Tapið í nótt var aðeins það fimmta hjá Cleveland í vetur og það fyrsta síðan 8. desember. Cavs er með besta árangurinn í NBA á tímabilinu en liðið hefur unnið 33 leiki, einum leik meira en Oklahoma City Thunder.
Sigurinn í nótt var sá sjötti í röð hjá Indiana en liðið er í 5. sæti Austurdeildarinnar með 22 sigra og átján töp.
Indiana lenti fimmtán stigum undir í 3. leikhluta og lék án leikstjórnandans Tyreses Haliburton í seinni hálfleik en vann samt fimmtán stiga sigur.
Andrew Nembhard skoraði nítján stig fyrir Indiana og Pascal Siakam var með átján stig og níu fráköst. Myles Turner skilaði fimmtán stigum og tíu fráköstum.
ANDREW NEMBHARD OFF THE GLASS FROM DEEP!
— NBA (@NBA) January 13, 2025
Pacers holding a late lead in Cleveland 👀 pic.twitter.com/LuFnWXRD5q
Darius Garland skoraði tuttugu stig fyrir Cleveland og Donovan Mitchell nítján. Evan Mobley var með sextán stig og tólf fráköst. Leikmenn Cavs hittu aðeins úr 26,8 prósent þriggja stiga skota sinna en það er versta nýting liðsins í leik á tímabilinu.