Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 9. janúar 2025 16:13 Patrik veit hvað hann syngur þegar kemur að nýjustu tísku. Tónlistarmaðurinn Patrik Snær Atlason, jafnan þekktur sem Prettyboitjokkó, er á skíðum í í Selva á Ítalíu ásamt fjölskyldu sinni og kærustunni, Friðþóru Sigurjónsdóttur. Patrik er annálaður smekkmaður þegar kemur að fatavali og hefur mikinn áhuga á tísku, sérstaklega þegar kemur að dýrum merkja- og hönnunarvörum. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að hann klæðist rándýrum útivistarfötum þegar hann þeysist niður brekkur ítölsku Alpanna. Patrik birti mynd af sér á samfélagsmiðlum í skíðafötum frá ítalska lífstíls- og útivistarmerkinu Moncler. Dúnúlpan er ljósbrún að lit með hettu og kostar 2300 bandaríkjadali, eða um 325 þúsund íslenskar krónur miðað við núverandi gengi. Skíðabuxurnar eru dökkbrúnar með renndum vösum og kosta 1330 bandaríkjadollara, eða um 188 þúsund íslenskar krónur. https://www.farfetch.com/ https://www.farfetch.com/ Moncler var stofnað árið 1952 í litlu fjallaþorpi nálægt Grenoble í suðurhluta Frakklands, en er nú með höfuðstöðvar á Ítalíu. Merkið er þekkt fyrir stílhreina og glæsilega hönnun og hefur notið mikilla vinsælda víða um heim þvert á alla aldurshópa, þá helst fyrir dúnúlpur í glansandi nylon efni. Patrik deildi myndbandi af sér á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem hann tekur sig vel út í dressinu. Hann er með einstakan skíðastíl og nýtur lífsins í fjallshlíðunum. @prettyboitjokkoo Rateaðu stílinn 🎿 ♬ Annan Hring - PATR!K & Herbert Guðmundsson & Bomarz Tíska og hönnun Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Patrik er annálaður smekkmaður þegar kemur að fatavali og hefur mikinn áhuga á tísku, sérstaklega þegar kemur að dýrum merkja- og hönnunarvörum. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að hann klæðist rándýrum útivistarfötum þegar hann þeysist niður brekkur ítölsku Alpanna. Patrik birti mynd af sér á samfélagsmiðlum í skíðafötum frá ítalska lífstíls- og útivistarmerkinu Moncler. Dúnúlpan er ljósbrún að lit með hettu og kostar 2300 bandaríkjadali, eða um 325 þúsund íslenskar krónur miðað við núverandi gengi. Skíðabuxurnar eru dökkbrúnar með renndum vösum og kosta 1330 bandaríkjadollara, eða um 188 þúsund íslenskar krónur. https://www.farfetch.com/ https://www.farfetch.com/ Moncler var stofnað árið 1952 í litlu fjallaþorpi nálægt Grenoble í suðurhluta Frakklands, en er nú með höfuðstöðvar á Ítalíu. Merkið er þekkt fyrir stílhreina og glæsilega hönnun og hefur notið mikilla vinsælda víða um heim þvert á alla aldurshópa, þá helst fyrir dúnúlpur í glansandi nylon efni. Patrik deildi myndbandi af sér á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem hann tekur sig vel út í dressinu. Hann er með einstakan skíðastíl og nýtur lífsins í fjallshlíðunum. @prettyboitjokkoo Rateaðu stílinn 🎿 ♬ Annan Hring - PATR!K & Herbert Guðmundsson & Bomarz
Tíska og hönnun Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira