Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. janúar 2025 20:00 Kristín Linda Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar segir vanda í orkumálum liggja fyrir. Ný ríkisstjórn þurfi að hafa hraðar hendur. Vísir/Stefán Aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar segir brýnt að ný ríkisstjórn hefjist strax handa við að tryggja orkuöryggi þjóðarinnar. Orkumarkaðurinn einkennist af óöryggi þar sem skorti leikreglur og fyrirsjáanleika. Það þurfi að skýra hver beri ábyrgð á að orkuöryggi. Kristín Linda Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar vekur athygli á því í grein á vef stofnunarinnar að þrátt fyrir að Landsvirkjun hafi árum saman bent á vanda á orkumarkaði láti sumir eins og hann komi öllum að óvörum. Bent er á að þrátt fyrir að starfshópur hafi verið skipaður um orkuöryggi og tillögum verið skilað inn séu sumir í hópnum sem einblíni aðeins á ábyrgð raforkuframleiðenda. Þarf að tryggja orkuöryggi þjóðarinnar Kristín Linda segir að mun fleiru að hyggja og mikilvægt að ný ríkisstjórn hefjist sem fyrst handa við eitt af forgangsmálum í stefnuyfirlýsingu sinni. Þar kemur m.a. fram að ríkisstjórnin ætli að auka orkuöflun, styrkja flutningskerfi og bæta orkunýtni. Klippa: Ríkisstjórn þurfi að bregðast hratt við í orkumálum „Það skiptir gríðarlega miklu máli að tryggja orkuöryggi til skamms tíma fyrir heimili og smærri fyrirtæki en ekki síður að tryggja orkuöryggi til lengri tíma,“ segir Kristín. Óskýrt hver beri ábyrgð Hún segir afar mikilvægt að ljúka við að móta regluverk um orkumál hér á landi. „Mitt ákall núna er mjög einfalt. Við þurfum að klára vinnu við að fullmóta reglur sem snúa að orkuöryggi. Það þarf að vera skýrt hver ber ábyrgð á að tryggja orkuöryggi. Það er óöryggi núna því okkur skortir reglur og fyrirsjáanleika. Það er mjög slæmt fyrir þennan markað. Það þarf að huga að því að núna því kerfið er uppselt,“ segir Kristín. Landsvirkjun beri ekki ábyrgð á hækkunum ASÍ vakti athygli á því fyrir nokkrum vikum að smásöluverð á rafmagni hafi hækkað umfram vísitölu neysluverðs mest um 37 prósent. Forstjóri HS orku sem var með hæsta raforkuverðið samkvæmt úttekt ASÍ skýrði hækkun þar með hækkun á heildsöluverði Landsvirkjunar á rafmagni. Kristín segir rangt að hækkun á smásöluverði rafmagns sé hægt að skýra með því að heildsöluverð rafmagns hjá Landsvirkjun hafi hækkað. „Nei við erum ekki sammála því. Staðan hjá okkur er að við erum yfirleitt búin að selja megnið af raforku fram í tímann þannig að við áttum ekki von á þessum skýringum,“ segir Kristín. Orkumál Landsvirkjun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingiskosningar 2024 Alþingi Tengdar fréttir HS Orka hækkar verð á raforku Þann 1. janúar síðasliðinn hækkaði HS Orka verð á raforku samkvæmt upplýsingum sem finna má á vef Orkuvaktin. 7. febrúar 2011 10:43 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira
Kristín Linda Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar vekur athygli á því í grein á vef stofnunarinnar að þrátt fyrir að Landsvirkjun hafi árum saman bent á vanda á orkumarkaði láti sumir eins og hann komi öllum að óvörum. Bent er á að þrátt fyrir að starfshópur hafi verið skipaður um orkuöryggi og tillögum verið skilað inn séu sumir í hópnum sem einblíni aðeins á ábyrgð raforkuframleiðenda. Þarf að tryggja orkuöryggi þjóðarinnar Kristín Linda segir að mun fleiru að hyggja og mikilvægt að ný ríkisstjórn hefjist sem fyrst handa við eitt af forgangsmálum í stefnuyfirlýsingu sinni. Þar kemur m.a. fram að ríkisstjórnin ætli að auka orkuöflun, styrkja flutningskerfi og bæta orkunýtni. Klippa: Ríkisstjórn þurfi að bregðast hratt við í orkumálum „Það skiptir gríðarlega miklu máli að tryggja orkuöryggi til skamms tíma fyrir heimili og smærri fyrirtæki en ekki síður að tryggja orkuöryggi til lengri tíma,“ segir Kristín. Óskýrt hver beri ábyrgð Hún segir afar mikilvægt að ljúka við að móta regluverk um orkumál hér á landi. „Mitt ákall núna er mjög einfalt. Við þurfum að klára vinnu við að fullmóta reglur sem snúa að orkuöryggi. Það þarf að vera skýrt hver ber ábyrgð á að tryggja orkuöryggi. Það er óöryggi núna því okkur skortir reglur og fyrirsjáanleika. Það er mjög slæmt fyrir þennan markað. Það þarf að huga að því að núna því kerfið er uppselt,“ segir Kristín. Landsvirkjun beri ekki ábyrgð á hækkunum ASÍ vakti athygli á því fyrir nokkrum vikum að smásöluverð á rafmagni hafi hækkað umfram vísitölu neysluverðs mest um 37 prósent. Forstjóri HS orku sem var með hæsta raforkuverðið samkvæmt úttekt ASÍ skýrði hækkun þar með hækkun á heildsöluverði Landsvirkjunar á rafmagni. Kristín segir rangt að hækkun á smásöluverði rafmagns sé hægt að skýra með því að heildsöluverð rafmagns hjá Landsvirkjun hafi hækkað. „Nei við erum ekki sammála því. Staðan hjá okkur er að við erum yfirleitt búin að selja megnið af raforku fram í tímann þannig að við áttum ekki von á þessum skýringum,“ segir Kristín.
Orkumál Landsvirkjun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingiskosningar 2024 Alþingi Tengdar fréttir HS Orka hækkar verð á raforku Þann 1. janúar síðasliðinn hækkaði HS Orka verð á raforku samkvæmt upplýsingum sem finna má á vef Orkuvaktin. 7. febrúar 2011 10:43 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira
HS Orka hækkar verð á raforku Þann 1. janúar síðasliðinn hækkaði HS Orka verð á raforku samkvæmt upplýsingum sem finna má á vef Orkuvaktin. 7. febrúar 2011 10:43