Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Kjartan Kjartansson skrifar 9. janúar 2025 08:31 Ákvörðun ráðherra nú gerir íslenskum stjórnvöldum kleift að nota losunarheimildir stóriðju eins og álveranna til þess að standast skuldbindingar sínar um samdrátt í losun frá vegasamgöngum og annarri samfélagslosun. Vísir/Vilhelm Loftslagsráðherra hefur ákveðið að halda áfram að nýta heimild sem Ísland hefur til þess að nota losunarheimildir stóriðjunnar til þess að mæta skuldbindingum ríkisins gagnvart Parísarsamkomulaginu. Ekki er útlit fyrir að nýta þurfi heimildirnar fyrir fyrra tímabil samningsins. Ísland er í samfloti með Evrópusambandinu og Noregi um losunarmarkmið sín gagnvart Parísarsamkomulaginu. Sveigjanleikaákvæði í evrópskri reglugerð um samfélagslosun gefur Íslandi heimild til þess að nota losunarheimildir úr svonefndu ETS-kerfi stóriðjunnar og fluggeirans til þess að gera upp skuldbindingar sínar um samdrátt í samfélagslosun. Ákveða þarf á nokkurra ára fresti hvort að ríki vilji taka árlega frá frá losunarheimildir úr ETS-kerfinu til þess að nýta fyrir tiltekin tímabil. Samfélagslosun er losun frá vegasamgöngum, landbúnaði, sjávarútvegi, efnaiðnaði og úrgangi. Áður var talað um losun á beina ábyrgð Íslands. Frestur til þess að taka frá ETS-heimildir fyrir seinna tímabil Parísarsamkomulagsins 2026-2030 rann út nú um áramótin. Ákvað Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að nýta sveigjanleikann, að því er kemur fram í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Hægt er að taka frá ETS-losunarheimildir sem nemur að hámarki fjórum prósentum af samfélagslosun lands árið 2005. Alls eru 620 þúsund tonn koltvísýringsígilda sem Ísland getur ráðstafað. Jóhann Páll er sagður hafa byggt ákvörðun sína á tillögu stýrihóps sem hefur það hlutverk að veita honum ráð um nýtingu sveigjanleikaákvæða og möguleg kaup eða sölu á heimildum fyrir hvert á skuldbindingartímabils Parísarsamkomulagsins. Ekki útlit fyrir að nýta þurfi heimildirnar á yfirstandandi tímabili Seinna tímabil Parísarsamkomulagsins verður gert upp. Ákvörðun ráðherra nú gerir íslenska ríkinu þannig kleift að nýta losunarheimildir stóriðjunnar til þess að gera upp skuldbindingar sínar um samfélagslosun fyrir árin 2026 til 2030. Ákvörðunin nú er bindandi fyrir árin 2026 og 2027. Eftir tvö ár geta íslensk stjórnvöld endurskoðað ákvörðun sína fyrir árin 2028 til 2030. Íslensk stjórnvöld ákváðu árið 2019 að nýta ETS-sveigjanleikann fyrir fyrra Parísartímabili 2021 til 2025. Uppgjör þess tímabils fer fram árið 2027. Eins og sakir standa er ekki útlit fyrir að til þess komi að Ísland þurfi að nýta ETS-heimildirnar sem voru teknar frá fyrir tímabili 2021-2025. Þrátt fyrir að samfélagslosun ársins 2023 hafi líklega farið umfram úthlutanir Íslands var nægur afgangur af úthlutununum árin 2021 og 2022 til þess að mæta framúrkeyslunni. Hægt verður að nota ónýttar heimildir frá fyrra tímabilinu á því seinna. Umhverfissinnar hafa gagnrýnt vilja íslenskra stjórnvalda til þess að nýta sveigjanleikann undanfarin ár. Hafa þeir meðal annars haldið því fram að hann skapaði hættu á því að ríkið drægi úr metnaði sínum í að draga úr losun. Íslensk stjórnvöld þurftu að kaupa losunarheimildir fyrir milljónir tonna koltvísýringsígilda af Slóvakíu til þess að Ísland stæðist skuldbindingar sínar gagnvart Kýótó-bókuninni, forvera Parísarsamkomulagsins, árið 2023. Kostnaðurinn við kaupin nam 350 milljónum króna en Ísland fór um 3,4 milljónir tonna fram yfir heimildir sínar á öðru tímabili bókunarinnar. Loftslagsmál Umhverfismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Tengdar fréttir Greiða Slóvakíu til að Ísland standist loftslagsskuldbindingar sínar Íslensk stjórnvöld hafa handsalað samning við Slóvakíu um kaup á milljónum tonna losunarheimilda til þess að Ísland standist skuldbindingar sínar gagnvart Kýótó-bókuninni. Kostnaðurinn nemur 350 milljónum króna. 15. ágúst 2023 08:23 Ríkið geti mætt losunarskuldbindingum með því að nýta heimildir vegna stóriðju Heimild til þess að ríkið geti notað óseldar losunarheimildir vegna stóriðju upp í sínar eigin loftslagsskuldbindingar var bætt inn í fjárlagafrumvarpið fyrir þriðju og síðustu umræðu þess. Ungir umhverfissinnar segja heimildina skapa hættu á að ríkið dragi úr metnaði loftslagsaðgerða sinna. 15. desember 2022 18:35 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Ísland er í samfloti með Evrópusambandinu og Noregi um losunarmarkmið sín gagnvart Parísarsamkomulaginu. Sveigjanleikaákvæði í evrópskri reglugerð um samfélagslosun gefur Íslandi heimild til þess að nota losunarheimildir úr svonefndu ETS-kerfi stóriðjunnar og fluggeirans til þess að gera upp skuldbindingar sínar um samdrátt í samfélagslosun. Ákveða þarf á nokkurra ára fresti hvort að ríki vilji taka árlega frá frá losunarheimildir úr ETS-kerfinu til þess að nýta fyrir tiltekin tímabil. Samfélagslosun er losun frá vegasamgöngum, landbúnaði, sjávarútvegi, efnaiðnaði og úrgangi. Áður var talað um losun á beina ábyrgð Íslands. Frestur til þess að taka frá ETS-heimildir fyrir seinna tímabil Parísarsamkomulagsins 2026-2030 rann út nú um áramótin. Ákvað Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að nýta sveigjanleikann, að því er kemur fram í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Hægt er að taka frá ETS-losunarheimildir sem nemur að hámarki fjórum prósentum af samfélagslosun lands árið 2005. Alls eru 620 þúsund tonn koltvísýringsígilda sem Ísland getur ráðstafað. Jóhann Páll er sagður hafa byggt ákvörðun sína á tillögu stýrihóps sem hefur það hlutverk að veita honum ráð um nýtingu sveigjanleikaákvæða og möguleg kaup eða sölu á heimildum fyrir hvert á skuldbindingartímabils Parísarsamkomulagsins. Ekki útlit fyrir að nýta þurfi heimildirnar á yfirstandandi tímabili Seinna tímabil Parísarsamkomulagsins verður gert upp. Ákvörðun ráðherra nú gerir íslenska ríkinu þannig kleift að nýta losunarheimildir stóriðjunnar til þess að gera upp skuldbindingar sínar um samfélagslosun fyrir árin 2026 til 2030. Ákvörðunin nú er bindandi fyrir árin 2026 og 2027. Eftir tvö ár geta íslensk stjórnvöld endurskoðað ákvörðun sína fyrir árin 2028 til 2030. Íslensk stjórnvöld ákváðu árið 2019 að nýta ETS-sveigjanleikann fyrir fyrra Parísartímabili 2021 til 2025. Uppgjör þess tímabils fer fram árið 2027. Eins og sakir standa er ekki útlit fyrir að til þess komi að Ísland þurfi að nýta ETS-heimildirnar sem voru teknar frá fyrir tímabili 2021-2025. Þrátt fyrir að samfélagslosun ársins 2023 hafi líklega farið umfram úthlutanir Íslands var nægur afgangur af úthlutununum árin 2021 og 2022 til þess að mæta framúrkeyslunni. Hægt verður að nota ónýttar heimildir frá fyrra tímabilinu á því seinna. Umhverfissinnar hafa gagnrýnt vilja íslenskra stjórnvalda til þess að nýta sveigjanleikann undanfarin ár. Hafa þeir meðal annars haldið því fram að hann skapaði hættu á því að ríkið drægi úr metnaði sínum í að draga úr losun. Íslensk stjórnvöld þurftu að kaupa losunarheimildir fyrir milljónir tonna koltvísýringsígilda af Slóvakíu til þess að Ísland stæðist skuldbindingar sínar gagnvart Kýótó-bókuninni, forvera Parísarsamkomulagsins, árið 2023. Kostnaðurinn við kaupin nam 350 milljónum króna en Ísland fór um 3,4 milljónir tonna fram yfir heimildir sínar á öðru tímabili bókunarinnar.
Loftslagsmál Umhverfismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Tengdar fréttir Greiða Slóvakíu til að Ísland standist loftslagsskuldbindingar sínar Íslensk stjórnvöld hafa handsalað samning við Slóvakíu um kaup á milljónum tonna losunarheimilda til þess að Ísland standist skuldbindingar sínar gagnvart Kýótó-bókuninni. Kostnaðurinn nemur 350 milljónum króna. 15. ágúst 2023 08:23 Ríkið geti mætt losunarskuldbindingum með því að nýta heimildir vegna stóriðju Heimild til þess að ríkið geti notað óseldar losunarheimildir vegna stóriðju upp í sínar eigin loftslagsskuldbindingar var bætt inn í fjárlagafrumvarpið fyrir þriðju og síðustu umræðu þess. Ungir umhverfissinnar segja heimildina skapa hættu á að ríkið dragi úr metnaði loftslagsaðgerða sinna. 15. desember 2022 18:35 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Greiða Slóvakíu til að Ísland standist loftslagsskuldbindingar sínar Íslensk stjórnvöld hafa handsalað samning við Slóvakíu um kaup á milljónum tonna losunarheimilda til þess að Ísland standist skuldbindingar sínar gagnvart Kýótó-bókuninni. Kostnaðurinn nemur 350 milljónum króna. 15. ágúst 2023 08:23
Ríkið geti mætt losunarskuldbindingum með því að nýta heimildir vegna stóriðju Heimild til þess að ríkið geti notað óseldar losunarheimildir vegna stóriðju upp í sínar eigin loftslagsskuldbindingar var bætt inn í fjárlagafrumvarpið fyrir þriðju og síðustu umræðu þess. Ungir umhverfissinnar segja heimildina skapa hættu á að ríkið dragi úr metnaði loftslagsaðgerða sinna. 15. desember 2022 18:35