Meiðslin sett strik í undirbúning Valur Páll Eiríksson skrifar 7. janúar 2025 19:01 Snorri Steinn Guðjónsson er spenntur fyrir komandi heimsmeistaramóti. VÍSIR/VILHELM Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, kveðst bjartsýnn fyrir komandi verkefni. Ísland leikur tvo æfingaleiki við Svía í vikunni áður en keppni hefst á HM í næstu viku. „Staðan er allt í lagi. Hún er ekki fullkomin. Elvar er kominn inn en Aron er ennþá meiddur og verður ekki með okkur fyrr en í milliriðlum,“ segir Snorri um stöðuna á leikmannahópi Íslands. Líkt og greint var frá á Vísi fyrr í dag verður fyrirliðinn Aron Pálmarsson frá þar til í milliriðlinum. „Ómar Ingi datt út fyrir mót og það var vitað. Aron hefur svo sem ekki verið með okkur hingað til. Það er eitthvað í það að hann geti farið að beita sér,“ sagði hann enn fremur. Snorri Steinn segir þó tilfinninguna vera nokkuð góða eftir þær æfingar sem að baki eru. „Hún er bara fín. Maður er alltaf brattur og spenntur að byrja. Það verður gaman að máta okkur við Svíana og sjá hvað kemur út úr þeim leikjum. Við eigum ennþá eitthvað í land og þurfum að vinna áfram í okkar hlutum og fá þá til að tikka í rétta átt. Um það snúast þessir æfingaleikir og æfingar fram að móti,“ segir Snorri. Áhersluatriðin séu víða en eðlilega hafi meiðsli þeirra Arons og Ómars haft sitt að segja. „Við höfum reynt að kovera þetta allt og erum ennþá á þeirri leið. Eðlilega, að missa Ómar og að Aron sé ekki með, þá hefur farið svolítill tími í það að skoða og vega og mega hlutina og sjá hvað við munum gera þegar þeir eru ekki með,“ segir Snorri Steinn. Ákefð og læti Strákarnir halda utan á morgun til Svíþjóðar þar sem þeir spila tvo leiki við heimamenn í Kristianstad áður en farið til Zagreb hvar riðill íslenska liðsins á HM verður spilaður. En hvers leitar Snorri eftir í þessum tveimur æfingaleikjum? „Frammistöðu og að okkur líði vel með okkar leik. Það segir sig svolítið sjálft. Auðvitað eru þetta æfingaleikir og allt það en ég vil ekki hafa æfingaleikjafnyk af þessu. Ég vil sjá ákefð og læti og að við séum að reyna að vinna leikina,“ „Á sama tíma rúllar maður aðeins öðruvísi á liðinu og á einhverjum tímapunkti ertu að prófa þig áfram, einhverjar uppstillingar sem þú vilt sjá. Eflaust verður eitthvað sem gengur betur en annað en til þess eru leikirnir,“ segir Snorri Steinn sem er bjartsýnn fyrir komandi mót. „Alltaf. Þangað til annað kemur í ljós.“ Fyrsti leikur Íslands er við Grænhöfðaeyjar 16. janúar, liðið mætir því næst Kúbu tveimur dögum síðar og svo Slóveníu 20. janúar. Keppni hefst í milliriðli 22. janúar og vonast til að Aron verði klár í slaginn þá. Allir leikir Íslands, í riðlinum og milliriðli, fara fram í Zagreb í Króatíu. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum að neðan. Klippa: Meiðslin haft áhrif á undirbúning Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Golf Fleiri fréttir Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Sjá meira
„Staðan er allt í lagi. Hún er ekki fullkomin. Elvar er kominn inn en Aron er ennþá meiddur og verður ekki með okkur fyrr en í milliriðlum,“ segir Snorri um stöðuna á leikmannahópi Íslands. Líkt og greint var frá á Vísi fyrr í dag verður fyrirliðinn Aron Pálmarsson frá þar til í milliriðlinum. „Ómar Ingi datt út fyrir mót og það var vitað. Aron hefur svo sem ekki verið með okkur hingað til. Það er eitthvað í það að hann geti farið að beita sér,“ sagði hann enn fremur. Snorri Steinn segir þó tilfinninguna vera nokkuð góða eftir þær æfingar sem að baki eru. „Hún er bara fín. Maður er alltaf brattur og spenntur að byrja. Það verður gaman að máta okkur við Svíana og sjá hvað kemur út úr þeim leikjum. Við eigum ennþá eitthvað í land og þurfum að vinna áfram í okkar hlutum og fá þá til að tikka í rétta átt. Um það snúast þessir æfingaleikir og æfingar fram að móti,“ segir Snorri. Áhersluatriðin séu víða en eðlilega hafi meiðsli þeirra Arons og Ómars haft sitt að segja. „Við höfum reynt að kovera þetta allt og erum ennþá á þeirri leið. Eðlilega, að missa Ómar og að Aron sé ekki með, þá hefur farið svolítill tími í það að skoða og vega og mega hlutina og sjá hvað við munum gera þegar þeir eru ekki með,“ segir Snorri Steinn. Ákefð og læti Strákarnir halda utan á morgun til Svíþjóðar þar sem þeir spila tvo leiki við heimamenn í Kristianstad áður en farið til Zagreb hvar riðill íslenska liðsins á HM verður spilaður. En hvers leitar Snorri eftir í þessum tveimur æfingaleikjum? „Frammistöðu og að okkur líði vel með okkar leik. Það segir sig svolítið sjálft. Auðvitað eru þetta æfingaleikir og allt það en ég vil ekki hafa æfingaleikjafnyk af þessu. Ég vil sjá ákefð og læti og að við séum að reyna að vinna leikina,“ „Á sama tíma rúllar maður aðeins öðruvísi á liðinu og á einhverjum tímapunkti ertu að prófa þig áfram, einhverjar uppstillingar sem þú vilt sjá. Eflaust verður eitthvað sem gengur betur en annað en til þess eru leikirnir,“ segir Snorri Steinn sem er bjartsýnn fyrir komandi mót. „Alltaf. Þangað til annað kemur í ljós.“ Fyrsti leikur Íslands er við Grænhöfðaeyjar 16. janúar, liðið mætir því næst Kúbu tveimur dögum síðar og svo Slóveníu 20. janúar. Keppni hefst í milliriðli 22. janúar og vonast til að Aron verði klár í slaginn þá. Allir leikir Íslands, í riðlinum og milliriðli, fara fram í Zagreb í Króatíu. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum að neðan. Klippa: Meiðslin haft áhrif á undirbúning
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Golf Fleiri fréttir Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Sjá meira