Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. janúar 2025 14:37 Múte B. Egede er formaður grænlensku landsstjórnarinnar. Vísir/Vilhelm Formaður grænlensku landsstjórnarinnar segir að stór skref verði tekin í átt að sjálfstæði Grænlands á nýju ári og að nauðsynlegt sé að Grænlendingar fái sína eigin stjórnarskrá. Árið 2025 er kosningaár á Grænlandi en í ár verður kosið um sæti á Inatsisartut, þjóðþinginu, og í sveitarstjórnum. Þetta er meðal þess sem fram kom í nýársræðu Múte B. Egede, formanns landsstjórnar Grænlands, samkvæmt grænlenska miðlinum Sermitsiaq. Trump blæs í glæðurnar Málefni Grænlands hafa verið til umræðu víða um heim eftir að Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, vakti aftur máls á eignarhaldi landsins til framtíðar. Á sama tíma og Grænlendingar hyggjast taka frekari skref í átt að sjálfstæði blæs Trump í glæður milliríkjadeilu Bandaríkjanna og Danmerkur um eignarhald eyjunnar. Sjá einnig: Segir Grænland ekki falt Trump tilkynnti á dögunum nýjan sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku og sagði þar að eignarhald og yfirráð yfir Grænlandi væru nauðsynleg með tilliti til þjóðaröryggis Bandaríkjanna. Tímabært að taka mikilvæg skref Múte B. Egede fór ekki í grafgötur með það hver afstaða grænlensku landsstjórnarinnar væru til þessara ummæla. Hann sagði Grænland ekki falt og verði aldrei. Í nýársræðu sinni segir hann Grænlendinga eina eiga landið og að þeir einir taki ákvarðanir um framtíð þess. „Það er tímabært að við tökum mikilvæg skref í átt að sjáflstæðu landi. Við getum ekki haldið áfram með þá seinvirku vinnu sem fer fram í gegnum danska ríkið hvað löggjafarvald á Grænlandi varðar.“ „Það er hér sem grænlenska þjóðin verður að taka afstöðu og ákveða hvort Grænland skuli taka næstu skref í átt að sjálfstæðu landi. Komandi kjörtímabil ætti því að vera kjörtímabil þar sem grænlenska þjóðin tekur ákvörðun um hvernig Grænland skuli líta út í framtíðinni,“ Múte gerði jafnframt grænlenska stjórnarskrá að umfjöllunarefni sínu. Hann sagði það að Grænland lúti danskri stjórnarskrá gera vinnu löggjafarvaldsins seinláta og óskilvirka. „Eins og það er nú, þar sem Grænland heyrir undir danska ríkið sem sjálfsstjórnarland, er vinnuferlið óskilvirkt. Það er nauðsynlegt að við ryðjum þessum hindrunum úr vegi og komum í kring betri verkferlum í landi okkar,“ sagði hann. Grænland Danmörk Bandaríkin Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í nýársræðu Múte B. Egede, formanns landsstjórnar Grænlands, samkvæmt grænlenska miðlinum Sermitsiaq. Trump blæs í glæðurnar Málefni Grænlands hafa verið til umræðu víða um heim eftir að Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, vakti aftur máls á eignarhaldi landsins til framtíðar. Á sama tíma og Grænlendingar hyggjast taka frekari skref í átt að sjálfstæði blæs Trump í glæður milliríkjadeilu Bandaríkjanna og Danmerkur um eignarhald eyjunnar. Sjá einnig: Segir Grænland ekki falt Trump tilkynnti á dögunum nýjan sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku og sagði þar að eignarhald og yfirráð yfir Grænlandi væru nauðsynleg með tilliti til þjóðaröryggis Bandaríkjanna. Tímabært að taka mikilvæg skref Múte B. Egede fór ekki í grafgötur með það hver afstaða grænlensku landsstjórnarinnar væru til þessara ummæla. Hann sagði Grænland ekki falt og verði aldrei. Í nýársræðu sinni segir hann Grænlendinga eina eiga landið og að þeir einir taki ákvarðanir um framtíð þess. „Það er tímabært að við tökum mikilvæg skref í átt að sjáflstæðu landi. Við getum ekki haldið áfram með þá seinvirku vinnu sem fer fram í gegnum danska ríkið hvað löggjafarvald á Grænlandi varðar.“ „Það er hér sem grænlenska þjóðin verður að taka afstöðu og ákveða hvort Grænland skuli taka næstu skref í átt að sjálfstæðu landi. Komandi kjörtímabil ætti því að vera kjörtímabil þar sem grænlenska þjóðin tekur ákvörðun um hvernig Grænland skuli líta út í framtíðinni,“ Múte gerði jafnframt grænlenska stjórnarskrá að umfjöllunarefni sínu. Hann sagði það að Grænland lúti danskri stjórnarskrá gera vinnu löggjafarvaldsins seinláta og óskilvirka. „Eins og það er nú, þar sem Grænland heyrir undir danska ríkið sem sjálfsstjórnarland, er vinnuferlið óskilvirkt. Það er nauðsynlegt að við ryðjum þessum hindrunum úr vegi og komum í kring betri verkferlum í landi okkar,“ sagði hann.
Grænland Danmörk Bandaríkin Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila