Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. janúar 2025 21:04 Anna María Flygenring geitabóndi á bænum Hlíð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi með bræðurna Frosta og Snæ, sem mættu óvænt í heiminn í byrjun ársins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Brosið fer ekki af geitabónda á Suðurlandi þessa dagana því tveir kiðlingar voru að koma í heiminn, sem hafa fengið nöfnin Frosti og Snær. Tveir geithafrar eru grunaðir um að vera feður kiðlinganna, annars vegar Lennon og hins vegar Lubbi. Geiturnar hjá Önnu Maríu Flygenring á bænum Hlíð II í Skeiða- og Gnúpverjahreppi eiga ekki að bera fyrr en í apríl en mamma kiðlinganna, sem heitir Kvika lág eitthvað á og bar kiðlingunum í upphafi nýs árs. „Þetta var alveg óvænt, þetta er svona vorboði, sem maður átti alls ekkert von á. Burðurinn kom mér skemmtilega á óvart, heldur betur. Svo verða þetta náttúrulega algjör dekurdýr því þeir verða knúsaðir svolítið mikið og oft væntanlega,” segir Anna María. „Þeir byrja strax að kunna að meta knús. Þú sérð það, þeir eru strax að láta sér líka vel að láta klóra sér,” bætir hún við. Ekki er vitað hver faðir Frosta og Snæs er en tveir hafrar koma til greina. „Já, þessi heitir Lennon en hann gæti verið pabbi kiðanna og svo kemur Lubbi líka til greina”, segir Anna María hlæjandi. Og hér er hafurinn Lennon, sem gæti verið faðir kiðanna eins og Lubbi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Anna María segir að geitur séu mjög gáfaðar. „Já, ég segi stundum að þær séu of gáfaðar og þess vegna þyki mönnum þær leiðinlegar af því að þær skáka manninum í vitsmunum stundum. Þær vita sínu viti. Ef þú ert til dæmis einhvern tímann vondur við geit, hún gleymir því ekki, hún fyrirgefur það aldrei.” Hafurinn Lubbi gæti verið faðir kiðanna en Lennon kemur líka til greina.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvetur Anna María þá sem geta að hafa aðstöðu að fá sér geitur? „Já, já, það er bara skemmtilegt og gagnlegt og það eru svo auðvelt að umgangast þær, þær eru ekki hættulegar”. Bærinn Hlíð, þar sem Anna María er með geiturnar sínar en þar er líka rekið myndarlegt kúabú.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Dýr Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira
Geiturnar hjá Önnu Maríu Flygenring á bænum Hlíð II í Skeiða- og Gnúpverjahreppi eiga ekki að bera fyrr en í apríl en mamma kiðlinganna, sem heitir Kvika lág eitthvað á og bar kiðlingunum í upphafi nýs árs. „Þetta var alveg óvænt, þetta er svona vorboði, sem maður átti alls ekkert von á. Burðurinn kom mér skemmtilega á óvart, heldur betur. Svo verða þetta náttúrulega algjör dekurdýr því þeir verða knúsaðir svolítið mikið og oft væntanlega,” segir Anna María. „Þeir byrja strax að kunna að meta knús. Þú sérð það, þeir eru strax að láta sér líka vel að láta klóra sér,” bætir hún við. Ekki er vitað hver faðir Frosta og Snæs er en tveir hafrar koma til greina. „Já, þessi heitir Lennon en hann gæti verið pabbi kiðanna og svo kemur Lubbi líka til greina”, segir Anna María hlæjandi. Og hér er hafurinn Lennon, sem gæti verið faðir kiðanna eins og Lubbi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Anna María segir að geitur séu mjög gáfaðar. „Já, ég segi stundum að þær séu of gáfaðar og þess vegna þyki mönnum þær leiðinlegar af því að þær skáka manninum í vitsmunum stundum. Þær vita sínu viti. Ef þú ert til dæmis einhvern tímann vondur við geit, hún gleymir því ekki, hún fyrirgefur það aldrei.” Hafurinn Lubbi gæti verið faðir kiðanna en Lennon kemur líka til greina.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvetur Anna María þá sem geta að hafa aðstöðu að fá sér geitur? „Já, já, það er bara skemmtilegt og gagnlegt og það eru svo auðvelt að umgangast þær, þær eru ekki hættulegar”. Bærinn Hlíð, þar sem Anna María er með geiturnar sínar en þar er líka rekið myndarlegt kúabú.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Dýr Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira