Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Jakob Bjarnar skrifar 14. janúar 2025 15:32 Þorbjörg Sigríður reynir nú allt hvað af tekur að finna einhver klæði sem duga til að bera á vopnin er víst er að Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari er allt annað en ánægð með vararíkissaksóknarann Helga Magnús. vísir/vilhelm Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur látið það verða eitt sitt fyrsta verkefni í ráðuneytinu að reyna að komast til botns í ágreiningi Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara og Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara. Þorbjörg Sigríður segir, í samtali við fréttastofu, að hún hafi nú fundað með þeim báðum en sitt í hvoru lagi. „Já, það hefur aðeins hreyfst í þeim málum. Ég hef átt fundi með ríkissaksóknara og vararíkissaksóknara, sitt í hvoru lagi til að ræða stöðu málsins.“ Verður að finnast lausn á þessum vanda Þorbjörg Sigríður sagði eftir fyrsta ríkisstjórnarfund ríkisstjórnarinnar á þorláksmessu rétt að hún hefði fengið málið í fangið á fyrsta degi í ráðuneytinu. Þá hafði Helgi Magnús snúið aftur til starfa hjá embætti ríkissaksóknara en hann hafði verið í veikindaleyfi um margra vikna skeið. Þorbjörg Sigríður sagði þá bagalegt að þessi tvö gætu ekki starfað saman. „Það lá fyrir ákvörðun forvera míns í þessu máli. Í samhengi hlutanna er ekki langur tími liðinn en þetta mál er til skoðunar í ráðuneytinu,“ segir dómsmálaráðherra nú. Meginmarkmiðið það að kerfið virki og njóti trausts Spurð hvort hún meti það svo að hægt væri að ná niðurstöðu sem báðir aðilar gætu sætt sig við sagðist hún nú hafa hlustað á afstöðu beggja. „En stóra hagsmunamál almennings er að réttarkerfið virki. Við erum að horfa uppá það að ákæruvaldið, sem er veigamikill hlekkur í þeirri keðju sem réttarkerfið er, virki. Njóti trausts og sé starfhæft.“ Meginmarkmiðið væri að kerfið virkaði. Það væru þeir hagsmunirnir sem hún vildi fyrst og síðast verja í þessu máli. Fundirnir hefðu miðað að því að finna lausnir að teknu tilliti til þeirra. En snýst þetta mál ekki öðrum þræði um að ríkissaksóknari hafi vald yfir þeirri stofnun sem hún veitir forstöðu? „Jú, vitaskuld er það stórt atriði í málinu. Ákvörðun forvera míns, Guðrúnar Hafsteinsdóttur, í málinu liggur fyrir um hverjar heimildir ríkissaksóknara voru til að áminna og annað í þeim efnum.“ Nú eru opinberir starfsmenn stundum færðir til í störfum sínum, er það eitthvað sem kemur til greina? „Ég er búin að hitta þau tvö og heyra þeirra sjónarmið. Markmið mitt er að kerfið fúnkeri og njóti trausts almennings og ég er vitaskuld ekki að fara að leysa úr því hér í viðtali við þig.“ Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Dómsmál Viðreisn Hælisleitendur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir „Það eina sem stoppar þá er hnefinn, valdbeiting“ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir marga fegna því að sjá Mohamad Kourani bak við lás og slá. En þó hann sé ýkt dæmi erum við að flytja inn í stórum stíl menn sem gefa ekki mikið fyrir okkar samfélagsgerð og sáttmála. 16. júlí 2024 15:09 Sigríður segir háttsemi Helga Magnúsar ekki sæmandi embætti ríkissaksóknara Ríkissaksóknari ítrekar að henni hafi borið að áminna vararíkissaksóknara vegna ósæmilegrar hegðunar fyrir tveimur árum og senda mál hans til dómsmálaráðuneytisins á þessu ári þegar hann hélt uppteknum hætti. Háttsemi hans hafi verið ósæmileg og ósamræmanleg embætti Ríkissaksóknara og varpað rýrð á embættið. 5. september 2024 19:22 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Þorbjörg Sigríður segir, í samtali við fréttastofu, að hún hafi nú fundað með þeim báðum en sitt í hvoru lagi. „Já, það hefur aðeins hreyfst í þeim málum. Ég hef átt fundi með ríkissaksóknara og vararíkissaksóknara, sitt í hvoru lagi til að ræða stöðu málsins.“ Verður að finnast lausn á þessum vanda Þorbjörg Sigríður sagði eftir fyrsta ríkisstjórnarfund ríkisstjórnarinnar á þorláksmessu rétt að hún hefði fengið málið í fangið á fyrsta degi í ráðuneytinu. Þá hafði Helgi Magnús snúið aftur til starfa hjá embætti ríkissaksóknara en hann hafði verið í veikindaleyfi um margra vikna skeið. Þorbjörg Sigríður sagði þá bagalegt að þessi tvö gætu ekki starfað saman. „Það lá fyrir ákvörðun forvera míns í þessu máli. Í samhengi hlutanna er ekki langur tími liðinn en þetta mál er til skoðunar í ráðuneytinu,“ segir dómsmálaráðherra nú. Meginmarkmiðið það að kerfið virki og njóti trausts Spurð hvort hún meti það svo að hægt væri að ná niðurstöðu sem báðir aðilar gætu sætt sig við sagðist hún nú hafa hlustað á afstöðu beggja. „En stóra hagsmunamál almennings er að réttarkerfið virki. Við erum að horfa uppá það að ákæruvaldið, sem er veigamikill hlekkur í þeirri keðju sem réttarkerfið er, virki. Njóti trausts og sé starfhæft.“ Meginmarkmiðið væri að kerfið virkaði. Það væru þeir hagsmunirnir sem hún vildi fyrst og síðast verja í þessu máli. Fundirnir hefðu miðað að því að finna lausnir að teknu tilliti til þeirra. En snýst þetta mál ekki öðrum þræði um að ríkissaksóknari hafi vald yfir þeirri stofnun sem hún veitir forstöðu? „Jú, vitaskuld er það stórt atriði í málinu. Ákvörðun forvera míns, Guðrúnar Hafsteinsdóttur, í málinu liggur fyrir um hverjar heimildir ríkissaksóknara voru til að áminna og annað í þeim efnum.“ Nú eru opinberir starfsmenn stundum færðir til í störfum sínum, er það eitthvað sem kemur til greina? „Ég er búin að hitta þau tvö og heyra þeirra sjónarmið. Markmið mitt er að kerfið fúnkeri og njóti trausts almennings og ég er vitaskuld ekki að fara að leysa úr því hér í viðtali við þig.“
Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Dómsmál Viðreisn Hælisleitendur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir „Það eina sem stoppar þá er hnefinn, valdbeiting“ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir marga fegna því að sjá Mohamad Kourani bak við lás og slá. En þó hann sé ýkt dæmi erum við að flytja inn í stórum stíl menn sem gefa ekki mikið fyrir okkar samfélagsgerð og sáttmála. 16. júlí 2024 15:09 Sigríður segir háttsemi Helga Magnúsar ekki sæmandi embætti ríkissaksóknara Ríkissaksóknari ítrekar að henni hafi borið að áminna vararíkissaksóknara vegna ósæmilegrar hegðunar fyrir tveimur árum og senda mál hans til dómsmálaráðuneytisins á þessu ári þegar hann hélt uppteknum hætti. Háttsemi hans hafi verið ósæmileg og ósamræmanleg embætti Ríkissaksóknara og varpað rýrð á embættið. 5. september 2024 19:22 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
„Það eina sem stoppar þá er hnefinn, valdbeiting“ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir marga fegna því að sjá Mohamad Kourani bak við lás og slá. En þó hann sé ýkt dæmi erum við að flytja inn í stórum stíl menn sem gefa ekki mikið fyrir okkar samfélagsgerð og sáttmála. 16. júlí 2024 15:09
Sigríður segir háttsemi Helga Magnúsar ekki sæmandi embætti ríkissaksóknara Ríkissaksóknari ítrekar að henni hafi borið að áminna vararíkissaksóknara vegna ósæmilegrar hegðunar fyrir tveimur árum og senda mál hans til dómsmálaráðuneytisins á þessu ári þegar hann hélt uppteknum hætti. Háttsemi hans hafi verið ósæmileg og ósamræmanleg embætti Ríkissaksóknara og varpað rýrð á embættið. 5. september 2024 19:22
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?