„Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. janúar 2025 08:00 Ásgeir Örn Hallgrímsson. Vísir/Ívar Íslenska karlalandsliðið í handbolta á að setja stefnuna á 8-liða úrslit, hið minnsta, á komandi heimsmeistaramóti samkvæmt fyrrum landsliðsmanni. Margt má taka út úr jafntefli við sterkt lið Svía í gær. Ísland og Svíþjóð skildu jöfn 31-31 í Kristanstad í Svíþjóð í fyrrakvöld. Liðin skiptust á forystunni en strákarnir okkar voru sterkir í síðari hálfleik og leiddu með tveimur þegar skammt var eftir. Svíar skoruðu hins vegar síðustu tvö mörk leiksins og jafntefli niðurstaðan. Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka og fyrrum landsliðsmaður segir greinilegt að menn hafi viljað bæta flæðið í sóknarleik liðsins. Það hafi heppnast og þónokkrir jákvæðir punktar sem hægt sé að taka úr leiknum. „Mér fannst við smá aggressívari varnarlega. Mér fannst svo Janus og Viggó fá frjálsara hlutverk þegar þeir geisast fram völlinn. Sóknarlega var miklu meira flæði, sem var risa vandamál á síðasta móti, hvað það var mikið hnoð og þungt. Það var margt jákvætt, fannst mér,“ segir Ásgeir. En hvað mátti betur fara hjá íslenska liðinu? „Mér fannst við ekki góðir hlaupa til baka, sem kom mjög á óvart, það er ákveðinn grunnur sem öll lið þurfa að hafa. Það var of mikið um hraðaupphlaup og seinni bylgju mörk (sem Ísland fékk á sig). Það var mjög vont. Svo vorum við að tapa einn á einn árásum, oft á ljótan hátt, mér fannst hjálparvörnin ekki lesa það nægilega vel. Það er svo sem hægt að slípa það saman en ég hef smá áhyggjur af því,“ segir Ásgeir. Eiga að komast í átta liða úrslit Það eru því vissulega bæði jákvæðir og neikvæðir punktar sem hægt er að taka út úr leik liðsins. Það er líklega nákvæmlega eins og Snorri Steinn Guðjónsson og hans þjálfarateymi vill hafa það til að fá skýrari mynd af áherslupunktum áður en farið verður í mótið, sem hefst á fimmtudag. Það komi sér vel að mæta eins sterku liði og Svíum en strákarnir okkar mæta þeim sænsku aftur í dag áður en flogið verður yfir til Króatíu. „Þetta er topp lið, á þeirra heimavelli og allt það. Þeir voru smá sjokkeraðir að vera ekki að vinna leikinn, held ég. Það veit á gott fyrir okkar spilamennsku,“ segir Ásgeir. En hvaða kröfur eigum við að gera til liðsins á þessu móti? „Mér finnst við geta alveg sett kröfur á þá. Við höfum sagt það svolítið oft að þeir séu alveg æðislegir en þetta hefur ekki verið að smella. Þetta hefur verið rosalega mikið næstum því. Stemningin er þannig að menn eru mjög varkárir á því, aðeins að passa sig á því, sérstaklega vegna þess að Ómar er ekki með og Aron dottinn út. En það er oft þá sem eitthvað gerist þannig að ég ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar,“ segir Ásgeir. Hvar endar liðið? „Eigum við ekki að segja að þeir komist í átta liða úrslit og svo skulum við taka þetta þaðan.“ Klippa: Jákvæðir og neikvæðir punktar Fleira kemur fram í viðtalinu við Ásgeir sem má sjá í heild í spilaranum. Ísland mætir Svíum í dag en hefur leik á HM á fimmtudag gegn Grænhöfðaeyjum í Zagreb. Því næst er leikur við Kúbu og svo verður síðasti leikur riðilsins við Slóveníu að líkindum eiginlegur fyrsti leikur í milliriðli. Strákunum okkar verður vel fylgt eftir í Króatíu og allar helstu fréttir af HM í handbolta má nálgast á undirsíðu sportsins á Vísi hér. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Sjá meira
Ísland og Svíþjóð skildu jöfn 31-31 í Kristanstad í Svíþjóð í fyrrakvöld. Liðin skiptust á forystunni en strákarnir okkar voru sterkir í síðari hálfleik og leiddu með tveimur þegar skammt var eftir. Svíar skoruðu hins vegar síðustu tvö mörk leiksins og jafntefli niðurstaðan. Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka og fyrrum landsliðsmaður segir greinilegt að menn hafi viljað bæta flæðið í sóknarleik liðsins. Það hafi heppnast og þónokkrir jákvæðir punktar sem hægt sé að taka úr leiknum. „Mér fannst við smá aggressívari varnarlega. Mér fannst svo Janus og Viggó fá frjálsara hlutverk þegar þeir geisast fram völlinn. Sóknarlega var miklu meira flæði, sem var risa vandamál á síðasta móti, hvað það var mikið hnoð og þungt. Það var margt jákvætt, fannst mér,“ segir Ásgeir. En hvað mátti betur fara hjá íslenska liðinu? „Mér fannst við ekki góðir hlaupa til baka, sem kom mjög á óvart, það er ákveðinn grunnur sem öll lið þurfa að hafa. Það var of mikið um hraðaupphlaup og seinni bylgju mörk (sem Ísland fékk á sig). Það var mjög vont. Svo vorum við að tapa einn á einn árásum, oft á ljótan hátt, mér fannst hjálparvörnin ekki lesa það nægilega vel. Það er svo sem hægt að slípa það saman en ég hef smá áhyggjur af því,“ segir Ásgeir. Eiga að komast í átta liða úrslit Það eru því vissulega bæði jákvæðir og neikvæðir punktar sem hægt er að taka út úr leik liðsins. Það er líklega nákvæmlega eins og Snorri Steinn Guðjónsson og hans þjálfarateymi vill hafa það til að fá skýrari mynd af áherslupunktum áður en farið verður í mótið, sem hefst á fimmtudag. Það komi sér vel að mæta eins sterku liði og Svíum en strákarnir okkar mæta þeim sænsku aftur í dag áður en flogið verður yfir til Króatíu. „Þetta er topp lið, á þeirra heimavelli og allt það. Þeir voru smá sjokkeraðir að vera ekki að vinna leikinn, held ég. Það veit á gott fyrir okkar spilamennsku,“ segir Ásgeir. En hvaða kröfur eigum við að gera til liðsins á þessu móti? „Mér finnst við geta alveg sett kröfur á þá. Við höfum sagt það svolítið oft að þeir séu alveg æðislegir en þetta hefur ekki verið að smella. Þetta hefur verið rosalega mikið næstum því. Stemningin er þannig að menn eru mjög varkárir á því, aðeins að passa sig á því, sérstaklega vegna þess að Ómar er ekki með og Aron dottinn út. En það er oft þá sem eitthvað gerist þannig að ég ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar,“ segir Ásgeir. Hvar endar liðið? „Eigum við ekki að segja að þeir komist í átta liða úrslit og svo skulum við taka þetta þaðan.“ Klippa: Jákvæðir og neikvæðir punktar Fleira kemur fram í viðtalinu við Ásgeir sem má sjá í heild í spilaranum. Ísland mætir Svíum í dag en hefur leik á HM á fimmtudag gegn Grænhöfðaeyjum í Zagreb. Því næst er leikur við Kúbu og svo verður síðasti leikur riðilsins við Slóveníu að líkindum eiginlegur fyrsti leikur í milliriðli. Strákunum okkar verður vel fylgt eftir í Króatíu og allar helstu fréttir af HM í handbolta má nálgast á undirsíðu sportsins á Vísi hér.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Sjá meira