Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. janúar 2025 21:04 Anna María Flygenring geitabóndi á bænum Hlíð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi með bræðurna Frosta og Snæ, sem mættu óvænt í heiminn í byrjun ársins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Brosið fer ekki af geitabónda á Suðurlandi þessa dagana því tveir kiðlingar voru að koma í heiminn, sem hafa fengið nöfnin Frosti og Snær. Tveir geithafrar eru grunaðir um að vera feður kiðlinganna, annars vegar Lennon og hins vegar Lubbi. Geiturnar hjá Önnu Maríu Flygenring á bænum Hlíð II í Skeiða- og Gnúpverjahreppi eiga ekki að bera fyrr en í apríl en mamma kiðlinganna, sem heitir Kvika lág eitthvað á og bar kiðlingunum í upphafi nýs árs. „Þetta var alveg óvænt, þetta er svona vorboði, sem maður átti alls ekkert von á. Burðurinn kom mér skemmtilega á óvart, heldur betur. Svo verða þetta náttúrulega algjör dekurdýr því þeir verða knúsaðir svolítið mikið og oft væntanlega,” segir Anna María. „Þeir byrja strax að kunna að meta knús. Þú sérð það, þeir eru strax að láta sér líka vel að láta klóra sér,” bætir hún við. Ekki er vitað hver faðir Frosta og Snæs er en tveir hafrar koma til greina. „Já, þessi heitir Lennon en hann gæti verið pabbi kiðanna og svo kemur Lubbi líka til greina”, segir Anna María hlæjandi. Og hér er hafurinn Lennon, sem gæti verið faðir kiðanna eins og Lubbi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Anna María segir að geitur séu mjög gáfaðar. „Já, ég segi stundum að þær séu of gáfaðar og þess vegna þyki mönnum þær leiðinlegar af því að þær skáka manninum í vitsmunum stundum. Þær vita sínu viti. Ef þú ert til dæmis einhvern tímann vondur við geit, hún gleymir því ekki, hún fyrirgefur það aldrei.” Hafurinn Lubbi gæti verið faðir kiðanna en Lennon kemur líka til greina.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvetur Anna María þá sem geta að hafa aðstöðu að fá sér geitur? „Já, já, það er bara skemmtilegt og gagnlegt og það eru svo auðvelt að umgangast þær, þær eru ekki hættulegar”. Bærinn Hlíð, þar sem Anna María er með geiturnar sínar en þar er líka rekið myndarlegt kúabú.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Dýr Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Geiturnar hjá Önnu Maríu Flygenring á bænum Hlíð II í Skeiða- og Gnúpverjahreppi eiga ekki að bera fyrr en í apríl en mamma kiðlinganna, sem heitir Kvika lág eitthvað á og bar kiðlingunum í upphafi nýs árs. „Þetta var alveg óvænt, þetta er svona vorboði, sem maður átti alls ekkert von á. Burðurinn kom mér skemmtilega á óvart, heldur betur. Svo verða þetta náttúrulega algjör dekurdýr því þeir verða knúsaðir svolítið mikið og oft væntanlega,” segir Anna María. „Þeir byrja strax að kunna að meta knús. Þú sérð það, þeir eru strax að láta sér líka vel að láta klóra sér,” bætir hún við. Ekki er vitað hver faðir Frosta og Snæs er en tveir hafrar koma til greina. „Já, þessi heitir Lennon en hann gæti verið pabbi kiðanna og svo kemur Lubbi líka til greina”, segir Anna María hlæjandi. Og hér er hafurinn Lennon, sem gæti verið faðir kiðanna eins og Lubbi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Anna María segir að geitur séu mjög gáfaðar. „Já, ég segi stundum að þær séu of gáfaðar og þess vegna þyki mönnum þær leiðinlegar af því að þær skáka manninum í vitsmunum stundum. Þær vita sínu viti. Ef þú ert til dæmis einhvern tímann vondur við geit, hún gleymir því ekki, hún fyrirgefur það aldrei.” Hafurinn Lubbi gæti verið faðir kiðanna en Lennon kemur líka til greina.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvetur Anna María þá sem geta að hafa aðstöðu að fá sér geitur? „Já, já, það er bara skemmtilegt og gagnlegt og það eru svo auðvelt að umgangast þær, þær eru ekki hættulegar”. Bærinn Hlíð, þar sem Anna María er með geiturnar sínar en þar er líka rekið myndarlegt kúabú.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Dýr Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira