Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 3. janúar 2025 11:01 Það er sjálfsagt mál og eðlilegt að takast á um það sem betur má fara í samfélaginu. Sú umræða endar aldrei og ný vandamál skjóta upp kollinum um leið og ráðið er bót á öðrum. En það er ekki málefnum til framdráttar að uppnefna fólk og saka það um firringu þegar rætt er um hlutlægar staðreyndir. Forseti ASÍ greinir frá því í grein á Vísi að hann sé ekki sáttur með það að vera sakaður um upplýsingaóreiðu í umræðu um auðlindagjald. Tilefni ummæla forsetans er kurteisisleg ábending mín um að ASÍ hefði í aðdraganda kosninga farið með rangt mál um auðlindagjöld af fiskeldi og sjávarútvegi. Sannast sagna átti ég von á því að ASÍ leiðrétti hina röngu frásögn, en því fór fjarri. Forseti ASÍ sakar mig um „tæknilegan útúrsnúning“ og að „skauta fram hjá aðalatriðum málsins“. Það verður talin nokkuð sérstök orðnotkun þar sem forsetinn kýs sjálfur að skauta efnislega fram hjá öllu sem um var rætt í ábendingu minni. Það skal því áréttað enn á ný að Alþýðusambandið fer ranglega með í framsetningu sinni á auðlindagjaldi í fiskeldi. Sjálfsagt mál er að ASÍ krefjist breytinga á gjaldinu en sambandið verður að sýna því skilning að bent sé á rangfærslur. Fullyrt er á Fésbókarsíðu ASÍ að enginn auðlindaskattur sé í fiskeldi á Íslandi. Þarna er ekki rétt með farið. Orðrétt sagði í frumvarpi til laga um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð frá árinu 2019 að: „Gjald samkvæmt frumvarpinu grundvallast á þeirri aðstöðu að handhafar rekstrarleyfa til sjókvíaeldis njóta takmarkaðra réttinda til hagnýtingar auðlinda.“ Það er varla hægt að orða það skýrar og það er ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en hér sé verið að greiða fyrir afnot af hagnýtingu auðlinda. Það kann að vera að ASÍ sé á þeirri skoðun að gjaldið eigi að vera hærra, en að það sé ekki til staðar er hreinlega ekki rétt. Reyndar er það svo að íslensku fyrirtækin hefðu greitt mun minna til ríkisins ef farin hefði verið sama leið og Norðmenn við auðlindagjaldtöku í fiskeldi. Norðmenn greiða auðlindagjald af hagnaði, með ríflegu frítekjumarki og aðeins af þeirri framlegð sem myndast í sjó. Íslensku fyrirtækin greiða af allri framleiðslu – óháð afkomu. Fyrir fimm árum var lögum breytt á Íslandi og nú eru ný leyfi til laxeldis í sjó boðin út. Það hefur því miður ekki gerst enn þá, enda ný svæði ekki verið helguð til eldis. Þessum lögum var breytt á svipuðum tíma í Noregi og örfáum leyfum úthlutað á þessari forsendu. Á þetta benti hagfræðingurinn Karen Ulltveit-Moe sem ASÍ flutti sérstaklega inn á ársþing sitt. Einhverra hluta vegna ákvað ASÍ að skauta fram hjá því. Varðandi spurningu forseta ASÍ um hvort sjávarútvegurinn sé einkamál kvótakónga, sem hann kýs svo ósmekklega að kalla, þá er sjálfsagt að upplýsa hann um að svo er ekki. Kerfið virkar þannig að öll lög og ákvarðanir um sjávarútveg á Íslandi eru á hendi löggjafans. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi eru ekki sammála öllu því sem löggjafinn tekur sér fyrir hendur og áskilja sér allan rétt til að benda á það. Á sama hátt og ASÍ er ekki sammála öllu sem lagt er til á Alþingi og kemur sjónarmiðum sínum rækilega á framfæri þegar það á við. Krafa ASÍ um að þjóðin fái hlutdeild í arði af auðlindum sínum er fullkomlega réttmæt og þannig á það að vera. Og helst af öllum auðlindum. En það veit forseti ASÍ jafnvel og hver annar að sanngjörn eða réttlát hlutdeild er ekki beinlínis auðfundin og sitt sýnist hverjum. Það verður sjálfsagt umdeilanlegt um fyrirsjáanlega framtíð. Það færi betur á því að forseti ASÍ svaraði efnislega þegar á það er bent að sambandið setji fram rangar fullyrðingar. Að drepa málinu á dreif með því að uppnefna fólk og gera því upp firringu svarar ekki spurningunni. Forseti ASÍ bítur svo eiginlega höfuðið af skömminni í svargrein sinni með því að leggja sérstaka áherslu á að: „Í þjóðmálakönnun sem Gallup framkvæmdi fyrir ASÍ töldu einungis 25% þjóðarinnar að hlutdeild almennings í þeim arði sem verður til við nýtingu auðlinda sé réttlát.“ Hvernig ætli standi á því? Gæti verið að upplýsingaóreiða sem ASÍ neitar að gangast við eigi þátt í því? Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Stéttarfélög Heiðrún Lind Marteinsdóttir ASÍ Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Það er sjálfsagt mál og eðlilegt að takast á um það sem betur má fara í samfélaginu. Sú umræða endar aldrei og ný vandamál skjóta upp kollinum um leið og ráðið er bót á öðrum. En það er ekki málefnum til framdráttar að uppnefna fólk og saka það um firringu þegar rætt er um hlutlægar staðreyndir. Forseti ASÍ greinir frá því í grein á Vísi að hann sé ekki sáttur með það að vera sakaður um upplýsingaóreiðu í umræðu um auðlindagjald. Tilefni ummæla forsetans er kurteisisleg ábending mín um að ASÍ hefði í aðdraganda kosninga farið með rangt mál um auðlindagjöld af fiskeldi og sjávarútvegi. Sannast sagna átti ég von á því að ASÍ leiðrétti hina röngu frásögn, en því fór fjarri. Forseti ASÍ sakar mig um „tæknilegan útúrsnúning“ og að „skauta fram hjá aðalatriðum málsins“. Það verður talin nokkuð sérstök orðnotkun þar sem forsetinn kýs sjálfur að skauta efnislega fram hjá öllu sem um var rætt í ábendingu minni. Það skal því áréttað enn á ný að Alþýðusambandið fer ranglega með í framsetningu sinni á auðlindagjaldi í fiskeldi. Sjálfsagt mál er að ASÍ krefjist breytinga á gjaldinu en sambandið verður að sýna því skilning að bent sé á rangfærslur. Fullyrt er á Fésbókarsíðu ASÍ að enginn auðlindaskattur sé í fiskeldi á Íslandi. Þarna er ekki rétt með farið. Orðrétt sagði í frumvarpi til laga um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð frá árinu 2019 að: „Gjald samkvæmt frumvarpinu grundvallast á þeirri aðstöðu að handhafar rekstrarleyfa til sjókvíaeldis njóta takmarkaðra réttinda til hagnýtingar auðlinda.“ Það er varla hægt að orða það skýrar og það er ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en hér sé verið að greiða fyrir afnot af hagnýtingu auðlinda. Það kann að vera að ASÍ sé á þeirri skoðun að gjaldið eigi að vera hærra, en að það sé ekki til staðar er hreinlega ekki rétt. Reyndar er það svo að íslensku fyrirtækin hefðu greitt mun minna til ríkisins ef farin hefði verið sama leið og Norðmenn við auðlindagjaldtöku í fiskeldi. Norðmenn greiða auðlindagjald af hagnaði, með ríflegu frítekjumarki og aðeins af þeirri framlegð sem myndast í sjó. Íslensku fyrirtækin greiða af allri framleiðslu – óháð afkomu. Fyrir fimm árum var lögum breytt á Íslandi og nú eru ný leyfi til laxeldis í sjó boðin út. Það hefur því miður ekki gerst enn þá, enda ný svæði ekki verið helguð til eldis. Þessum lögum var breytt á svipuðum tíma í Noregi og örfáum leyfum úthlutað á þessari forsendu. Á þetta benti hagfræðingurinn Karen Ulltveit-Moe sem ASÍ flutti sérstaklega inn á ársþing sitt. Einhverra hluta vegna ákvað ASÍ að skauta fram hjá því. Varðandi spurningu forseta ASÍ um hvort sjávarútvegurinn sé einkamál kvótakónga, sem hann kýs svo ósmekklega að kalla, þá er sjálfsagt að upplýsa hann um að svo er ekki. Kerfið virkar þannig að öll lög og ákvarðanir um sjávarútveg á Íslandi eru á hendi löggjafans. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi eru ekki sammála öllu því sem löggjafinn tekur sér fyrir hendur og áskilja sér allan rétt til að benda á það. Á sama hátt og ASÍ er ekki sammála öllu sem lagt er til á Alþingi og kemur sjónarmiðum sínum rækilega á framfæri þegar það á við. Krafa ASÍ um að þjóðin fái hlutdeild í arði af auðlindum sínum er fullkomlega réttmæt og þannig á það að vera. Og helst af öllum auðlindum. En það veit forseti ASÍ jafnvel og hver annar að sanngjörn eða réttlát hlutdeild er ekki beinlínis auðfundin og sitt sýnist hverjum. Það verður sjálfsagt umdeilanlegt um fyrirsjáanlega framtíð. Það færi betur á því að forseti ASÍ svaraði efnislega þegar á það er bent að sambandið setji fram rangar fullyrðingar. Að drepa málinu á dreif með því að uppnefna fólk og gera því upp firringu svarar ekki spurningunni. Forseti ASÍ bítur svo eiginlega höfuðið af skömminni í svargrein sinni með því að leggja sérstaka áherslu á að: „Í þjóðmálakönnun sem Gallup framkvæmdi fyrir ASÍ töldu einungis 25% þjóðarinnar að hlutdeild almennings í þeim arði sem verður til við nýtingu auðlinda sé réttlát.“ Hvernig ætli standi á því? Gæti verið að upplýsingaóreiða sem ASÍ neitar að gangast við eigi þátt í því? Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun