Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Samúel Karl Ólason skrifar 10. janúar 2025 16:29 Ísraelskir flugmenn á leið til árása í Jemen í morgun. Flugher Ísrael Ísraelar vörpuðu í morgun sprengjum á Jemen. Eru þessar árásir sagðar viðbrögð við dróna- og eldflaugaárásum Húta á Ísrael á undanförnum vikum. Fyrr í vikunni vörpuðu Bandaríkjamenn sprengjum á skotmörk sem þeir segja í eigu Húta. Forsvarsmenn flughers Ísrael segja rúmlega tuttugu flugvélar hafa komið að árásunum. Þar á meðal orrustuþotur, eldsneytisflugvélar og eftirlitsvélar. Þeir segja um fimmtíu sprengjum hafa verið varpað á þrjú skotmörk. Eitt þeirra er orkuver nærri Sanaa, höfuðborg Jemen. Hin tvö skotmörkin eru hafnir sem Hútar stjórna á vesturströnd landsins. The IDF releases footage of Israeli Air Force F-16I fighter jets taking off from the Ramon Airbase in southern Israel for the strikes against the Iran-backed Houthis in Yemen earlier. pic.twitter.com/kvVgznwmdi— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) January 10, 2025 Í yfirlýsingu frá ísraelska hernum segir að orkuverið sé mikilvægt Hútum og að Ísraelar muni ekki hætta að verja Ísrael gegn utanaðkomandi árásum. Herinn segir einnig að þó Hútar séu sjálfstæðir reiði þeir á stuðning og fjármagn frá Íran til að gera árásir á Ísrael. Hútar hafa á undanförnu ári skotið þó nokkrum stýri- og skotflaugum að Ísrael og flogið sjálfsprengidrónum þangað. Það segjast þeir gera af samstöðu með Palestínumönnum á Gasaströndinni. Hópurinn, sem nýtur stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran, stjórnar Sanaa, höfuðborg Jemen, og stórum hlutum landsins í norðri og vestri. Átökin hafa leitt til hrikalegs mannúðarástands í Jemen, þar sem fátækt er mikil. Hungursneyð og smitsóttir hafa leikið í íbúa landsins grátt. Ráðamenn í Ísrael hafa að undanförnu hótað Hútum umfangsmiklum árásum. Í yfirlýsingu sem birt var í dag sagði Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, að Hútar myndu gjalda fyrir árásir sínar á ísrael. Þá hefur AFP fréttaveitan eftir Israel Katz, varnarmálaráðherra, að Ísraelar muni elta leiðtoga Húta uppi. Enginn þeirra sé óhultur. Jemen Ísrael Hernaður Íran Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, var staddur á flugvellinum í Sanaa í Jemen í gær þegar Ísraelsmenn gerðu loftárás á völlinn. 27. desember 2024 07:17 Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Tveir flugmenn sjóhers Bandaríkjanna lifðu af þegar herþota þeirra var skotin niður yfir Rauðahafi í nótt. Svo virðist sem þotan hafi verið skotin niður af Bandaríkjamönnum sjálfum og var það í kjölfar loftárásar gegn Hútum í Jemen. 22. desember 2024 07:38 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Forsvarsmenn flughers Ísrael segja rúmlega tuttugu flugvélar hafa komið að árásunum. Þar á meðal orrustuþotur, eldsneytisflugvélar og eftirlitsvélar. Þeir segja um fimmtíu sprengjum hafa verið varpað á þrjú skotmörk. Eitt þeirra er orkuver nærri Sanaa, höfuðborg Jemen. Hin tvö skotmörkin eru hafnir sem Hútar stjórna á vesturströnd landsins. The IDF releases footage of Israeli Air Force F-16I fighter jets taking off from the Ramon Airbase in southern Israel for the strikes against the Iran-backed Houthis in Yemen earlier. pic.twitter.com/kvVgznwmdi— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) January 10, 2025 Í yfirlýsingu frá ísraelska hernum segir að orkuverið sé mikilvægt Hútum og að Ísraelar muni ekki hætta að verja Ísrael gegn utanaðkomandi árásum. Herinn segir einnig að þó Hútar séu sjálfstæðir reiði þeir á stuðning og fjármagn frá Íran til að gera árásir á Ísrael. Hútar hafa á undanförnu ári skotið þó nokkrum stýri- og skotflaugum að Ísrael og flogið sjálfsprengidrónum þangað. Það segjast þeir gera af samstöðu með Palestínumönnum á Gasaströndinni. Hópurinn, sem nýtur stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran, stjórnar Sanaa, höfuðborg Jemen, og stórum hlutum landsins í norðri og vestri. Átökin hafa leitt til hrikalegs mannúðarástands í Jemen, þar sem fátækt er mikil. Hungursneyð og smitsóttir hafa leikið í íbúa landsins grátt. Ráðamenn í Ísrael hafa að undanförnu hótað Hútum umfangsmiklum árásum. Í yfirlýsingu sem birt var í dag sagði Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, að Hútar myndu gjalda fyrir árásir sínar á ísrael. Þá hefur AFP fréttaveitan eftir Israel Katz, varnarmálaráðherra, að Ísraelar muni elta leiðtoga Húta uppi. Enginn þeirra sé óhultur.
Jemen Ísrael Hernaður Íran Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, var staddur á flugvellinum í Sanaa í Jemen í gær þegar Ísraelsmenn gerðu loftárás á völlinn. 27. desember 2024 07:17 Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Tveir flugmenn sjóhers Bandaríkjanna lifðu af þegar herþota þeirra var skotin niður yfir Rauðahafi í nótt. Svo virðist sem þotan hafi verið skotin niður af Bandaríkjamönnum sjálfum og var það í kjölfar loftárásar gegn Hútum í Jemen. 22. desember 2024 07:38 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, var staddur á flugvellinum í Sanaa í Jemen í gær þegar Ísraelsmenn gerðu loftárás á völlinn. 27. desember 2024 07:17
Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Tveir flugmenn sjóhers Bandaríkjanna lifðu af þegar herþota þeirra var skotin niður yfir Rauðahafi í nótt. Svo virðist sem þotan hafi verið skotin niður af Bandaríkjamönnum sjálfum og var það í kjölfar loftárásar gegn Hútum í Jemen. 22. desember 2024 07:38