„Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. janúar 2025 22:24 Rúnar Ingi einbeittur á hliðarlínunni í kvöld. Hann er ánægður með sína menn en segir liðið þó enn eiga mikið inni. vísir / diego Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var sáttur með 81-75 sigur sinna manna á Álftanesi og stoltur af fjölhæfninni sem liðið býr yfir. Liðið hefur unnið tvo, mjög ólíka, leiki á árinu og lítur vel út fyrir úrslitakeppnina að mati Rúnars, en getur gert margt betur. „Við vorum í algjöru skotstríði í síðustu viku og miklum sóknarbolta [106-104 sigur gegn Þór Þ.]. Svo mætum við hér á erfiðan útivöll og tökum einhvern svona varnarsigur, þar sem bæði lið eru bara í kringum áttatíu stigin. Það er fjölhæfni í okkar leik, við getum spilað hægar og meira physical leik, sem er mikilvægt fyrir úrslitakeppnina, en við getum líka verið liðið sem sprengir þetta upp. Aðlögunarhæfnin er það sem ég er virkilega ánægður með,“ sagði Rúnar eftir leik. Njarðvík er í þriðja sæti deildarinnar, fjórum stigum frá toppliðunum tveimur en tveimur stigum ofar en næstu lið fyrir neðan. „Markmiðið hjá okkur er bara að mæta í hvern einasta körfuboltaleik og vinna. Við teljum að með réttu leikplani og fókus, og með því að muna að vera glaðir og gera þetta fyrir hvorn, þá held ég að við getum það. Auðvitað erum við í þessu til að vinna en hvort að við verðum þarna, það er svo mikið eftir. Hver einn og einasti leikur er ógeðslega erfiður, og við tökum að sjálfsögðu bara gömlu góðu klisjuna; einn leikur í einu og næst er Keflavík,“ sagði Rúnar um toppbaráttuna. Rúnar fer yfir málin í leikhléi undir lokin.vísir / diego Í kvöld sneri Khalil Shabazz aftur eftir að hafa misst af síðasta leik vegna meiðsla. Hann skilaði frábæru framlagi í kvöld og var stigahæsti maður vallarins. Njarðvíkingar bíða hins vegar enn eftir að endurheimta Dwayne Lautier-Ogunleye úr meiðslum. „Logi [Gunnarsson, aðstoðarþjálfari] er með hann [Dwayne] á hliðarlínunni í IceMar höllinni á öllum æfingum að gera hann þreyttan og koma honum í stand. Við fengum góðar fréttir og ég hugsa að um miðjan febrúar gætum við verið komnir með hann í búning… Það er eitt sem hann Khalil tekur út úr þessari meiðslatíð þar sem hann var að spara öxlina og vildi eiginlega ekkert skjóta á æfingum, mér finnst bara orðinn betri. Gerir meira af því í kvöld að sækja í glufurnar í vörninni og ná sér í auðveldar körfur, á sama tíma og hann sýnir okkur ótrúlega færni í að finna liðsfélaga sína. Þannig að þetta er bara fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur og við þurfum að vera með kveikt á öllum perum á móti Keflavík í næstu umferð,“ sagði Rúnar að lokum. UMF Njarðvík Bónus-deild karla Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Fleiri fréttir Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Sjá meira
„Við vorum í algjöru skotstríði í síðustu viku og miklum sóknarbolta [106-104 sigur gegn Þór Þ.]. Svo mætum við hér á erfiðan útivöll og tökum einhvern svona varnarsigur, þar sem bæði lið eru bara í kringum áttatíu stigin. Það er fjölhæfni í okkar leik, við getum spilað hægar og meira physical leik, sem er mikilvægt fyrir úrslitakeppnina, en við getum líka verið liðið sem sprengir þetta upp. Aðlögunarhæfnin er það sem ég er virkilega ánægður með,“ sagði Rúnar eftir leik. Njarðvík er í þriðja sæti deildarinnar, fjórum stigum frá toppliðunum tveimur en tveimur stigum ofar en næstu lið fyrir neðan. „Markmiðið hjá okkur er bara að mæta í hvern einasta körfuboltaleik og vinna. Við teljum að með réttu leikplani og fókus, og með því að muna að vera glaðir og gera þetta fyrir hvorn, þá held ég að við getum það. Auðvitað erum við í þessu til að vinna en hvort að við verðum þarna, það er svo mikið eftir. Hver einn og einasti leikur er ógeðslega erfiður, og við tökum að sjálfsögðu bara gömlu góðu klisjuna; einn leikur í einu og næst er Keflavík,“ sagði Rúnar um toppbaráttuna. Rúnar fer yfir málin í leikhléi undir lokin.vísir / diego Í kvöld sneri Khalil Shabazz aftur eftir að hafa misst af síðasta leik vegna meiðsla. Hann skilaði frábæru framlagi í kvöld og var stigahæsti maður vallarins. Njarðvíkingar bíða hins vegar enn eftir að endurheimta Dwayne Lautier-Ogunleye úr meiðslum. „Logi [Gunnarsson, aðstoðarþjálfari] er með hann [Dwayne] á hliðarlínunni í IceMar höllinni á öllum æfingum að gera hann þreyttan og koma honum í stand. Við fengum góðar fréttir og ég hugsa að um miðjan febrúar gætum við verið komnir með hann í búning… Það er eitt sem hann Khalil tekur út úr þessari meiðslatíð þar sem hann var að spara öxlina og vildi eiginlega ekkert skjóta á æfingum, mér finnst bara orðinn betri. Gerir meira af því í kvöld að sækja í glufurnar í vörninni og ná sér í auðveldar körfur, á sama tíma og hann sýnir okkur ótrúlega færni í að finna liðsfélaga sína. Þannig að þetta er bara fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur og við þurfum að vera með kveikt á öllum perum á móti Keflavík í næstu umferð,“ sagði Rúnar að lokum.
UMF Njarðvík Bónus-deild karla Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Fleiri fréttir Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Sjá meira