolta afar ósanngjarnt. Jim Gottfridsson segir Svíþjóð eiga fyrir höndum mun erfiðara verk við að komast í úrslit mótsins, í samanburði við lið á borð við Frakkland og Ísland. 15. janúar 2025 12:00
Svona verður Ísland heimsmeistari Ísland hefur keppni á HM karla í handbolta á morgun og því löngu tímabært fyrir aðdáendur liðsins að fara fram úr sjálfum sér í vangaveltum um leiðina að heimsmeistaratitlinum. 15. janúar 2025 09:03
Dagur og Aron mætast í kvöld og gætu mætt Íslandi Dagur Sigurðsson og Aron Kristjánsson, gömlu liðsfélagarnir úr íslenska handboltalandsliðinu, leiða saman hesta sína á HM í handbolta í kvöld þegar lið Króatíu og Barein hefja keppni. 15. janúar 2025 10:31