Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. janúar 2025 21:24 Þóra J. Jónasdóttir, yfirdýralæknir, segir mikilvægt að vera á varðbergi þrátt fyrir að hverfandi líkur séu á því að fólk geti smitast af flensunni. Vísir/Einar Matvælastofnun telur hverfandi líkur á að fólk geti smitast af H5N5-afbrigði fuglaflensu þrátt fyrir að kettlingur hafi nýlega drepist af flensunni. Stofnunin telur þó mikilvægt að vera á varðbergi og hefur boðað kattareigendur í sýnatöku. Matvælastofnun hefur fjallað ítarlega um tilvik þar sem kettlingur drapst vegna fuglaflensu í lok desember. Þá er fólki ráðlagt að senda inn tilkynningar ef það sér dauða fugla sem hafa drepist án ástæðu. Fréttastofa ræddi við Þóru J. Jónasdóttur, yfirdýralækni Matvælastofnunar, um köttinn sem drapst, H5N5-afbrigði fuglaflensu og líkurnar á því að fólk geti smitast af flensunni. Horfa má á viðtal fréttastofu við eiganda kettlingsins sem drapst í spilaranum hér að neðan. Beint í kjölfarið á því má svo sjá viðtalið við yfirdýralækni Mast en það er eftir 2 mínútur og 50 sekúndur í klippunni. Hverfandi líkur á smiti en samt á varðbergi Er möguleiki á að smitast af þessu afbrigði fuglaflensu með því að umgangast veik dýr? „Við teljum hverfandi líkur á því vegna þess að það hafa, samkvæmt öllum okkar heimildum, engin tilfelli verið tilkynnt þar sem veiran hefur smitað frá spendýri eða fuglum yfir í fólk, af þessu afbrigði, það er að segja H5N5-afbrigðinu,“ segir Þóra J. Jónasdóttir, yfirdýralæknir hjá Mast. Hvers vegna er fólk þá beðið um að koma núna í sýnatöku? „Við þurfum auðvitað að vera á tánum vegna þess að við höfum önnur afbrigði þar sem hefur komið í ljós að það hefur getað smitað yfir í bæði spendýr og fólk. Þó svo það hafi ekki komið neinar tilkynningar um þetta afbrigði þá verðum við að vera á varðbergi og taka allar varúðarráðstafanir sem við getum,“ segir Þóra. Líklega öll étið af sama dauða fugli Nú hefur læða drepist og kettlingarnir hennar, annar þeirra hefur verið greindur með þetta afbrigði. Hvernig þá ætlið þið að þau smit hafi orðið? „Við teljum langlíklegast að læðan hafi dregið inn dauðan fugl sem hafi þá mögulega annað hvort verið veikur eða dauður af fuglainflúensunni, af þessu afbrigði H5N5,“ segir Þóra. „Þeir eru orðnir það stálpaðir kettlingarnir að við teljum mest líklegt að þau hafi þá öll étið af þessum dauða fugl, bæði læðan og kettlingarnir. Það er vegna þess að þau eru að drepast eða veikjast á svipuðum eða sama tíma,“ segir Þóra. Fuglar Kettir Dýraheilbrigði Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Matvælastofnun hefur fjallað ítarlega um tilvik þar sem kettlingur drapst vegna fuglaflensu í lok desember. Þá er fólki ráðlagt að senda inn tilkynningar ef það sér dauða fugla sem hafa drepist án ástæðu. Fréttastofa ræddi við Þóru J. Jónasdóttur, yfirdýralækni Matvælastofnunar, um köttinn sem drapst, H5N5-afbrigði fuglaflensu og líkurnar á því að fólk geti smitast af flensunni. Horfa má á viðtal fréttastofu við eiganda kettlingsins sem drapst í spilaranum hér að neðan. Beint í kjölfarið á því má svo sjá viðtalið við yfirdýralækni Mast en það er eftir 2 mínútur og 50 sekúndur í klippunni. Hverfandi líkur á smiti en samt á varðbergi Er möguleiki á að smitast af þessu afbrigði fuglaflensu með því að umgangast veik dýr? „Við teljum hverfandi líkur á því vegna þess að það hafa, samkvæmt öllum okkar heimildum, engin tilfelli verið tilkynnt þar sem veiran hefur smitað frá spendýri eða fuglum yfir í fólk, af þessu afbrigði, það er að segja H5N5-afbrigðinu,“ segir Þóra J. Jónasdóttir, yfirdýralæknir hjá Mast. Hvers vegna er fólk þá beðið um að koma núna í sýnatöku? „Við þurfum auðvitað að vera á tánum vegna þess að við höfum önnur afbrigði þar sem hefur komið í ljós að það hefur getað smitað yfir í bæði spendýr og fólk. Þó svo það hafi ekki komið neinar tilkynningar um þetta afbrigði þá verðum við að vera á varðbergi og taka allar varúðarráðstafanir sem við getum,“ segir Þóra. Líklega öll étið af sama dauða fugli Nú hefur læða drepist og kettlingarnir hennar, annar þeirra hefur verið greindur með þetta afbrigði. Hvernig þá ætlið þið að þau smit hafi orðið? „Við teljum langlíklegast að læðan hafi dregið inn dauðan fugl sem hafi þá mögulega annað hvort verið veikur eða dauður af fuglainflúensunni, af þessu afbrigði H5N5,“ segir Þóra. „Þeir eru orðnir það stálpaðir kettlingarnir að við teljum mest líklegt að þau hafi þá öll étið af þessum dauða fugl, bæði læðan og kettlingarnir. Það er vegna þess að þau eru að drepast eða veikjast á svipuðum eða sama tíma,“ segir Þóra.
Fuglar Kettir Dýraheilbrigði Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði