Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Kjartan Kjartansson skrifar 13. janúar 2025 10:25 Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, var í viðtali á Bylgjunni í morgun. Vísir/Vilhelm Nýr umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segist sjá tækifæri til þessa að leggja fram nýja rammaáætlun á hverju einasta þingi á kjörtímabilinu. Hann segir að sér hafi brugðið þegar hann sá hversu lítið síðasta ríkisstjórn gerði til þess að einfalda þunglamalegt leyfisveitingaferli fyrir orkuöflun. Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hefur boðað að ný rammaáætlun um verndun og nýtingu virkjunarkosta verði lögð fram strax á þessu þingi. Níu ár liðu frá því að rammaáætlun var fyrst samþykkt á þingi og þar til hún var uppfærð árið 2022 þrátt fyrir að það ætti að gerast á fjögurra ára fresti. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun að hann gerði ráð fyrir að sex til sjö kostir sem hefðu fengið tvær umferðir í rammaáætlunarferlinu kæmu til umfjöllunar í nýrri rammaáætlun sem yrði væntanlega hans fyrsta þingmál. Alger eining ríkti innan ríkisstjórnarinnar um þetta. Hann liti meðal annars til virkjunarkosta í neðri hluta Þjórsár: Holtavirkjunar og Urriðafossvirkjunar auk Skrokköldu á Sprengisandi. Á móti yrði lagt til að Héraðsvötn í Skagafirði og Kjalölduveita færu í verndarflokk. Það væri skaðlegt fyrir orkuöflun, orkuöryggi og verðmætasköpun í landinu að rammaáætlun hefði ekki verið uppfærð eins og til stóð síðasta áratuginn. Jákvæðu fréttirnar séu að vegna þess sé til staðar uppsöfnuð vinna frá verkefnastjórn rammaáætlunar. „Ég sé hérna tækifæri til þess að leggja fram nýja rammaáætlun á Alþingi á hverju einasta löggjafarþingi þessa kjörtímabils,“ sagði ráðherrann. Hugsi yfir hversu skammt síðasti ráðherra gekk Leyfisveitingaferlið fyrir virkjanir á Íslandi er flókið og þunglamalegt, að mati orkumálaráðherrans. Líkti hann ferlinu við slönguspil þar sem virkjunaraðilar þurfi að skila gögnum og sækja um leyfi til fjölda stofnana. Í sumum tilfellum þurfi að skila sömu gögnum aftur og aftur og þýði lögbundnir frestir að fara þurfi aftur á byrjunarreit í ferlinu. „Afleiðingin af þessu hefur verið sú að það kannski tekur hátt í tíu ár að koma nýrri virkjun í gagnið eftir að Alþingi er búið að setja viðkomandi kost í nýtingarflokk,“ sagði hann. Jóhann Páll sagði að talað hefði verið um lengi að einfalda þyrfti ferlið. Því hafi honum brugðið þegar hann kom inn í ráðuneytið og sá að engin alvöru vinna hafði farið af stað við það fyrr en í mars í fyrra. Hann hefði hraðað þeirri vinnu mikið. „Ég geri kröfu um að við skilum árangri og náum strax fram frekar þéttum lagabreytingapakka á vorþingi. Þar vil ég ganga lengra en fyrirrennari minn ætlaði að gera í möppu sem hann afhenti mér þegar ég tók við. Ég er mjög hugsi yfir því sem kemur fram þar og hve skammt er gengið,“ sagði ráðherrann og vísaði til Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, fyrrverandi umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson úr Sjálfstæðisflokki var umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra áður en Jóhann Páll tók við í síðasta mánuði.Vísir/Vilhelm Nái sátt áður en ráðist verði í mikla uppbyggingu vindorku Varðandi vindorku sérstaklega sagði Jóhann Páll að hann teldi það skipta miklu máli að ná samkomulagi og sátt um auðlindagjöld af henni til þess að tryggja að ábatinn af henni rynni til nærsamfélagsins áður en mikil uppbygging vindorkugarða færi af stað. Við viljum kannski helst að þetta sé á þegar röskuðum svæðum en ekki á hálendinu. Ekki náttúruperlum af því að við þurfum að passa upp á það sem við eigum hérna saman og sem þjóðirnar á meginlandi Evrópu öfunda okkur af, að geta farið um landið án þess að það blasi við vindmyllugarðar út um hvippinn og hvappinn,“ sagði Jóhann Páll. Sjálfum þætti honum vindorkuvinnsla á hafi spennandi kostur en hún væri ekki hagkvæm strax miðað við hvernig orkuverð hefði þróast og startkostnað slíkra virkjana. Rafbíll í hleðslu. Lagt var kílómetragjald á rafbíla í fyrra en ekki bensín- og dísilbíla. Þá voru ívilnanir til kaupa á rafbílum felldar niður. Hægt er að sækja um styrk til kaupanna í staðinn.Vísir/Vilhelm Farið of geyst í að fella niður ívilnanir til rafbílakaupa Töluverður samdráttur varð í sölu rafbíla í fyrra eftir að fyrri ríkisstjórn felldi niður ívilnanir til kaupa á þeim á lagði á nýtt kílómetragjald. Jóhann Páll sagði að ný ríkisstjórn væri nú að skoða heildstætt stuðning ríkisins við rafbílakaup. „Mér finnst fyrri ríkisstjórn hafa farið mjög geyst í að draga úr ívilnunum vegna rafbílakaupa. [...] Það gerðist akkúrat um það leyti sem rafmagnsbílarnir eru loksins að verða ásættanlega ódýrir fyrir aðra en allra tekjuhæsta fólkið. Þá einhvern veginn stígur ríkið svona svakalega á bremsuna þegar kemur að ívilnunum fyrir rafbíla,“ sagði ráðherrann. Ráðuneyti Jóhanns Páls fer nú yfir hvernig stuðningur við rafbílakaup hefur dreifst eftir tekjum fólks, búsetu og aldri. Hann sagði að sú greining gæti verið kynnt í þessum mánuði og að hún yrði góður umræðugrundvöllur fyrir breytingar á stuðningskerfinu. „Við viljum ekki að þetta sé bara ríkisstuðningur við tekjuhærri hópa,“ sagði Jóhann Páll. Fréttin hefur verið uppfærð. Upphaflega stóð að rammaáætlun hefði ekki verið uppfærð í níu ár. Ný rammaáætlun var samþykkt á Alþingi árið 2022, níu árum eftir að þá fyrstu. Orkumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vistvænir bílar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hefur boðað að ný rammaáætlun um verndun og nýtingu virkjunarkosta verði lögð fram strax á þessu þingi. Níu ár liðu frá því að rammaáætlun var fyrst samþykkt á þingi og þar til hún var uppfærð árið 2022 þrátt fyrir að það ætti að gerast á fjögurra ára fresti. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun að hann gerði ráð fyrir að sex til sjö kostir sem hefðu fengið tvær umferðir í rammaáætlunarferlinu kæmu til umfjöllunar í nýrri rammaáætlun sem yrði væntanlega hans fyrsta þingmál. Alger eining ríkti innan ríkisstjórnarinnar um þetta. Hann liti meðal annars til virkjunarkosta í neðri hluta Þjórsár: Holtavirkjunar og Urriðafossvirkjunar auk Skrokköldu á Sprengisandi. Á móti yrði lagt til að Héraðsvötn í Skagafirði og Kjalölduveita færu í verndarflokk. Það væri skaðlegt fyrir orkuöflun, orkuöryggi og verðmætasköpun í landinu að rammaáætlun hefði ekki verið uppfærð eins og til stóð síðasta áratuginn. Jákvæðu fréttirnar séu að vegna þess sé til staðar uppsöfnuð vinna frá verkefnastjórn rammaáætlunar. „Ég sé hérna tækifæri til þess að leggja fram nýja rammaáætlun á Alþingi á hverju einasta löggjafarþingi þessa kjörtímabils,“ sagði ráðherrann. Hugsi yfir hversu skammt síðasti ráðherra gekk Leyfisveitingaferlið fyrir virkjanir á Íslandi er flókið og þunglamalegt, að mati orkumálaráðherrans. Líkti hann ferlinu við slönguspil þar sem virkjunaraðilar þurfi að skila gögnum og sækja um leyfi til fjölda stofnana. Í sumum tilfellum þurfi að skila sömu gögnum aftur og aftur og þýði lögbundnir frestir að fara þurfi aftur á byrjunarreit í ferlinu. „Afleiðingin af þessu hefur verið sú að það kannski tekur hátt í tíu ár að koma nýrri virkjun í gagnið eftir að Alþingi er búið að setja viðkomandi kost í nýtingarflokk,“ sagði hann. Jóhann Páll sagði að talað hefði verið um lengi að einfalda þyrfti ferlið. Því hafi honum brugðið þegar hann kom inn í ráðuneytið og sá að engin alvöru vinna hafði farið af stað við það fyrr en í mars í fyrra. Hann hefði hraðað þeirri vinnu mikið. „Ég geri kröfu um að við skilum árangri og náum strax fram frekar þéttum lagabreytingapakka á vorþingi. Þar vil ég ganga lengra en fyrirrennari minn ætlaði að gera í möppu sem hann afhenti mér þegar ég tók við. Ég er mjög hugsi yfir því sem kemur fram þar og hve skammt er gengið,“ sagði ráðherrann og vísaði til Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, fyrrverandi umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson úr Sjálfstæðisflokki var umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra áður en Jóhann Páll tók við í síðasta mánuði.Vísir/Vilhelm Nái sátt áður en ráðist verði í mikla uppbyggingu vindorku Varðandi vindorku sérstaklega sagði Jóhann Páll að hann teldi það skipta miklu máli að ná samkomulagi og sátt um auðlindagjöld af henni til þess að tryggja að ábatinn af henni rynni til nærsamfélagsins áður en mikil uppbygging vindorkugarða færi af stað. Við viljum kannski helst að þetta sé á þegar röskuðum svæðum en ekki á hálendinu. Ekki náttúruperlum af því að við þurfum að passa upp á það sem við eigum hérna saman og sem þjóðirnar á meginlandi Evrópu öfunda okkur af, að geta farið um landið án þess að það blasi við vindmyllugarðar út um hvippinn og hvappinn,“ sagði Jóhann Páll. Sjálfum þætti honum vindorkuvinnsla á hafi spennandi kostur en hún væri ekki hagkvæm strax miðað við hvernig orkuverð hefði þróast og startkostnað slíkra virkjana. Rafbíll í hleðslu. Lagt var kílómetragjald á rafbíla í fyrra en ekki bensín- og dísilbíla. Þá voru ívilnanir til kaupa á rafbílum felldar niður. Hægt er að sækja um styrk til kaupanna í staðinn.Vísir/Vilhelm Farið of geyst í að fella niður ívilnanir til rafbílakaupa Töluverður samdráttur varð í sölu rafbíla í fyrra eftir að fyrri ríkisstjórn felldi niður ívilnanir til kaupa á þeim á lagði á nýtt kílómetragjald. Jóhann Páll sagði að ný ríkisstjórn væri nú að skoða heildstætt stuðning ríkisins við rafbílakaup. „Mér finnst fyrri ríkisstjórn hafa farið mjög geyst í að draga úr ívilnunum vegna rafbílakaupa. [...] Það gerðist akkúrat um það leyti sem rafmagnsbílarnir eru loksins að verða ásættanlega ódýrir fyrir aðra en allra tekjuhæsta fólkið. Þá einhvern veginn stígur ríkið svona svakalega á bremsuna þegar kemur að ívilnunum fyrir rafbíla,“ sagði ráðherrann. Ráðuneyti Jóhanns Páls fer nú yfir hvernig stuðningur við rafbílakaup hefur dreifst eftir tekjum fólks, búsetu og aldri. Hann sagði að sú greining gæti verið kynnt í þessum mánuði og að hún yrði góður umræðugrundvöllur fyrir breytingar á stuðningskerfinu. „Við viljum ekki að þetta sé bara ríkisstuðningur við tekjuhærri hópa,“ sagði Jóhann Páll. Fréttin hefur verið uppfærð. Upphaflega stóð að rammaáætlun hefði ekki verið uppfærð í níu ár. Ný rammaáætlun var samþykkt á Alþingi árið 2022, níu árum eftir að þá fyrstu.
Orkumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vistvænir bílar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira