Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir og Trausti Björgvinsson skrifa 8. janúar 2025 17:02 Í dag sitjum við uppi með risavaxið grænt gímald við Álfabakka og í Hlíðarendahverfi eru íbúar að fara að missa dagsbirtu og útsýni vegna nágrannabyggingar sem er að fara að rísa. Þessi dæmi uppfylla núverandi skipulagslöggjöf og byggingarreglugerð hvað varðar dagsljós og útsýni. Dagsljós og útsýni íbúa á þessum svæðum hefur verið skert til muna með tilheyrandi afleiðingum fyrir þeirra heilsu og vellíðan. Augljóst þykir að núverandi skipulagslöggjöf og byggingarreglugerð tryggir ekki rétt fólksins til dagsljóss og útsýnis. Núverandi skipulagsreglugerð kveður á um að taka skal tillit til sólarhæðar og skuggavarps við ákvörðun um fjarlægð milli byggingarreita. Í reglugerðinni er hins vegar ekki skilgreint hvað væri ásættanlegt skuggavarp. Þegar skilagögn með deiliskipulagi eru skoðuð þá virðast hönnuðir afhenda skuggavörp á jafndægri og á sumarsólstöðum ca. á bilinu kl. 8-16. Þetta eru bestu aðstæður þar sem einungis er skoðaður tími sem sólin er hæst á lofti yfir betri helmingi ársins þegar kemur að ljósvist. Gögnunum er yfirleitt skilað í tvívídd sem sýnir hvernig skuggarnir leggjast yfir umrædda lóð og aðliggjandi lóðir. Svo virðist sem skil á gögnum um skuggavarp uppfylli kröfur núverandi skipulagsreglugerðar óháð því hversu mikið skuggavarp í raun og veru er til staðar. Þróunaraðilar mannvirkja geta því undir núverandi skipulagsreglugerð byggt án nokkurs tillits til skuggavarps því það er ekki skilgreint hversu mikið skuggavarp er ásættanlegt. Hvað er til ráða? Lausnin liggur í auknum skýrleika regluverks. Við einföldum regluverkið á þrennan hátt. Í fyrsta lagi með því að skýra hvers óskað er af hönnuðum varðandi gæði. Í öðru lagi með því að skýra hvaða gögnum þarf að skila inn til að sýna fram á gæðin og í þriðja lagi með því að skýra hvað gögnin þurfa að innihalda. Þá er hægt að yfirfara sambærileg gögn og flýta fyrir afgreiðslu. Þannig er markmiðinu náð um einfaldað regluverk. Við einföldum regluverkið með því að skilgreina ásættanlegt skuggavarp og þannig eyðum við efa og flækjustigi sem annars verður túlkunaratriði þeirra sem að koma að málinu. Því þegar kröfurnar eru óskýrar verða niðurstöðurnar eftir því og græn gímöld rísa við hliðina á íbúðarhúsnæði. Það sýnir sagan. Þegar kröfur til skuggavarps eru skýrar og byggðar á vísindalegum grunni þá er einfalt fyrir alla að meta, hanna og byggja mannvirki í sátt við nærumhverfið. Ef okkur langar til að skilgreina ásættanlegt skuggavarp væri hægt að tilgreina hvaða dagsetningar og tíma dags á að sýna skuggavörp. Það er einnig hægt að tilgreina hvar skuggarnir mega liggja og hve lengi. Sem dæmi um þetta eru viðmið í núgildandi Aðalskiplagi Reykjavíkurborgar um að helmingur dvalarsvæðis skuli vera skuggalaus þann 1. maí í fimm klukkustundir á tímabilinu kl. 9-17. Önnur lönd setja sem dæmi viðmið um að úthliðar byggingar séu skuggalausar í ákveðinn fjölda klukkutíma á dag, auk viðmiða um skuggalausa fjarlægð frá útveggjum í ákveðinn fjölda klukkustunda dagsins. Þannig er verið að skoða möguleika fyrir aðkomu sólar inn um glugga, á svalir, á gangstéttir eða garðsvæði upp við byggingar. Núverandi byggingareglugerð segir að hanna og byggja skuli þannig að öll birtuskilyrði og ljósmagn sé í fullu samræmi við þá starfsemi sem fer fram við eða innan mannvirkisins. Fyrir kröfur fyrir raflýsingu er vísað í staðal fyrir atvinnustarfsemi en fyrir dagsljós eru engar kröfur. Það eru kröfur um hve stór gluggaflötur skal vera sem hlutfall af gólffleti en það segir okkur ekkert um ljósið sem kemur inn um þá glugga þegar við erum farin að byggja fimm hæða byggingar í nokkra metra fjarlægð frá viðeigandi glugga. Í samráðsgátt stjórnvalda liggur fyrir tillaga að breytingu á byggingarreglugerð fyrir Ljósvist sem skýrir hvaða kröfur eru gerðar til að tryggja lágmarksgæði í byggingum.1 Þessar breytingartillögur þurfa að taka gildi og samráðsgáttin gerir ráð fyrir að gildistíminn sé 1. mars næst komandi. Ef sú innleiðing á að takast vel þurfa leiðbeiningar að liggja fyrir við gildistöku og ekki er hafin vinna við það að undirrituðum vitandi. Höfundar fagna því mikið að það sé yfirlýst markmið nýrrar ríkistjórnar að regluverk í mannvirkja- og skipulagsmálum verði einfaldað! Núna verður spennandi að sjá hversu hratt skýrleikinn getur komið inn til að koma í veg fyrir fleiri skipulagsslys með tilheyrandi afleiðingum fyrir kostnað og heilsu þjóðar. Höfundar eru annars vegar PHD-verkfræðingur hjá Lotu og hins vegar framkvæmdarstjóri Lotu og stuðningsmaður betri ljósvistar í lífi fólks. 1 https://island.is/samradsgatt/mal/3843 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggingariðnaður Skipulag Reykjavík Arkitektúr Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Í dag sitjum við uppi með risavaxið grænt gímald við Álfabakka og í Hlíðarendahverfi eru íbúar að fara að missa dagsbirtu og útsýni vegna nágrannabyggingar sem er að fara að rísa. Þessi dæmi uppfylla núverandi skipulagslöggjöf og byggingarreglugerð hvað varðar dagsljós og útsýni. Dagsljós og útsýni íbúa á þessum svæðum hefur verið skert til muna með tilheyrandi afleiðingum fyrir þeirra heilsu og vellíðan. Augljóst þykir að núverandi skipulagslöggjöf og byggingarreglugerð tryggir ekki rétt fólksins til dagsljóss og útsýnis. Núverandi skipulagsreglugerð kveður á um að taka skal tillit til sólarhæðar og skuggavarps við ákvörðun um fjarlægð milli byggingarreita. Í reglugerðinni er hins vegar ekki skilgreint hvað væri ásættanlegt skuggavarp. Þegar skilagögn með deiliskipulagi eru skoðuð þá virðast hönnuðir afhenda skuggavörp á jafndægri og á sumarsólstöðum ca. á bilinu kl. 8-16. Þetta eru bestu aðstæður þar sem einungis er skoðaður tími sem sólin er hæst á lofti yfir betri helmingi ársins þegar kemur að ljósvist. Gögnunum er yfirleitt skilað í tvívídd sem sýnir hvernig skuggarnir leggjast yfir umrædda lóð og aðliggjandi lóðir. Svo virðist sem skil á gögnum um skuggavarp uppfylli kröfur núverandi skipulagsreglugerðar óháð því hversu mikið skuggavarp í raun og veru er til staðar. Þróunaraðilar mannvirkja geta því undir núverandi skipulagsreglugerð byggt án nokkurs tillits til skuggavarps því það er ekki skilgreint hversu mikið skuggavarp er ásættanlegt. Hvað er til ráða? Lausnin liggur í auknum skýrleika regluverks. Við einföldum regluverkið á þrennan hátt. Í fyrsta lagi með því að skýra hvers óskað er af hönnuðum varðandi gæði. Í öðru lagi með því að skýra hvaða gögnum þarf að skila inn til að sýna fram á gæðin og í þriðja lagi með því að skýra hvað gögnin þurfa að innihalda. Þá er hægt að yfirfara sambærileg gögn og flýta fyrir afgreiðslu. Þannig er markmiðinu náð um einfaldað regluverk. Við einföldum regluverkið með því að skilgreina ásættanlegt skuggavarp og þannig eyðum við efa og flækjustigi sem annars verður túlkunaratriði þeirra sem að koma að málinu. Því þegar kröfurnar eru óskýrar verða niðurstöðurnar eftir því og græn gímöld rísa við hliðina á íbúðarhúsnæði. Það sýnir sagan. Þegar kröfur til skuggavarps eru skýrar og byggðar á vísindalegum grunni þá er einfalt fyrir alla að meta, hanna og byggja mannvirki í sátt við nærumhverfið. Ef okkur langar til að skilgreina ásættanlegt skuggavarp væri hægt að tilgreina hvaða dagsetningar og tíma dags á að sýna skuggavörp. Það er einnig hægt að tilgreina hvar skuggarnir mega liggja og hve lengi. Sem dæmi um þetta eru viðmið í núgildandi Aðalskiplagi Reykjavíkurborgar um að helmingur dvalarsvæðis skuli vera skuggalaus þann 1. maí í fimm klukkustundir á tímabilinu kl. 9-17. Önnur lönd setja sem dæmi viðmið um að úthliðar byggingar séu skuggalausar í ákveðinn fjölda klukkutíma á dag, auk viðmiða um skuggalausa fjarlægð frá útveggjum í ákveðinn fjölda klukkustunda dagsins. Þannig er verið að skoða möguleika fyrir aðkomu sólar inn um glugga, á svalir, á gangstéttir eða garðsvæði upp við byggingar. Núverandi byggingareglugerð segir að hanna og byggja skuli þannig að öll birtuskilyrði og ljósmagn sé í fullu samræmi við þá starfsemi sem fer fram við eða innan mannvirkisins. Fyrir kröfur fyrir raflýsingu er vísað í staðal fyrir atvinnustarfsemi en fyrir dagsljós eru engar kröfur. Það eru kröfur um hve stór gluggaflötur skal vera sem hlutfall af gólffleti en það segir okkur ekkert um ljósið sem kemur inn um þá glugga þegar við erum farin að byggja fimm hæða byggingar í nokkra metra fjarlægð frá viðeigandi glugga. Í samráðsgátt stjórnvalda liggur fyrir tillaga að breytingu á byggingarreglugerð fyrir Ljósvist sem skýrir hvaða kröfur eru gerðar til að tryggja lágmarksgæði í byggingum.1 Þessar breytingartillögur þurfa að taka gildi og samráðsgáttin gerir ráð fyrir að gildistíminn sé 1. mars næst komandi. Ef sú innleiðing á að takast vel þurfa leiðbeiningar að liggja fyrir við gildistöku og ekki er hafin vinna við það að undirrituðum vitandi. Höfundar fagna því mikið að það sé yfirlýst markmið nýrrar ríkistjórnar að regluverk í mannvirkja- og skipulagsmálum verði einfaldað! Núna verður spennandi að sjá hversu hratt skýrleikinn getur komið inn til að koma í veg fyrir fleiri skipulagsslys með tilheyrandi afleiðingum fyrir kostnað og heilsu þjóðar. Höfundar eru annars vegar PHD-verkfræðingur hjá Lotu og hins vegar framkvæmdarstjóri Lotu og stuðningsmaður betri ljósvistar í lífi fólks. 1 https://island.is/samradsgatt/mal/3843
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun