„Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Samúel Karl Ólason skrifar 2. janúar 2025 22:04 Sigmundur að segja Ingu Sæland að sýna ábyrgð. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, sagði Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, að gera ekki lítið úr Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins og félagsmálaráðherra. Það gerði Kristrún í Kryddsíldinni á gamlársdag eftir að Sigmundur gagnrýndi Ingu og sagði hana þurfa að tala af ábyrgð. Sigmundur var að ræða málefni innflytjenda og sagðist telja þörf á miklum umbótum hér á landi. Meira en einhvern „bútasaum“ sem lagður hefði verið til af nýrri ríkisstjórn. Til orðaskaks kom milli hans og Ingu og nefndi Sigmundur að Inga hefði verið að „garga“ á Kristján Kristjánsson á Sprengisandi á dögunum. „Nú ertu komin í ríkisstjórn,“ sagði Sigmundur. „Inga, þetta dugar ekki lengur. Það dugar ekki lengur, að reyna að vera sniðug að garga það nógu hátt. Þú ert komin í ríkisstjórn.“ „Og hvað með það?“ spurði Inga. „Nú þarft þú að bera ábyrgð,“ svaraði Sigmundur strax. „Þú verður að tala af ábyrgð.“ Inga sagðist alltaf hafa gert það en Sigmundur sagði hana aldrei hafa talað af ábyrgð. „Ég mæti að minnsta kosti í vinnuna,“ sagði Inga og vísaði til fregna frá því í nóvember um að Sigmundur mætti allra þingmanna verst í atkvæðagreiðslur á síðasta þingi. Sjá einnig: Þessi mættu best of verst í þinginu „Sjáðu, þetta er allt svona," sagði Sigmundur. „Inga. Þetta virkar ekki. Að búa til einhverjar sögur og reyna að ýta þeim áfram. Nú þarftu að fara að tala um stjórnmál. Af alvöru. Þú ert komin í ríkisstjórn, þú ert orðin ráðherra.“ „Ég hef aldrei gert annað og ég get alveg látið þig vita það að þú kemst ekki með tærnar þar sem ég er með hælana,“ sagði Inga. „Kannski ekki í að garga. Þú ert orðin ráðherra,“ svaraði Sigmundur. Við það bætti Inga: „Það er bara út af því að þú ert enn þá í mútum. Það er ekki mér að kenna.“ „Þetta er allt svona,“ sagði Sigmundur í uppgjafartón. Kristrún Frostadóttir. Við það hélt Sigmundur áfram að tala um innflytjendamál og áhyggjur sínar af þeim og því að þær valkyrjur, svokölluðu, áttuðu sig ekki á þörfinni á breytingum, áður en hann sneri sér aftur að Ingu. „Ég meina Inga sagði eitt um þetta fyrir kosningar, svo segir hún eitthvað allt annað núna eins og í öllum sínum málum. En þær konur sem að bjuggu til þessa ríkisstjórn, Kristrún og Þorgerður, þurfa að taka ábyrgð í svona stórum málum,“ sagði Sigmundur Við það greip Kristrún fram í. „Nú verð ég aðeins að stoppa þig. Ekki gera lítið úr þriðja formanninum hérna við borðið,“ sagði Kristrún. „Hún er fullgildur meðlimur í þessari ríkisstjórn.“ Myndband af þessum samskiptum má sjá hér að neðan. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Kryddsíld Alþingi Tengdar fréttir Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Flestir landsmenn virðast telja Sjálfstæðisflokkinn halda bestu partýin. Formaður Framsóknarflokksins telur landsmenn vanmeta stuðið hjá flokknum. 2. janúar 2025 21:02 „Það eru fleiri með köggla en þú“ Inga Sæland spennti tvíhöfðana í Kryddsíldinni og sagði fleiri vera með köggla en Sigmundur Davíð þegar rætt var um litla þingflokka. Sigurður Ingi sagði Sigmund ekkert þurfa að mæta á þingið fyrst Miðflokkurinn væri kominn með átta þingmenn. 2. janúar 2025 17:21 Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Utanríkisráðherra segir hugtakið þjóðarmorð vera lagatæknilega skilgreiningu. Atburðirnir á Gasa séu hræðilegir en hún vill að Ísland tali skýrari röddu en hefur verið gert. 2. janúar 2025 16:56 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Sigmundur var að ræða málefni innflytjenda og sagðist telja þörf á miklum umbótum hér á landi. Meira en einhvern „bútasaum“ sem lagður hefði verið til af nýrri ríkisstjórn. Til orðaskaks kom milli hans og Ingu og nefndi Sigmundur að Inga hefði verið að „garga“ á Kristján Kristjánsson á Sprengisandi á dögunum. „Nú ertu komin í ríkisstjórn,“ sagði Sigmundur. „Inga, þetta dugar ekki lengur. Það dugar ekki lengur, að reyna að vera sniðug að garga það nógu hátt. Þú ert komin í ríkisstjórn.“ „Og hvað með það?“ spurði Inga. „Nú þarft þú að bera ábyrgð,“ svaraði Sigmundur strax. „Þú verður að tala af ábyrgð.“ Inga sagðist alltaf hafa gert það en Sigmundur sagði hana aldrei hafa talað af ábyrgð. „Ég mæti að minnsta kosti í vinnuna,“ sagði Inga og vísaði til fregna frá því í nóvember um að Sigmundur mætti allra þingmanna verst í atkvæðagreiðslur á síðasta þingi. Sjá einnig: Þessi mættu best of verst í þinginu „Sjáðu, þetta er allt svona," sagði Sigmundur. „Inga. Þetta virkar ekki. Að búa til einhverjar sögur og reyna að ýta þeim áfram. Nú þarftu að fara að tala um stjórnmál. Af alvöru. Þú ert komin í ríkisstjórn, þú ert orðin ráðherra.“ „Ég hef aldrei gert annað og ég get alveg látið þig vita það að þú kemst ekki með tærnar þar sem ég er með hælana,“ sagði Inga. „Kannski ekki í að garga. Þú ert orðin ráðherra,“ svaraði Sigmundur. Við það bætti Inga: „Það er bara út af því að þú ert enn þá í mútum. Það er ekki mér að kenna.“ „Þetta er allt svona,“ sagði Sigmundur í uppgjafartón. Kristrún Frostadóttir. Við það hélt Sigmundur áfram að tala um innflytjendamál og áhyggjur sínar af þeim og því að þær valkyrjur, svokölluðu, áttuðu sig ekki á þörfinni á breytingum, áður en hann sneri sér aftur að Ingu. „Ég meina Inga sagði eitt um þetta fyrir kosningar, svo segir hún eitthvað allt annað núna eins og í öllum sínum málum. En þær konur sem að bjuggu til þessa ríkisstjórn, Kristrún og Þorgerður, þurfa að taka ábyrgð í svona stórum málum,“ sagði Sigmundur Við það greip Kristrún fram í. „Nú verð ég aðeins að stoppa þig. Ekki gera lítið úr þriðja formanninum hérna við borðið,“ sagði Kristrún. „Hún er fullgildur meðlimur í þessari ríkisstjórn.“ Myndband af þessum samskiptum má sjá hér að neðan.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Kryddsíld Alþingi Tengdar fréttir Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Flestir landsmenn virðast telja Sjálfstæðisflokkinn halda bestu partýin. Formaður Framsóknarflokksins telur landsmenn vanmeta stuðið hjá flokknum. 2. janúar 2025 21:02 „Það eru fleiri með köggla en þú“ Inga Sæland spennti tvíhöfðana í Kryddsíldinni og sagði fleiri vera með köggla en Sigmundur Davíð þegar rætt var um litla þingflokka. Sigurður Ingi sagði Sigmund ekkert þurfa að mæta á þingið fyrst Miðflokkurinn væri kominn með átta þingmenn. 2. janúar 2025 17:21 Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Utanríkisráðherra segir hugtakið þjóðarmorð vera lagatæknilega skilgreiningu. Atburðirnir á Gasa séu hræðilegir en hún vill að Ísland tali skýrari röddu en hefur verið gert. 2. janúar 2025 16:56 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Flestir landsmenn virðast telja Sjálfstæðisflokkinn halda bestu partýin. Formaður Framsóknarflokksins telur landsmenn vanmeta stuðið hjá flokknum. 2. janúar 2025 21:02
„Það eru fleiri með köggla en þú“ Inga Sæland spennti tvíhöfðana í Kryddsíldinni og sagði fleiri vera með köggla en Sigmundur Davíð þegar rætt var um litla þingflokka. Sigurður Ingi sagði Sigmund ekkert þurfa að mæta á þingið fyrst Miðflokkurinn væri kominn með átta þingmenn. 2. janúar 2025 17:21
Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Utanríkisráðherra segir hugtakið þjóðarmorð vera lagatæknilega skilgreiningu. Atburðirnir á Gasa séu hræðilegir en hún vill að Ísland tali skýrari röddu en hefur verið gert. 2. janúar 2025 16:56