Innlent

Breytingar á Reykja­víkur­flug­velli og asahláka

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld. Vilhelm

Íslendingur sem er búsettur í Los Angeles segir ófremdarástand ríkja í borginni. Útgöngubann er í hluta borgarinnar í nótt en þjófar hafa nýtt sér gróðureldana sem umlykja hana. Minnst tíu eru látnir.

Veðurstofan varar við asahláku um helgina. Við hittum Hjalta Guðmundsson, skrifstofustjóra borgarlandsins, í beinni útsendingu og hann skýrir að hverju þurfi að huga.

Samgöngustofa hefur tilkynnt ISAVIA að loka skuli annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar sem allra fyrst. Borgin hefur ekki fellt tré í Öskjuhlíð, sem Samgöngustofa segir nauðsynlegt til að tryggja flugöryggi. Borgarstjóri bregst við í beinni.

Og við heimsækjum útskurðarmeistara á níræðisaldri. Honum finnst skemmtilegast að tálga lóu, spóa og hrossagauk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×