Óskar Hrafn Þorvaldsson mætir greinilega með sína menn klára í slaginn á undirbúningstímabilinu.
Aron Sigurðarson var með fyrirliðabandið og skoraði tvö mörk í leiknum.
Hin mörkin skoruðu þeir Eiður Gauti Sæbjörnsson, Júlíus Mar Júlíusson, Matthias Præst Nielsen og Gabríel Hrannar Eyjólfsson. Allir þessir fjórir eru nýkomnir til félagsins.
Júlíus Mar var þarna að skora á móti sínu uppeldisfélagi en hann kom til KR frá Fjölni í vetur.