Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Bjarki Sigurðsson skrifar 4. janúar 2025 18:57 Heiður Hjaltadóttir, móðir Hjalta Þórs Ísleifssonar. Vísir/RAX Fyrstu styrkirnir úr minningarsjóði Hjalta Þórs Ísleifssonar voru veittir í dag. Móðir Hjalta segir það hafa verið sér mikilvægt að andlát hans yrði einhverjum til gagns. Fallegt hafi verið að heyra vini og kollega minnast Hjalta við afhendinguna. Hjalti Þór var í doktorsnámi í Sviss þar sem hann fannst látinn á heimili sínu í desember 2023 eftir að hafa svipt sig lífi. Hann var 27 ára og kom andlát hans fjölskyldu og vinum algjörlega í opna skjöldu. „Bara strax einum tveimur dögum seinna, fékk ég þá flugu í höfuðið að þessi dauði yrði að vera einhverjum til gagns. Og mér fannst mjög mikilvægt að við myndum búa til sjóð og minnast hans. Nota pening úr sjóðnum til þess að styrkja efnilega stærðfræðinema til frekara náms,“ segir Heiður Hjaltadóttir, móðir Hjalta Þórs. Minningarsjóðurinn styrkti tvo stærðfræðinema til framhaldsnáms í dag. Stærðfræðin átti hug og hjarta Hjalta Þórs. „Það snerist allt um stærðfræði. Ef það var ekki hægt að reikna það, þá bara var það ekki. Þú fórst ekkert í rökræður við Hjalta. Þú sagðir ekkert af því bara þegar hann var lítill, það bara virkaði ekki. Þú þurftir alltaf að segja nákvæmlega af hverju, hvers vegna og svoleiðis,“ segir Heiður. Miklu klárari en hún gerði sér grein fyrir Hjalti Þór var vinamargur og snerti líf flestra sem hann kynntist. Hann vildi alltaf láta gott af sér leiða og bar hag annarra fyrir brjósti. Yfir hundrað manns mættu á athöfnina, fjölskylda, vinir hans úr skóla, fyrrverandi kennarar og samstarfsfélagar. „Bara hvað hann var ótrúlega klár, miklu miklu klárari en ég sem mamma hans gerði mér grein fyrir. Þetta var bara strákurinn minn og ég vissi alveg að hann væri klár. Eldklár í skóla og allt það en ég vissi ekki að hann væri alveg svona klár. Það er alltaf að koma betur og betur í ljós eftir því sem maður hittir fleiri sem þekktu hann,“ segir Heiður. Geðheilbrigði Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Hjalti Þór var í doktorsnámi í Sviss þar sem hann fannst látinn á heimili sínu í desember 2023 eftir að hafa svipt sig lífi. Hann var 27 ára og kom andlát hans fjölskyldu og vinum algjörlega í opna skjöldu. „Bara strax einum tveimur dögum seinna, fékk ég þá flugu í höfuðið að þessi dauði yrði að vera einhverjum til gagns. Og mér fannst mjög mikilvægt að við myndum búa til sjóð og minnast hans. Nota pening úr sjóðnum til þess að styrkja efnilega stærðfræðinema til frekara náms,“ segir Heiður Hjaltadóttir, móðir Hjalta Þórs. Minningarsjóðurinn styrkti tvo stærðfræðinema til framhaldsnáms í dag. Stærðfræðin átti hug og hjarta Hjalta Þórs. „Það snerist allt um stærðfræði. Ef það var ekki hægt að reikna það, þá bara var það ekki. Þú fórst ekkert í rökræður við Hjalta. Þú sagðir ekkert af því bara þegar hann var lítill, það bara virkaði ekki. Þú þurftir alltaf að segja nákvæmlega af hverju, hvers vegna og svoleiðis,“ segir Heiður. Miklu klárari en hún gerði sér grein fyrir Hjalti Þór var vinamargur og snerti líf flestra sem hann kynntist. Hann vildi alltaf láta gott af sér leiða og bar hag annarra fyrir brjósti. Yfir hundrað manns mættu á athöfnina, fjölskylda, vinir hans úr skóla, fyrrverandi kennarar og samstarfsfélagar. „Bara hvað hann var ótrúlega klár, miklu miklu klárari en ég sem mamma hans gerði mér grein fyrir. Þetta var bara strákurinn minn og ég vissi alveg að hann væri klár. Eldklár í skóla og allt það en ég vissi ekki að hann væri alveg svona klár. Það er alltaf að koma betur og betur í ljós eftir því sem maður hittir fleiri sem þekktu hann,“ segir Heiður.
Geðheilbrigði Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira