Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Sindri Sverrisson skrifar 9. janúar 2025 14:00 Ljóst er að þrýst er á árangur hjá Degi Sigurðssyni og hans mönnum á HM, þar sem Króatía er á heimavelli. EPA-EFE/RITCHIE B. TONGO Króatar verða væntanlega mótherjar Íslands í milliriðli á HM í handbolta í þessum mánuði. Dagur Sigurðsson, þjálfari Króatíu, var vægast sagt óhress með lið sitt í gærkvöld. Króatar verða á heimavelli í Zagreb á HM. Í gær spiluðu þeir í bænum Varaždin, vináttulandsleik við Norður-Makedóníu, og unnu 27-25 sigur, eftir að gestirnir höfðu verið 14-13 yfir í hálfleik. Staðan var jöfn, 24-24, þegar skammt var eftir en lærisveinar Kiril Lazarov urðu að játa sig sigraða. Dagur var samt hundóánægður, miðað við ummæli hans í viðtali við 24 Sata: „Í fyrri hálfleikunum var vörnin skelfileg og skotin fyrir utan voru enn verri. Við gerðum of mörg mistök og heilt yfir var margt neikvætt í gangi. Seinni hálfleikurinn var hins vegar betri en við verðum að gera betur í sóknarleiknum,“ sagði Dagur. Mario Sostaric tók undir með honum: „Við megum svo sannarlega ekki eiga annan svona leik. Það var ekki mjög notalegt í klefanum í hálfleik. Duvnjak fyrirliði hafði sitt að segja. Við verðum að gera mun betur. Við vorum ekki rétt stilltir og það gæti reynst dýrkeypt á HM,“ sagði Sostaric. Luka Cindric í baráttunni á Ólympíuleikunum í sumar.EPA-EFE/MARTIN DIVISEK Cindric ekki spilað síðasta mánuðinn Króatíska liðið hefur þurft að spjara sig án Luka Cindric sem króatíski miðillinn 24 Sata lýsir sem besta leikmanni Króatíu. Hann hefur ekki spilað með liði sínu Veszprém síðan 4. desember, vegna meiðsla. „Cindric er að glíma við vandamál og hefur lítið getað æft síðan um miðjan desember. Vonandi snýr hann brátt aftur,“ sagði Dagur. Hann hefur verið með 22 leikmenn í sínum hópi en fjórir þeirra detta svo út fyrir HM, og sextán menn eru á skýrslu í hverjum leik. Mæta mótherjum Íslands Dagur og hans menn takast á við Slóvena, erfiðustu mótherjana í riðli Íslands, í vináttulandsleik í Zagreb á föstudaginn. Fyrsti leikur Króata á HM er við lærisveina Arons Kristjánssonar í Barein á miðvikudaginn. Liðin eru í H-riðli með Argentínu og Egyptalandi, og þrjú efstu liðin verða í milliriðli með liðum úr G-riðli (Ísland, Slóvenía, Kúba, Grænhöfðaeyjar). HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti „Mig kitlar svakalega í puttana“ Handbolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Körfubolti Fleiri fréttir Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Sjá meira
Króatar verða á heimavelli í Zagreb á HM. Í gær spiluðu þeir í bænum Varaždin, vináttulandsleik við Norður-Makedóníu, og unnu 27-25 sigur, eftir að gestirnir höfðu verið 14-13 yfir í hálfleik. Staðan var jöfn, 24-24, þegar skammt var eftir en lærisveinar Kiril Lazarov urðu að játa sig sigraða. Dagur var samt hundóánægður, miðað við ummæli hans í viðtali við 24 Sata: „Í fyrri hálfleikunum var vörnin skelfileg og skotin fyrir utan voru enn verri. Við gerðum of mörg mistök og heilt yfir var margt neikvætt í gangi. Seinni hálfleikurinn var hins vegar betri en við verðum að gera betur í sóknarleiknum,“ sagði Dagur. Mario Sostaric tók undir með honum: „Við megum svo sannarlega ekki eiga annan svona leik. Það var ekki mjög notalegt í klefanum í hálfleik. Duvnjak fyrirliði hafði sitt að segja. Við verðum að gera mun betur. Við vorum ekki rétt stilltir og það gæti reynst dýrkeypt á HM,“ sagði Sostaric. Luka Cindric í baráttunni á Ólympíuleikunum í sumar.EPA-EFE/MARTIN DIVISEK Cindric ekki spilað síðasta mánuðinn Króatíska liðið hefur þurft að spjara sig án Luka Cindric sem króatíski miðillinn 24 Sata lýsir sem besta leikmanni Króatíu. Hann hefur ekki spilað með liði sínu Veszprém síðan 4. desember, vegna meiðsla. „Cindric er að glíma við vandamál og hefur lítið getað æft síðan um miðjan desember. Vonandi snýr hann brátt aftur,“ sagði Dagur. Hann hefur verið með 22 leikmenn í sínum hópi en fjórir þeirra detta svo út fyrir HM, og sextán menn eru á skýrslu í hverjum leik. Mæta mótherjum Íslands Dagur og hans menn takast á við Slóvena, erfiðustu mótherjana í riðli Íslands, í vináttulandsleik í Zagreb á föstudaginn. Fyrsti leikur Króata á HM er við lærisveina Arons Kristjánssonar í Barein á miðvikudaginn. Liðin eru í H-riðli með Argentínu og Egyptalandi, og þrjú efstu liðin verða í milliriðli með liðum úr G-riðli (Ísland, Slóvenía, Kúba, Grænhöfðaeyjar).
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti „Mig kitlar svakalega í puttana“ Handbolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Körfubolti Fleiri fréttir Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Sjá meira