„Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. janúar 2025 16:04 Bjarni og Áslaug á leið af ríkisstjórnarfundi árið 2021. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Bjarna Benediktssonar fráfarandi formanns flokksins verði minnst sem eins áhrifamesta stjórnmálaleiðtoga landsins. Hún verði honum ævinlega þakklát fyrir þau tækifæri sem hann hafi veitt henni. Áslaug Arna bregst við fréttum dagsins um að Bjarni ætli sér ekki að sækjast eftir endurkjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins, og að hann muni ekki taka sæti á komandi þingi, á Facebook. Bjarni hafi borið af í baráttunni „Í dag gerðust stór tíðindi í íslenskum stjórnmálum. Bjarni Benediktsson hefur leitt Sjálfstæðisflokkinn í 15 ár í gegnum ótrúlega tíma með góðum árangri. Bjarni hefur náð miklum árangri fyrir íslenska þjóð og þegar frá líður mun hans vera minnst sem eins áhrifamesta stjórnmálaleiðtoga landsins,“ skrifar Áslaug. Bjarni hafi verið sterkur leiðtogi í öll þessi ár, síðast í kosningabaráttunni fyrir alþingiskosningarnar í nóvember, þar sem hann hafi borið af öðrum formönnum. Hann hafi líka mætt meira mótlæti en nokkur annar, og staðið það allt af sér. „Frá því ég steig mín fyrstu skref í Sjálfstæðisflokknum hefur Bjarni verið mér mikilvægur félagi, vinur og leiðtogi. Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum og fyrir það verð ég alltaf þakklát. Ég óska honum og fjölskyldu hans alls hins besta,“ skrifar Áslaug. Lagði til að 28 ára Áslaug færi í ráðuneytið Áslaug varð dómsmálaráðherra árið 2019, í kjölfar þess að Sigríður Andersen sagði af sér ráðherradómi vegna Landsréttarmálsins. Hún var aðeins 28 ára þegar hún tók sæti í ríkisstjórn í fyrsta sinn. Bjarni lagði það til við þingflokk sinn að Áslaug tæki við embættinu. Áslaug og Bjarni á Alþingi árið 2018.Vísir/Vilhelm Síðan þá hefur Áslaug setið í ríkisstjórn, þar til ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tók við stjórnartaumunum í síðasta mánuði. Með tilkynningu Bjarna um að hann hyrfi brátt af hinu pólitíska sviði má segja að slagurinn um embætti formanns Sjálfstæðisflokksins sé hafinn fyrir alvöru, jafnvel þótt enginn hafi stigið formlega fram og tilkynnt um framboð. Áslaug er þó ein þeirra sem hefur verið sterklega orðuð við framboð til formanns. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Áslaug Arna bregst við fréttum dagsins um að Bjarni ætli sér ekki að sækjast eftir endurkjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins, og að hann muni ekki taka sæti á komandi þingi, á Facebook. Bjarni hafi borið af í baráttunni „Í dag gerðust stór tíðindi í íslenskum stjórnmálum. Bjarni Benediktsson hefur leitt Sjálfstæðisflokkinn í 15 ár í gegnum ótrúlega tíma með góðum árangri. Bjarni hefur náð miklum árangri fyrir íslenska þjóð og þegar frá líður mun hans vera minnst sem eins áhrifamesta stjórnmálaleiðtoga landsins,“ skrifar Áslaug. Bjarni hafi verið sterkur leiðtogi í öll þessi ár, síðast í kosningabaráttunni fyrir alþingiskosningarnar í nóvember, þar sem hann hafi borið af öðrum formönnum. Hann hafi líka mætt meira mótlæti en nokkur annar, og staðið það allt af sér. „Frá því ég steig mín fyrstu skref í Sjálfstæðisflokknum hefur Bjarni verið mér mikilvægur félagi, vinur og leiðtogi. Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum og fyrir það verð ég alltaf þakklát. Ég óska honum og fjölskyldu hans alls hins besta,“ skrifar Áslaug. Lagði til að 28 ára Áslaug færi í ráðuneytið Áslaug varð dómsmálaráðherra árið 2019, í kjölfar þess að Sigríður Andersen sagði af sér ráðherradómi vegna Landsréttarmálsins. Hún var aðeins 28 ára þegar hún tók sæti í ríkisstjórn í fyrsta sinn. Bjarni lagði það til við þingflokk sinn að Áslaug tæki við embættinu. Áslaug og Bjarni á Alþingi árið 2018.Vísir/Vilhelm Síðan þá hefur Áslaug setið í ríkisstjórn, þar til ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tók við stjórnartaumunum í síðasta mánuði. Með tilkynningu Bjarna um að hann hyrfi brátt af hinu pólitíska sviði má segja að slagurinn um embætti formanns Sjálfstæðisflokksins sé hafinn fyrir alvöru, jafnvel þótt enginn hafi stigið formlega fram og tilkynnt um framboð. Áslaug er þó ein þeirra sem hefur verið sterklega orðuð við framboð til formanns.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira