Hópuppsögn hjá Sidekick Health Árni Sæberg skrifar 15. janúar 2025 10:55 Tryggvi Þorgeirsson er læknir og forstjóri heilbrigðistæknifyrirtækisins Sidekick Health. Vísir/Vilhelm Sidekick Health hefur tilkynnt um fækkun í starfsmannahópi félagsins um 55 stöðugildi, sem jafngildir um 20 prósent starfsmanna. Því er um hópuppsögn að ræða. Af þeim eru 22 stöðugildi hér á landi en önnur erlendis. Í tilkynningu frá Sidekick segir að uppsagnirnar séu í kjölfar 100 prósent aukningar á starfsmannafjölda á síðustu átján mánuðum, einkum vegna yfirtöku á tveimur félögum í Þýskalandi, sem hafi nú verið samþætt í rekstur Sidekick. Þessar aðgerðir miði að því að nýta samlegð, tryggja sjálfbæran vöxt og styðja við framtíðaruppbyggingu félagsins. Félagið muni straumlínulaga rannsókna- og þróunarstarf auk stjórnendakostnaðar, en auka við fjárfestingu í sölu- og markaðsstarfi. Með þessu styrki Sidekick grundvöll sinn til frekari vaxtar og auki getu sína til að ná til fleiri notenda með meðferðum sínum sem sé nú ávísað af yfir 16 þúsund læknum í Þýskalandi og dreift af sjúkratryggjendum og lyfjafyrirtækjum á alþjóðavísu. Að auki muni tvær nýjar meðferðir bætast við á árinu. Annars vegar til að styðja við geðheilsu fólks sem greinst hefur með krabbamein og hins vegar til að bæta einkenni og lífsgæði kvenna á breytingaskeiði. „Sidekick er staðfast í þeirri vegferð sinni að nýta tæknina til að bæta heilbrigðisþjónustu á yfir 20 sjúkdómasviðum. Við erum þakklát fyrir ómetanlegt framlag alls starfsfólks okkar, bæði núverandi og fráfarandi, til þeirrar vegferðar. Við munum tryggja að það einstaka samstarfsfólk sem við þurfum því miður að kveðja fái stuðning og úrræði til að takast á við næstu skref,“ er haft eftir Tryggva Þorgeirssyni, forstjóra Sidekick Health. Heilbrigðismál Tækni Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sidekick segir upp 26 manns Heilbrigðistæknifyrirtækið Sidekick Health hefur sagt upp 26 starfsmönnum fyrirtækisins, bæði á starfsstöðvum sínum hérlendis og erlendis. 31. janúar 2023 10:18 Sidekick landar stórum samningi í Sviss og vinnur að frekari fjármögnun Heilbrigðistæknifyrirtækið Sidekick Health mun hefja samstarf við svissneska fyrirtækið Ypsomed en í því felst að stafrænar heilbrigðislausnir íslenska fyrirtækisins verða samþættar svokölluðum snjall-llyfjapennum (e. smart auto-injectors). Samkvæmt heimildum Innherja er Sidekick jafnframt nálægt því að klára fjármögnunarlotu sem mun gera innlendum fjárfestum kleift að koma inn í hluthafahópinn. 8. september 2022 11:30 Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023. Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Sjá meira
Í tilkynningu frá Sidekick segir að uppsagnirnar séu í kjölfar 100 prósent aukningar á starfsmannafjölda á síðustu átján mánuðum, einkum vegna yfirtöku á tveimur félögum í Þýskalandi, sem hafi nú verið samþætt í rekstur Sidekick. Þessar aðgerðir miði að því að nýta samlegð, tryggja sjálfbæran vöxt og styðja við framtíðaruppbyggingu félagsins. Félagið muni straumlínulaga rannsókna- og þróunarstarf auk stjórnendakostnaðar, en auka við fjárfestingu í sölu- og markaðsstarfi. Með þessu styrki Sidekick grundvöll sinn til frekari vaxtar og auki getu sína til að ná til fleiri notenda með meðferðum sínum sem sé nú ávísað af yfir 16 þúsund læknum í Þýskalandi og dreift af sjúkratryggjendum og lyfjafyrirtækjum á alþjóðavísu. Að auki muni tvær nýjar meðferðir bætast við á árinu. Annars vegar til að styðja við geðheilsu fólks sem greinst hefur með krabbamein og hins vegar til að bæta einkenni og lífsgæði kvenna á breytingaskeiði. „Sidekick er staðfast í þeirri vegferð sinni að nýta tæknina til að bæta heilbrigðisþjónustu á yfir 20 sjúkdómasviðum. Við erum þakklát fyrir ómetanlegt framlag alls starfsfólks okkar, bæði núverandi og fráfarandi, til þeirrar vegferðar. Við munum tryggja að það einstaka samstarfsfólk sem við þurfum því miður að kveðja fái stuðning og úrræði til að takast á við næstu skref,“ er haft eftir Tryggva Þorgeirssyni, forstjóra Sidekick Health.
Heilbrigðismál Tækni Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sidekick segir upp 26 manns Heilbrigðistæknifyrirtækið Sidekick Health hefur sagt upp 26 starfsmönnum fyrirtækisins, bæði á starfsstöðvum sínum hérlendis og erlendis. 31. janúar 2023 10:18 Sidekick landar stórum samningi í Sviss og vinnur að frekari fjármögnun Heilbrigðistæknifyrirtækið Sidekick Health mun hefja samstarf við svissneska fyrirtækið Ypsomed en í því felst að stafrænar heilbrigðislausnir íslenska fyrirtækisins verða samþættar svokölluðum snjall-llyfjapennum (e. smart auto-injectors). Samkvæmt heimildum Innherja er Sidekick jafnframt nálægt því að klára fjármögnunarlotu sem mun gera innlendum fjárfestum kleift að koma inn í hluthafahópinn. 8. september 2022 11:30 Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023. Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Sjá meira
Sidekick segir upp 26 manns Heilbrigðistæknifyrirtækið Sidekick Health hefur sagt upp 26 starfsmönnum fyrirtækisins, bæði á starfsstöðvum sínum hérlendis og erlendis. 31. janúar 2023 10:18
Sidekick landar stórum samningi í Sviss og vinnur að frekari fjármögnun Heilbrigðistæknifyrirtækið Sidekick Health mun hefja samstarf við svissneska fyrirtækið Ypsomed en í því felst að stafrænar heilbrigðislausnir íslenska fyrirtækisins verða samþættar svokölluðum snjall-llyfjapennum (e. smart auto-injectors). Samkvæmt heimildum Innherja er Sidekick jafnframt nálægt því að klára fjármögnunarlotu sem mun gera innlendum fjárfestum kleift að koma inn í hluthafahópinn. 8. september 2022 11:30