Fótbolti

Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víg­línunni í Úkraínu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aleksei Bugayev í leik með rússneska landsliðinu á Evrópumótinu í Portúgal 2004.
Aleksei Bugayev í leik með rússneska landsliðinu á Evrópumótinu í Portúgal 2004. Getty/John Walton

Rússinn Aleksei Bugayev lést í stríðinu í Úkraínu rétt fyrir áramót en á sínum tíma spáðu fótboltaspekingar honum glæstum fótboltaferli.

Bugayev var vonarstjarna í rússneskum fótbolta þegar hann var tvítugur. Hann spilað með yngri landsliðum Rússa og komst síðan í A-landsliðið.

Alls spilað Bugayev sjö landsleiki fyrir Rússa en spilaði sem varnarmaður.

Það varð aftur á móti mun minna úr ferlinum en búist var við. Hann hélt ekki vel um sín mál utan vallar og slæmur lífsstíll hans átti mikinn þátt í hröðu falli hans niður metorðalistann.

Hann glímdi meðal annars við vandamál vegna áfengisneyslu og fór mjög illa með sig. Það sást á honum innan vallar og hann flakkaði á milli liða þar til að hann lagði skóna á hilluna aðeins þrítugur.

Að lokum kom hann sér líka í kast við lögin og endaði fyrir vikið í rússnesku fanglesi. Til að sleppa við langa fangelsisvist þá skráði Bugayev sig í herinn.

Hann lést 29. desember síðastliðinn á víglínunni í Úkraínu. Bugayev var 43 ára gamall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×