Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Samúel Karl Ólason skrifar 10. janúar 2025 16:29 Ísraelskir flugmenn á leið til árása í Jemen í morgun. Flugher Ísrael Ísraelar vörpuðu í morgun sprengjum á Jemen. Eru þessar árásir sagðar viðbrögð við dróna- og eldflaugaárásum Húta á Ísrael á undanförnum vikum. Fyrr í vikunni vörpuðu Bandaríkjamenn sprengjum á skotmörk sem þeir segja í eigu Húta. Forsvarsmenn flughers Ísrael segja rúmlega tuttugu flugvélar hafa komið að árásunum. Þar á meðal orrustuþotur, eldsneytisflugvélar og eftirlitsvélar. Þeir segja um fimmtíu sprengjum hafa verið varpað á þrjú skotmörk. Eitt þeirra er orkuver nærri Sanaa, höfuðborg Jemen. Hin tvö skotmörkin eru hafnir sem Hútar stjórna á vesturströnd landsins. The IDF releases footage of Israeli Air Force F-16I fighter jets taking off from the Ramon Airbase in southern Israel for the strikes against the Iran-backed Houthis in Yemen earlier. pic.twitter.com/kvVgznwmdi— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) January 10, 2025 Í yfirlýsingu frá ísraelska hernum segir að orkuverið sé mikilvægt Hútum og að Ísraelar muni ekki hætta að verja Ísrael gegn utanaðkomandi árásum. Herinn segir einnig að þó Hútar séu sjálfstæðir reiði þeir á stuðning og fjármagn frá Íran til að gera árásir á Ísrael. Hútar hafa á undanförnu ári skotið þó nokkrum stýri- og skotflaugum að Ísrael og flogið sjálfsprengidrónum þangað. Það segjast þeir gera af samstöðu með Palestínumönnum á Gasaströndinni. Hópurinn, sem nýtur stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran, stjórnar Sanaa, höfuðborg Jemen, og stórum hlutum landsins í norðri og vestri. Átökin hafa leitt til hrikalegs mannúðarástands í Jemen, þar sem fátækt er mikil. Hungursneyð og smitsóttir hafa leikið í íbúa landsins grátt. Ráðamenn í Ísrael hafa að undanförnu hótað Hútum umfangsmiklum árásum. Í yfirlýsingu sem birt var í dag sagði Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, að Hútar myndu gjalda fyrir árásir sínar á ísrael. Þá hefur AFP fréttaveitan eftir Israel Katz, varnarmálaráðherra, að Ísraelar muni elta leiðtoga Húta uppi. Enginn þeirra sé óhultur. Jemen Ísrael Hernaður Íran Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, var staddur á flugvellinum í Sanaa í Jemen í gær þegar Ísraelsmenn gerðu loftárás á völlinn. 27. desember 2024 07:17 Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Tveir flugmenn sjóhers Bandaríkjanna lifðu af þegar herþota þeirra var skotin niður yfir Rauðahafi í nótt. Svo virðist sem þotan hafi verið skotin niður af Bandaríkjamönnum sjálfum og var það í kjölfar loftárásar gegn Hútum í Jemen. 22. desember 2024 07:38 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Forsvarsmenn flughers Ísrael segja rúmlega tuttugu flugvélar hafa komið að árásunum. Þar á meðal orrustuþotur, eldsneytisflugvélar og eftirlitsvélar. Þeir segja um fimmtíu sprengjum hafa verið varpað á þrjú skotmörk. Eitt þeirra er orkuver nærri Sanaa, höfuðborg Jemen. Hin tvö skotmörkin eru hafnir sem Hútar stjórna á vesturströnd landsins. The IDF releases footage of Israeli Air Force F-16I fighter jets taking off from the Ramon Airbase in southern Israel for the strikes against the Iran-backed Houthis in Yemen earlier. pic.twitter.com/kvVgznwmdi— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) January 10, 2025 Í yfirlýsingu frá ísraelska hernum segir að orkuverið sé mikilvægt Hútum og að Ísraelar muni ekki hætta að verja Ísrael gegn utanaðkomandi árásum. Herinn segir einnig að þó Hútar séu sjálfstæðir reiði þeir á stuðning og fjármagn frá Íran til að gera árásir á Ísrael. Hútar hafa á undanförnu ári skotið þó nokkrum stýri- og skotflaugum að Ísrael og flogið sjálfsprengidrónum þangað. Það segjast þeir gera af samstöðu með Palestínumönnum á Gasaströndinni. Hópurinn, sem nýtur stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran, stjórnar Sanaa, höfuðborg Jemen, og stórum hlutum landsins í norðri og vestri. Átökin hafa leitt til hrikalegs mannúðarástands í Jemen, þar sem fátækt er mikil. Hungursneyð og smitsóttir hafa leikið í íbúa landsins grátt. Ráðamenn í Ísrael hafa að undanförnu hótað Hútum umfangsmiklum árásum. Í yfirlýsingu sem birt var í dag sagði Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, að Hútar myndu gjalda fyrir árásir sínar á ísrael. Þá hefur AFP fréttaveitan eftir Israel Katz, varnarmálaráðherra, að Ísraelar muni elta leiðtoga Húta uppi. Enginn þeirra sé óhultur.
Jemen Ísrael Hernaður Íran Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, var staddur á flugvellinum í Sanaa í Jemen í gær þegar Ísraelsmenn gerðu loftárás á völlinn. 27. desember 2024 07:17 Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Tveir flugmenn sjóhers Bandaríkjanna lifðu af þegar herþota þeirra var skotin niður yfir Rauðahafi í nótt. Svo virðist sem þotan hafi verið skotin niður af Bandaríkjamönnum sjálfum og var það í kjölfar loftárásar gegn Hútum í Jemen. 22. desember 2024 07:38 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, var staddur á flugvellinum í Sanaa í Jemen í gær þegar Ísraelsmenn gerðu loftárás á völlinn. 27. desember 2024 07:17
Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Tveir flugmenn sjóhers Bandaríkjanna lifðu af þegar herþota þeirra var skotin niður yfir Rauðahafi í nótt. Svo virðist sem þotan hafi verið skotin niður af Bandaríkjamönnum sjálfum og var það í kjölfar loftárásar gegn Hútum í Jemen. 22. desember 2024 07:38