Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar Sindri Sverrisson skrifar 4. janúar 2025 11:32 Jimmy Butler gæti hafa spilað sinn síðasta leik fyrir Miami Heat. Getty/Brennan Asplen Miami Heat hefur sett NBA-stjörnuna Jimmy Butler í sjö leikja bann og leitast nú eftir því að skipta þessum 35 ára gamla körfuboltamanni út. Miami Heat greinir frá þessu í yfirlýsingu þar sem segir að Butler sé kominn í sjö leikja bann vegna atvika þar sem hann hafi hegðað sér með skaðlegum hætti gagnvart liðinu á þessari leiktíð, sérstaklega á allra síðustu vikum. Butler hafi með hegðun sinni og ummælum sýnt að hann vilji ekki lengur tilheyra Miami Heat, og komið þeim skilaboðum áleiðis að hann vilji fá fram skipti. Þess vegna sé félagið tilbúið að hlusta á tilboð. Butler, sem getur reyndar áfrýjað banninu, verður af 336.543 Bandaríkjadölum fyrir hvern leik, eða alls 2.355.798 dölum vegna leikjanna sjö. Þessi heildarupphæð nemur um 330 milljónum króna. Through his actions and statements, he has shown he no longer wants to be part of this team. Jimmy Butler and his representative have indicated that they wish to be traded, therefore, we will listen to offers.— Miami HEAT (@MiamiHEAT) January 4, 2025 Næsti leikur Miami er við Utah Jazz í dag og liðið fer svo í ferðalag og spilar útileiki við Sacramento, Golden State, Utah, Portland, LA Clippers og LA Lakers. Næsti leikur eftir sjö leikja bannið er heimaleikur við Denver Nuggets 17. janúar en allt útlit er fyrir að Butler hafi nú þegar spilað sinn síðasta leik í búningi Miami. Hlutirnir hafa því breyst frá því fyrir viku síðan þegar Pat Riley, forseti Miami Heat, sagði að félagið myndi ekki skipta Butler út. Þolinmæði manna virðist einfaldlega á þrotum. Butler skoraði níu stig þegar Miami tapaði 128-115 fyrir Indiana Pacers á fimmtudagskvöld, og sat á bekknum allan fjórða leikhluta rétt eins og í sigri gegn New Orleans Pelicans kvöldið áður. NBA Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fleiri fréttir Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Sjá meira
Miami Heat greinir frá þessu í yfirlýsingu þar sem segir að Butler sé kominn í sjö leikja bann vegna atvika þar sem hann hafi hegðað sér með skaðlegum hætti gagnvart liðinu á þessari leiktíð, sérstaklega á allra síðustu vikum. Butler hafi með hegðun sinni og ummælum sýnt að hann vilji ekki lengur tilheyra Miami Heat, og komið þeim skilaboðum áleiðis að hann vilji fá fram skipti. Þess vegna sé félagið tilbúið að hlusta á tilboð. Butler, sem getur reyndar áfrýjað banninu, verður af 336.543 Bandaríkjadölum fyrir hvern leik, eða alls 2.355.798 dölum vegna leikjanna sjö. Þessi heildarupphæð nemur um 330 milljónum króna. Through his actions and statements, he has shown he no longer wants to be part of this team. Jimmy Butler and his representative have indicated that they wish to be traded, therefore, we will listen to offers.— Miami HEAT (@MiamiHEAT) January 4, 2025 Næsti leikur Miami er við Utah Jazz í dag og liðið fer svo í ferðalag og spilar útileiki við Sacramento, Golden State, Utah, Portland, LA Clippers og LA Lakers. Næsti leikur eftir sjö leikja bannið er heimaleikur við Denver Nuggets 17. janúar en allt útlit er fyrir að Butler hafi nú þegar spilað sinn síðasta leik í búningi Miami. Hlutirnir hafa því breyst frá því fyrir viku síðan þegar Pat Riley, forseti Miami Heat, sagði að félagið myndi ekki skipta Butler út. Þolinmæði manna virðist einfaldlega á þrotum. Butler skoraði níu stig þegar Miami tapaði 128-115 fyrir Indiana Pacers á fimmtudagskvöld, og sat á bekknum allan fjórða leikhluta rétt eins og í sigri gegn New Orleans Pelicans kvöldið áður.
NBA Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fleiri fréttir Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Sjá meira