Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Sindri Sverrisson skrifar 15. janúar 2025 12:00 Ísland og Svíþjóð mættust í tveimur hörkuvináttulandsleikjum fyrir HM en mætast ekki á mótinu nema þau leiki um verðlaun. Jim Gottfridsson er lítt hrifinn af fyrirkomulagi mótsins. EPA-EFE/Johan Nilsson Svíar telja nýtt fyrirkomulag HM karla í handbolta afar ósanngjarnt. Jim Gottfridsson segir Svíþjóð eiga fyrir höndum mun erfiðara verk við að komast í úrslit mótsins, í samanburði við lið á borð við Frakkland og Ísland. Eins og fjallað var um á Vísi í morgun liggur leið Íslands að úrslitaleik HM þannig að liðið mun ekki geta mætt Danmörku, Svíþjóð, Þýskalandi, Spáni eða Noregi fyrr en í besta falli í leik um verðlaun. „Ég er á móti þessu fyrirkomulagi,“ segir Gottfridsson, ein helsta stjarna Svía. Ráðamenn hjá alþjóða handknattleikssambandinu ákváðu nefnilega að gera breytingar á HM, eftir mótið sem fram fór fyrir tveimur árum í Svíþjóð og Póllandi. Þar gerðist það til að mynda að Danir þurftu á rúmum fjórum sólarhringum að spila í 8-liða úrslitum í Stokkhólmi, í undanúrslitum í Gdansk og svo úrslitaleik í Stokkhólmi, gegn Frökkum sem fengu að vera í Stokkhólmi í undanúrslitunum. Núna má segja að liðunum 32 í keppninni sé skipt í tvo helminga, alveg fram að leikjunum um gull og brons. Það er sem sagt ekki þannig að þessir tveir helmingar „krossist“ í undanúrslitaleikjunum, og þar geta því mæst lið sem höfðu verið í sama milliriðli. Svíar eru þeirrar skoðunar, og fyrir henni má færa góð rök, að þeirra helmingur sé mun erfiðari. Í honum eru þrjú af fjórum efstu liðunum frá síðasta HM (Danmörk, Spánn og Svíþjóð), þrjú af fjórum efstu á EM fyrir ári (Danmörk, Svíþjóð og Þýskaland), og þrjú efstu liðin frá Ólympíuleikunum síðasta sumar (Danmörk, Þýskaland og Spánn). Kristján segir Íslendinga prísa sig sæla Í helmingi Íslands eru Frakkland, Króatía, Ungverjaland, Slóvenía, Egyptaland og auðvitað Ísland sterkustu liðin. Frakkland er eina liðið í þessum hluta sem náð hefur í verðlaun á síðustu stórmótum, eða frá því að Króatar náðu í silfur á EM 2020. „Okkar helmingur er mikið erfiðari en sá sem hinir fá,“ segir Gottfridsson við Aftonbladet. Þar er einnig vitnað í Kristján Andrésson, fyrrverandi landsliðsþjálfara Svíþjóðar og nú sérfræðing Viaplay, sem ræddi um málið í hlaðvarpsþætti. Hann tók undir með félaga sínum Martin Frändesjö um að þó að praktískar ástæður væru fyrir fyrirkomulaginu þá bitnaði það á íþróttalegu hliðinni. „Ég deili þeirri skoðun að þetta sé ekki gott hvað íþróttalegu hliðina snertir. Íslendingar eru til dæmis býsna sáttir og telja sig aldrei hafa haft eins góða möguleika á að komast í undanúrslit eins og núna,“ sagði Kristján. Svíar eru í F-riðli með Spáni, Japan og Chile, og fara svo í milliriðil með þremur liðum úr E-riðli (Noregur, Portúgal, Brasilía, Bandaríkin). Í 8-liða úrslitunum gætu þeir svo mætt til dæmis Danmörku eða Þýskalandi, og einnig í undanúrslitunum. Fyrsti leikur Svía á HM er við Japan annað kvöld. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Eins og fjallað var um á Vísi í morgun liggur leið Íslands að úrslitaleik HM þannig að liðið mun ekki geta mætt Danmörku, Svíþjóð, Þýskalandi, Spáni eða Noregi fyrr en í besta falli í leik um verðlaun. „Ég er á móti þessu fyrirkomulagi,“ segir Gottfridsson, ein helsta stjarna Svía. Ráðamenn hjá alþjóða handknattleikssambandinu ákváðu nefnilega að gera breytingar á HM, eftir mótið sem fram fór fyrir tveimur árum í Svíþjóð og Póllandi. Þar gerðist það til að mynda að Danir þurftu á rúmum fjórum sólarhringum að spila í 8-liða úrslitum í Stokkhólmi, í undanúrslitum í Gdansk og svo úrslitaleik í Stokkhólmi, gegn Frökkum sem fengu að vera í Stokkhólmi í undanúrslitunum. Núna má segja að liðunum 32 í keppninni sé skipt í tvo helminga, alveg fram að leikjunum um gull og brons. Það er sem sagt ekki þannig að þessir tveir helmingar „krossist“ í undanúrslitaleikjunum, og þar geta því mæst lið sem höfðu verið í sama milliriðli. Svíar eru þeirrar skoðunar, og fyrir henni má færa góð rök, að þeirra helmingur sé mun erfiðari. Í honum eru þrjú af fjórum efstu liðunum frá síðasta HM (Danmörk, Spánn og Svíþjóð), þrjú af fjórum efstu á EM fyrir ári (Danmörk, Svíþjóð og Þýskaland), og þrjú efstu liðin frá Ólympíuleikunum síðasta sumar (Danmörk, Þýskaland og Spánn). Kristján segir Íslendinga prísa sig sæla Í helmingi Íslands eru Frakkland, Króatía, Ungverjaland, Slóvenía, Egyptaland og auðvitað Ísland sterkustu liðin. Frakkland er eina liðið í þessum hluta sem náð hefur í verðlaun á síðustu stórmótum, eða frá því að Króatar náðu í silfur á EM 2020. „Okkar helmingur er mikið erfiðari en sá sem hinir fá,“ segir Gottfridsson við Aftonbladet. Þar er einnig vitnað í Kristján Andrésson, fyrrverandi landsliðsþjálfara Svíþjóðar og nú sérfræðing Viaplay, sem ræddi um málið í hlaðvarpsþætti. Hann tók undir með félaga sínum Martin Frändesjö um að þó að praktískar ástæður væru fyrir fyrirkomulaginu þá bitnaði það á íþróttalegu hliðinni. „Ég deili þeirri skoðun að þetta sé ekki gott hvað íþróttalegu hliðina snertir. Íslendingar eru til dæmis býsna sáttir og telja sig aldrei hafa haft eins góða möguleika á að komast í undanúrslit eins og núna,“ sagði Kristján. Svíar eru í F-riðli með Spáni, Japan og Chile, og fara svo í milliriðil með þremur liðum úr E-riðli (Noregur, Portúgal, Brasilía, Bandaríkin). Í 8-liða úrslitunum gætu þeir svo mætt til dæmis Danmörku eða Þýskalandi, og einnig í undanúrslitunum. Fyrsti leikur Svía á HM er við Japan annað kvöld.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni