Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. janúar 2025 13:41 Justin Baldoni virðist telja að persónan hafi verið byggð á honum. Lögmaður bandaríska leikstjórans Justin Baldoni hefur farið fram á það við Marvel kvikmyndaverið að það varðveiti öll gögn sem það á um persónuna „Nicepool“ í ofurhetjumyndinni Deadpool & Wolverine. Svo virðist vera sem Baldoni telji að persónan sé byggð á honum. Þetta kemur fram í umfjöllun Variety. Eins og fram hefur komið eiga þau Justin Baldoni og Blake Lively í harðvítugum deilum vegna meints hátternis Baldoni á setti kvikmyndarinnar It ends with us. Variety greinir frá því að nú hafi Kevin Feige forseta Marvel, Bob Iger forstjóra Disney og Tim Miller leikstjóra myndarinnar borist bréf frá lögmönnum Baldoni. Ryan Reynolds eiginmaður Blake Lively fer eins og flestir vita með aðalhlutverkið í Deadpool. Variety segir lögmann Baldoni telja að persónan „Nicepool“ hafi verið byggð á Baldoni. Með henni hafi Baldoni verið hafður að háði og spotti en um er að ræða vitlausari en um leið almennilegri útgáfu af hinum alræmda hrotta Deadpool. Hlýtur hrottaleg örlög Í myndinni, þar sem persónur brjóta gjarnan fjórða vegginn, gerir Nicepool meðal annars athugasemdir við verklag á setti myndarinnar. Hann spyr hvar nándarfulltrúi sé á settinu, það er sá sem á að fylgjast með því að fólki í mögulegum kynferðislegum aðstæðum líði vel. Þá hrósar Nicepool kvenkyns Deadpool, Ladypool sem leikin er af Blake Lively fyrir að hafa komið sér aftur í gott form eftir barnsburð. Að lokum hlýtur persónan einkar ofbeldisfullan dauðdaga og leggur ofurhetjan Deadpool sig í raun fram um að tryggja að svo verði. Lögmenn Baldoni virðast þess fullvissir um að um skot gegn honum sé að ræða. Lively hefur áður tilkynnt að hún undirbúi nú lögsókn gegn Baldoni fyrir meint kynferðislegt áreiti á tökustað. Hún sakar hann auk þess um að hafa lagt í óprúttna áróðursherferð gegn henni í þeim tilgangi að rústa orðspori hennar og grafa undan trúverðugleika hennar ef ske kynni að hún myndi gera ásakanir sínar opinberar. Fram kemur í frétt Variety að Marvel og Disney vilji ekki tjá sig um bréf lögmanns Baldoni. Ekki heldur lögmenn hjónanna. Í bréfinu fer lögmaðurinn fram á að öllum gögnum um samskipti vegna persónunnar og söguþráð myndarinnar verði varðveitt. Bíó og sjónvarp Hollywood Deilur Justin Baldoni og Blake Lively Mest lesið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Tíska og hönnun Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun Variety. Eins og fram hefur komið eiga þau Justin Baldoni og Blake Lively í harðvítugum deilum vegna meints hátternis Baldoni á setti kvikmyndarinnar It ends with us. Variety greinir frá því að nú hafi Kevin Feige forseta Marvel, Bob Iger forstjóra Disney og Tim Miller leikstjóra myndarinnar borist bréf frá lögmönnum Baldoni. Ryan Reynolds eiginmaður Blake Lively fer eins og flestir vita með aðalhlutverkið í Deadpool. Variety segir lögmann Baldoni telja að persónan „Nicepool“ hafi verið byggð á Baldoni. Með henni hafi Baldoni verið hafður að háði og spotti en um er að ræða vitlausari en um leið almennilegri útgáfu af hinum alræmda hrotta Deadpool. Hlýtur hrottaleg örlög Í myndinni, þar sem persónur brjóta gjarnan fjórða vegginn, gerir Nicepool meðal annars athugasemdir við verklag á setti myndarinnar. Hann spyr hvar nándarfulltrúi sé á settinu, það er sá sem á að fylgjast með því að fólki í mögulegum kynferðislegum aðstæðum líði vel. Þá hrósar Nicepool kvenkyns Deadpool, Ladypool sem leikin er af Blake Lively fyrir að hafa komið sér aftur í gott form eftir barnsburð. Að lokum hlýtur persónan einkar ofbeldisfullan dauðdaga og leggur ofurhetjan Deadpool sig í raun fram um að tryggja að svo verði. Lögmenn Baldoni virðast þess fullvissir um að um skot gegn honum sé að ræða. Lively hefur áður tilkynnt að hún undirbúi nú lögsókn gegn Baldoni fyrir meint kynferðislegt áreiti á tökustað. Hún sakar hann auk þess um að hafa lagt í óprúttna áróðursherferð gegn henni í þeim tilgangi að rústa orðspori hennar og grafa undan trúverðugleika hennar ef ske kynni að hún myndi gera ásakanir sínar opinberar. Fram kemur í frétt Variety að Marvel og Disney vilji ekki tjá sig um bréf lögmanns Baldoni. Ekki heldur lögmenn hjónanna. Í bréfinu fer lögmaðurinn fram á að öllum gögnum um samskipti vegna persónunnar og söguþráð myndarinnar verði varðveitt.
Bíó og sjónvarp Hollywood Deilur Justin Baldoni og Blake Lively Mest lesið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Tíska og hönnun Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Sjá meira