Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2025 22:30 Mike Evans hafði fjögur hundruð milljón ástæður til að fagna þegar hann greip síðustu sendingu leiksins á móti Carolina Panthers í gær. AP/Jason Behnken Lokaumferðin í deildarkeppni NFL fór fram um síðustu helgi og þar voru nokkrir leikmenn liðanna ekki bara á eftir sigri. Sumir gátu tryggt sér veglega bónusa. Mike Evans, útherji Tampa Bay Buccaneers, var einn þeirra og hann hafi ástæðu til að brosa í leikslok. Það munaði þó ekki miklu að hann missti af bónusnum sínum. Evans missti af þremur og hálfum leik á leiktíðinni vegna meiðsla og var því ekki öruggur um að ná yfir þúsund jardana. Þegar leiktíminn var að renna út og sigur Buccaneers í höfn áttuðu menn sig á því að honum vantaði aðeins fimm jarda til að komast yfir þúsund. Þjálfarar og leikmenn Buccaneers tóku þá smá áhættu með því að reyna sendingu á Evans í stað þess að leyfa tímanum renna út. Evans brást ekki því trausti heldur greip boltann og náði átta jördum í viðbót. Hann fór þar með yfir þúsund jarda á ellefta tímabilinu i röð. Evans fagnaði vel en ekki síður liðsfélagarnir hans og áhorfendurnir því leikurinn fór fram á heimavelli Tampa Bay Buccaneers. Úr varð frábært augnablik fyrir Evans og liðið. Það má sjá það með því að fletta hér fyrir neðan. Bónusinn er heldur ekki slæmur því hann fékk þrjár milljónir Bandaríkjadala í bónus fyrir að ná þúsund jördum á þessu tímabili en það gera meira en 420 milljónir íslenskra króna. Evans náði með þessu að jafna afrek goðsagnarinnar Jerry Rice sem fór líka yfir þúsund jarda á ellefu tímabilum í röð. Næst á dagskrá hjá Buccaneers er úrslitakeppnin um næstu helgi þar sem liðið mætir Washington Commanders. View this post on Instagram A post shared by NFL on CBS (@nfloncbs) NFL Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjá meira
Mike Evans, útherji Tampa Bay Buccaneers, var einn þeirra og hann hafi ástæðu til að brosa í leikslok. Það munaði þó ekki miklu að hann missti af bónusnum sínum. Evans missti af þremur og hálfum leik á leiktíðinni vegna meiðsla og var því ekki öruggur um að ná yfir þúsund jardana. Þegar leiktíminn var að renna út og sigur Buccaneers í höfn áttuðu menn sig á því að honum vantaði aðeins fimm jarda til að komast yfir þúsund. Þjálfarar og leikmenn Buccaneers tóku þá smá áhættu með því að reyna sendingu á Evans í stað þess að leyfa tímanum renna út. Evans brást ekki því trausti heldur greip boltann og náði átta jördum í viðbót. Hann fór þar með yfir þúsund jarda á ellefta tímabilinu i röð. Evans fagnaði vel en ekki síður liðsfélagarnir hans og áhorfendurnir því leikurinn fór fram á heimavelli Tampa Bay Buccaneers. Úr varð frábært augnablik fyrir Evans og liðið. Það má sjá það með því að fletta hér fyrir neðan. Bónusinn er heldur ekki slæmur því hann fékk þrjár milljónir Bandaríkjadala í bónus fyrir að ná þúsund jördum á þessu tímabili en það gera meira en 420 milljónir íslenskra króna. Evans náði með þessu að jafna afrek goðsagnarinnar Jerry Rice sem fór líka yfir þúsund jarda á ellefu tímabilum í röð. Næst á dagskrá hjá Buccaneers er úrslitakeppnin um næstu helgi þar sem liðið mætir Washington Commanders. View this post on Instagram A post shared by NFL on CBS (@nfloncbs)
NFL Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjá meira